„Aldrei verið eins lítil ástæða til að veita lagastoð jafnmikilli valdbeitingu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 22. apríl 2021 14:15 Sigríður Andersen er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Arnar Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var önnur þeirra tveggja þingmanna sem ekki studdu frumvarp heilbrigðisráðherra um sóttvarnarhús og ráðstafanir á landamærum. Hún segir aldrei hafa verið eins litla ástæðu til að veita jafnmikilli valdbeitingu á landamærunum lagastoð. „Afstaða mín bara helgast af því að það hefur bara aldrei verið eins lítil ástæða til að veita lagastoð jafnmikilli valdbeitingu að þarna er um að ræða. Það liggur fyrir að nýgengi á landamærum hefur aldrei verið lægra og það hyllir núna undir afnám sóttvarnaaðgerða því okkur gengur vel að bólusetja okkar viðkvæmasta fólk,“ segir Sigríður. „Og jafnvel fréttir frá því í nótt um að von sé á tugþúsundum bóluefna í næstu viku umfram það sem var áætlað. Og það kom ekkert fram í velferðarnefndinni sem vék þessum sjónarmiðum til hliðar nema síður sé,“ bætir hún við. Gengið hafi vel í faraldrinum hér landi með því að höfða til samstarfsvilja almennings og með því að leggja áherslu á persónubundnar sóttvarnir. „Ég tel enga ástæðu til þess að grípa núna til svona valdbeitinga með þessum hætti en það er kannski bót í máli að þetta ákvæði, heimild ráðherranna, gildir til lok júní en þau reglugerðardrög sem við fengum að sjá eiga bara að gilda til lok maí þannig það er bót í máli. En svona heilt yfir þá stend ég við þá skoðun sem ég lýsti því ég hef ekki fengið nein rök fyrir öðru um að það sé ekkert tilefni til þessara valdbeitinga,“ segir Sigríður. Aðspurð segist hún standa við þessa skoðun sína, þrátt fyrir nýlegt dæmi um að einstaklingar hafi brotið sóttkví og einangrun með þeim afleiðingum að margir smituðust og fjölmargir hafi þurft að fara í sóttkví. „Það er vítavert ef fólk fylgir ekki lögum um sóttkví og einangrun þegar menn eru smitaðir. En nýlegar fréttir af sóttkvíarbrotum, lagabreytingin hefði engu breyttí því tilliti eftir því sem ég kemst næst. Það verður líka að líta á þetta í því samhengi að sóttkvíarbrotin í upphafi faraldurs hafa ekki verið mörg. Ég hef reyndar kallað eftir því að fá upplýsingar um það gagnvart þeim brotum sem hefur verið upplýst um, hversu mörg þau brot hafa leitt til smits en ég hef ekki fengið þær upplýsingar. Þannig mér hefur ekki fundist þetta vera umfangsmikið í stóra samhenginu,“ svarar Sigríður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
„Afstaða mín bara helgast af því að það hefur bara aldrei verið eins lítil ástæða til að veita lagastoð jafnmikilli valdbeitingu að þarna er um að ræða. Það liggur fyrir að nýgengi á landamærum hefur aldrei verið lægra og það hyllir núna undir afnám sóttvarnaaðgerða því okkur gengur vel að bólusetja okkar viðkvæmasta fólk,“ segir Sigríður. „Og jafnvel fréttir frá því í nótt um að von sé á tugþúsundum bóluefna í næstu viku umfram það sem var áætlað. Og það kom ekkert fram í velferðarnefndinni sem vék þessum sjónarmiðum til hliðar nema síður sé,“ bætir hún við. Gengið hafi vel í faraldrinum hér landi með því að höfða til samstarfsvilja almennings og með því að leggja áherslu á persónubundnar sóttvarnir. „Ég tel enga ástæðu til þess að grípa núna til svona valdbeitinga með þessum hætti en það er kannski bót í máli að þetta ákvæði, heimild ráðherranna, gildir til lok júní en þau reglugerðardrög sem við fengum að sjá eiga bara að gilda til lok maí þannig það er bót í máli. En svona heilt yfir þá stend ég við þá skoðun sem ég lýsti því ég hef ekki fengið nein rök fyrir öðru um að það sé ekkert tilefni til þessara valdbeitinga,“ segir Sigríður. Aðspurð segist hún standa við þessa skoðun sína, þrátt fyrir nýlegt dæmi um að einstaklingar hafi brotið sóttkví og einangrun með þeim afleiðingum að margir smituðust og fjölmargir hafi þurft að fara í sóttkví. „Það er vítavert ef fólk fylgir ekki lögum um sóttkví og einangrun þegar menn eru smitaðir. En nýlegar fréttir af sóttkvíarbrotum, lagabreytingin hefði engu breyttí því tilliti eftir því sem ég kemst næst. Það verður líka að líta á þetta í því samhengi að sóttkvíarbrotin í upphafi faraldurs hafa ekki verið mörg. Ég hef reyndar kallað eftir því að fá upplýsingar um það gagnvart þeim brotum sem hefur verið upplýst um, hversu mörg þau brot hafa leitt til smits en ég hef ekki fengið þær upplýsingar. Þannig mér hefur ekki fundist þetta vera umfangsmikið í stóra samhenginu,“ svarar Sigríður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira