Vann súrefni úr marsnesku lofti í fyrsta sinn Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2021 21:01 MOXIE-tilraunin þegar henni var komið fyrir í kviði Perseverance. Töluverðan hita þarf til að framleiða súrefni úr lofti. Tækið er húðað þunnri gullhúð sem endurvarpar innrauðri geislun og kemur þannig í veg fyrir að hitinn frá því skemmi önnur tæki könnunarjeppans. NASA/JPL-Caltech Tæki um borð í könnunarjeppanum Perseverance á reikistjörnunni Mars vann súrefni úr lofti þar í fyrsta skipti í vikunni. Tilrauninni er ætlað að kanna fýsileika þess að vinna súrefni á staðnum sem er forsenda fyrir því að hægt verði að senda menn til Mars í framtíðinni. MOXIE-tilraunin svonefnda um borð í Perseverance lætur lítið yfir sér. Hún er á stærð við ristavél en hún gæti hins vegar greitt götu mannaðra geimferða til Mars til langrar framtíðar. Tækið vinnur súrefni með því að sundra koltvísýringssameindum sem eru meginuppistaðan í næfurþunnum lofthjúpi Mars. Aukaafurðin er kolmónoxíð sem tækið losar aftur út í andrúmsloftið. Fyrsta tilraunin með MOXIE fór fram á þriðjudag og framleiddi hún um það bil fimm grömm af súrefni, nóg fyrir einn geimfara til að anda í tíu mínútur. Tækið er hannað til að framleiða allt að tíu grömm af súrefni á klukkustund. Næstu tvö árin er ætlunin að láta MOXIE vinna súrefni úr lofthjúpi Mars að minnsta kosti níu sinnum. Þá á meðal annars að prófa aðferðin við mismunandi aðstæður eins og ólíkum tíma dags og á ólíkum árstíðum. Eins tonns tæki í stað 25 tonna af súrefni Súrefnisvinnsla sem þessi er grundvallarforsenda fyrir því að hægt verði að senda menn til Mars. Eldflaugar þurfa gríðarlegt magn af súrefni til þess að brenna eldsneyti sínu Til þess að koma fjórum geimförum af yfirborði Mars þarf um það bil sjö tonn af eldflaugareldsneyti og en 25 tonn af súrefni, að sögn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Til samanburðar þyrftu geimfararnir fjórir aðeins um tonn af súrefni fyrir ársdvöl á Mars. Við geimferðir velta menn fyrir sér hverju kílói sem fer um borð í geimferju þar sem gríðarlegt afl þarf til þess að skjóta því á loft. Óheyrilega öfluga eldflaug þyrfti til að koma 25 tonnum af súrefni til Mars fyrir utan mennina og allt þeirra hafurtask. Því telja verkfræðingar fýsilegra að smíða tæki sem getur unnið súrefni í drifefni og fyrir geimfara að anda að sér beint úr andrúmslofti Mars. Draumur þeirra er að gera stærri útgáfu af MOXIE sem gæti vegið um eitt tonn sem yrði staðalbúnaður í mönnuðum ferðum til Mars, verði þær einhvern tímann að veruleika. Mars Vísindi Tækni Geimurinn Tengdar fréttir Litlu Marsþyrlunni tókst ætlunarverkið Fyrsta tilraunaflug þyrilvængjunnar Ingenuity á reikistjörnunni Mars gekk að óskum í morgun. Leiðangursstjórn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA bárust fyrstu gögnin sem staðfestu að þyrlan hefði flogið og fyrstu myndirnar af tilrauninni. 19. apríl 2021 11:15 Heyrðu hljóðið í vindinum og leysitæki á Mars Hljóðupptökur úr leysimælitæki bandaríska könnunarjeppans Perseverance á Mars hafa nú verið birtar opinberlega. Á þeim má heyra gnauðandi vindinn á nágrannareikistjörnunni og hljóðið í leysigeisla sem er skotið á steina. 11. mars 2021 16:29 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
