Strandaglópur snýr loks heim eftir fjögurra ára einveru Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. apríl 2021 20:39 Mohammed Aisha hefur loksins fengið að yfirgefa skipið MV Amman og er farinn aftur heim til Sýrlands. skjáskot Sjómaðurinn Mohammed Aisha hefur undanfarin fjögur ár þurft að dvelja einn í skipinu MV Amman við strendur Egyptalands en hefur nú loks verið frelsaður og er floginn heim til Sýrlands. Hann segist finna fyrir miklum létti enda ekki auðvelt að vera einn í fjögur ár. „Hvernig líður mér? Eins og ég hafi loks losnað úr fangelsi. Ég fæ loksins að hitta fjölskylduna mína aftur. Ég fæ að sjá þau aftur,“ segir Aisha, um borð í flugvélinni á leið til Sýrlands, í samtali við breska ríkisútvarpið. Aisha hóf störf á skipinu MV Amman í maí 2017 en í byrjun júlí var skipið kyrrsett í hafnarborginni Adabiya í Egyptalandi. Öryggisbúnaður um borð skipinu var þá ekki lengur talinn öruggur og hafði skipið ekki lengur starfsleyfi. Ekki nóg með það heldur var líbanska útgerðin sem fór með umsjón skipsins í fjárhagsvandræðum og greiddi ekki fyrir eldsneyti auk þess sem eigandi skipsins gat ekki greitt fyrir eldsneytið. Egypski skipstjórinn var þá þegar kominn frá borði í Egyptalandi og úrskurðaði egypskur dómur að Aisha, sem var þá næstráðandi, væri lögráðamaður skipsins. Fylgdist með bróður sínum sigla hjá Aisha, sem er sýrlenskur, segist ekki hafa skilið hvað úrskurðurinn þýddi og hafi því ekki komist að því fyrr en mörgum mánuðum seinna að hann mætti ekki yfirgefa skipið. Það hafi runnið upp fyrir honum þegar aðrir skipsverjar hafi gengið frá borði og farið til síns heima. Í fjögur ár þurfti Aisha að halda til um borð í skipinu, sem var þá kyrrsett nærri Súesskurðinum og fylgdist hann daglega með öðrum skipum sigla þar í gegn. Hann segist meira að segja hafa fylgst með bróður sínum, sem er einnig sjómaður, sigla fram hjá sér ótal sinnum. Þeir hafi reglulega talað saman í síma en hafi aldrei verið svo nálægt hvor öðrum að geta veifað. Í þessi fjögur ár var Aisha fastur um borð í skipinu, án rafmagns, ferskvatns, matar eða nærveru annars fólks. Einstaka sinnum komu öryggisverðir um borð með vistir en annars var hann ekki í neinum samskiptum við annað fólk. Hann vara lagalega bundinn því að vera um borð í skipinu og frétti af því í ágúst 2018 að móðir hans hafi dáið. „Ég íhugaði það alvarlega að taka mitt eigið líf,“ segir hann í samtali við breska ríkisútvarpið. 250 viðlíka mál á borði Alþjóðavinnumálastofnunarinnar Aðstæður breyttust nokkuð í mars 2020 þegar stormur leysti skipið frá akkerinu og því blés nær landi, þar sem það strandaði í grynningum. Aisha var þá nógu nálægt landi til að geta synt í land og hefur hann undanfarið ár reglulega synt þessa nokkur hundruð metra í land til þess að kaupa mat, vatn og til þess að hlaða farsíma sinn. Mál Aisha er ekki einsdæmi en samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðavinnumálastofnuninni eru meira en 250 viðlíka mál í gangi í heiminum, þar sem skipsmönnum er gert að bjarga sér sjálfir vegna aðstæðna hjá eigendum. Meira en 85 slík mál komu á borð stofnunarinnar árið 2020, tvöfalt meira en árið á undan. Egyptaland Sýrland Sjávarútvegur Mannréttindi Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Fleiri fréttir Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Sjá meira
„Hvernig líður mér? Eins og ég hafi loks losnað úr fangelsi. Ég fæ loksins að hitta fjölskylduna mína aftur. Ég fæ að sjá þau aftur,“ segir Aisha, um borð í flugvélinni á leið til Sýrlands, í samtali við breska ríkisútvarpið. Aisha hóf störf á skipinu MV Amman í maí 2017 en í byrjun júlí var skipið kyrrsett í hafnarborginni Adabiya í Egyptalandi. Öryggisbúnaður um borð skipinu var þá ekki lengur talinn öruggur og hafði skipið ekki lengur starfsleyfi. Ekki nóg með það heldur var líbanska útgerðin sem fór með umsjón skipsins í fjárhagsvandræðum og greiddi ekki fyrir eldsneyti auk þess sem eigandi skipsins gat ekki greitt fyrir eldsneytið. Egypski skipstjórinn var þá þegar kominn frá borði í Egyptalandi og úrskurðaði egypskur dómur að Aisha, sem var þá næstráðandi, væri lögráðamaður skipsins. Fylgdist með bróður sínum sigla hjá Aisha, sem er sýrlenskur, segist ekki hafa skilið hvað úrskurðurinn þýddi og hafi því ekki komist að því fyrr en mörgum mánuðum seinna að hann mætti ekki yfirgefa skipið. Það hafi runnið upp fyrir honum þegar aðrir skipsverjar hafi gengið frá borði og farið til síns heima. Í fjögur ár þurfti Aisha að halda til um borð í skipinu, sem var þá kyrrsett nærri Súesskurðinum og fylgdist hann daglega með öðrum skipum sigla þar í gegn. Hann segist meira að segja hafa fylgst með bróður sínum, sem er einnig sjómaður, sigla fram hjá sér ótal sinnum. Þeir hafi reglulega talað saman í síma en hafi aldrei verið svo nálægt hvor öðrum að geta veifað. Í þessi fjögur ár var Aisha fastur um borð í skipinu, án rafmagns, ferskvatns, matar eða nærveru annars fólks. Einstaka sinnum komu öryggisverðir um borð með vistir en annars var hann ekki í neinum samskiptum við annað fólk. Hann vara lagalega bundinn því að vera um borð í skipinu og frétti af því í ágúst 2018 að móðir hans hafi dáið. „Ég íhugaði það alvarlega að taka mitt eigið líf,“ segir hann í samtali við breska ríkisútvarpið. 250 viðlíka mál á borði Alþjóðavinnumálastofnunarinnar Aðstæður breyttust nokkuð í mars 2020 þegar stormur leysti skipið frá akkerinu og því blés nær landi, þar sem það strandaði í grynningum. Aisha var þá nógu nálægt landi til að geta synt í land og hefur hann undanfarið ár reglulega synt þessa nokkur hundruð metra í land til þess að kaupa mat, vatn og til þess að hlaða farsíma sinn. Mál Aisha er ekki einsdæmi en samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðavinnumálastofnuninni eru meira en 250 viðlíka mál í gangi í heiminum, þar sem skipsmönnum er gert að bjarga sér sjálfir vegna aðstæðna hjá eigendum. Meira en 85 slík mál komu á borð stofnunarinnar árið 2020, tvöfalt meira en árið á undan.
Egyptaland Sýrland Sjávarútvegur Mannréttindi Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Fleiri fréttir Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Sjá meira