MOXIE-tilraunin svonefnda um borð í Perseverance lætur lítið yfir sér. Hún er á stærð við ristavél en hún gæti hins vegar greitt götu mannaðra geimferða til Mars til langrar framtíðar. Tækið vinnur súrefni með því að sundra koltvísýringssameindum sem eru meginuppistaðan í næfurþunnum lofthjúpi Mars. Aukaafurðin er kolmónoxíð sem tækið losar aftur út í andrúmsloftið. Fyrsta tilraunin með MOXIE fór fram á þriðjudag og framleiddi hún um það bil fimm grömm af súrefni, nóg fyrir einn geimfara til að anda í tíu mínútur. Tækið er hannað til að framleiða allt að tíu grömm af súrefni á klukkustund. Næstu tvö árin er ætlunin að láta MOXIE vinna súrefni úr lofthjúpi Mars að minnsta kosti níu sinnum. Þá á meðal annars að prófa aðferðin við mismunandi aðstæður eins og ólíkum tíma dags og á ólíkum árstíðum. Eins tonns tæki í stað 25 tonna af súrefni Súrefnisvinnsla sem þessi er grundvallarforsenda fyrir því að hægt verði að senda menn til Mars. Eldflaugar þurfa gríðarlegt magn af súrefni til þess að brenna eldsneyti sínu Til þess að koma fjórum geimförum af yfirborði Mars þarf um það bil sjö tonn af eldflaugareldsneyti og en 25 tonn af súrefni, að sögn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Til samanburðar þyrftu geimfararnir fjórir aðeins um tonn af súrefni fyrir ársdvöl á Mars. Við geimferðir velta menn fyrir sér hverju kílói sem fer um borð í geimferju þar sem gríðarlegt afl þarf til þess að skjóta því á loft. Óheyrilega öfluga eldflaug þyrfti til að koma 25 tonnum af súrefni til Mars fyrir utan mennina og allt þeirra hafurtask. Því telja verkfræðingar fýsilegra að smíða tæki sem getur unnið súrefni í drifefni og fyrir geimfara að anda að sér beint úr andrúmslofti Mars. Draumur þeirra er að gera stærri útgáfu af MOXIE sem gæti vegið um eitt tonn sem yrði staðalbúnaður í mönnuðum ferðum til Mars, verði þær einhvern tímann að veruleika.
Mars Vísindi Tækni Geimurinn Tengdar fréttir Litlu Marsþyrlunni tókst ætlunarverkið Fyrsta tilraunaflug þyrilvængjunnar Ingenuity á reikistjörnunni Mars gekk að óskum í morgun. Leiðangursstjórn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA bárust fyrstu gögnin sem staðfestu að þyrlan hefði flogið og fyrstu myndirnar af tilrauninni. 19. apríl 2021 11:15 Heyrðu hljóðið í vindinum og leysitæki á Mars Hljóðupptökur úr leysimælitæki bandaríska könnunarjeppans Perseverance á Mars hafa nú verið birtar opinberlega. Á þeim má heyra gnauðandi vindinn á nágrannareikistjörnunni og hljóðið í leysigeisla sem er skotið á steina. 11. mars 2021 16:29 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Litlu Marsþyrlunni tókst ætlunarverkið Fyrsta tilraunaflug þyrilvængjunnar Ingenuity á reikistjörnunni Mars gekk að óskum í morgun. Leiðangursstjórn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA bárust fyrstu gögnin sem staðfestu að þyrlan hefði flogið og fyrstu myndirnar af tilrauninni. 19. apríl 2021 11:15
Heyrðu hljóðið í vindinum og leysitæki á Mars Hljóðupptökur úr leysimælitæki bandaríska könnunarjeppans Perseverance á Mars hafa nú verið birtar opinberlega. Á þeim má heyra gnauðandi vindinn á nágrannareikistjörnunni og hljóðið í leysigeisla sem er skotið á steina. 11. mars 2021 16:29