Ólafur: Við lögðumst bara niður og töpuðum leiknum Smári Jökull Jónsson skrifar 23. apríl 2021 20:45 Ólafur Ólafsson var niðurlútur eftir tapið gegn Njarðvík í kvöld. vísir/daníel Ólafur Ólafsson var ósáttur eftir tap Grindavíkur á heimavelli gegn Njarðvík í kvöld og vildi að sitt lið myndi byrja að láta verkin tala. „Við vorum flottir í fyrsta leikhluta og komnir einhverjum 15 stigum yfir. Þá förum við í þetta týpíska sem við höfum verið í núna í vetur, að halda að þetta sé komið. Eitthvað „walk in the park“ og við lögðumst bara niður og töpuðum leiknum,“ sagði Ólafur þegar Vísir ræddi við hann eftir leik í kvöld. Grindvíkingar byrjuðu leikinn betur og á tímabili virtist eins og þeir ætluðu hreinlega að klára leikinn í fyrri hálfleik. Góður lokakafli í öðrum leikhluta kom hins vegar Njarðvíkingum aftur á bragðið. „Við erum búnir að ræða þetta en við þurfum að hætta að ræða hlutina og bara gera þá. Ef það þarf að gefa einhverjum á kjaftinn til að kveikja í mönnum þá þarf bara einhver að taka það á sig að fara út úr húsi.“ „Þetta var arfaslakt en við sýndum í fyrri hálfleik að við erum ógeðslega góðir. Við höfum ekki verið að rústa leikjum í vetur, allir leikir hafa verið að detta okkar megin eða hjá hinu liðinu. Þetta var bara lélegt.“ Í seinni hálfleik flautuðu dómararnir töluvert mikið af villum og Ólafur, Kazembe Abif og Marshall Nelson lentu allir í villuvandræðum. Heimamenn nældu sér í tæknivillur fyrir tuð og voru enn að kvarta í dómurunum eftir að lokaflautið gall. „Línan var allt í lagi. Við töpuðum ekki því dómararnir voru slakir eða að einhverjir dómar féllu með þeim. Það er bara eins og það er, við fáum einhverja villu og svo fá þeir ekki fyrir það sama hinu megin og við látum það fara í taugarnar á okkur.“ Eruð þið kannski að láta þetta fara það mikið í taugarnar á ykkur að það truflar ykkur á vellinum „Greinilega, við töpum alltaf þegar við förum að gera þetta. Við þurfum bara að líta í eigin barm sem einstaklingar og laga til hjá sjálfum okkur. Þetta er ekki liðið og hver og einn leikmaður þarf að laga til. Þeir komast einu stigi yfir og við látum eins og þeir séu 30 stigum undir og að við þurfum að sigra heiminn í staðinn fyrir að spila saman.“ „Við þurfum að líta inn á við sem einstaklingar og laga til hjá okkur,“ sagði Ólafur að endingu. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn UMF Grindavík UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Njarðvík 91-94 | Ómetanlegur sigur gestanna Njarðvík vann gríðarlega mikilvægan sigur í Domino´s deild karla í körfuknattleik í kvöld þegar þeir lögðu nágranna sína í Grindavík á útivelli. 23. apríl 2021 21:45 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
„Við vorum flottir í fyrsta leikhluta og komnir einhverjum 15 stigum yfir. Þá förum við í þetta týpíska sem við höfum verið í núna í vetur, að halda að þetta sé komið. Eitthvað „walk in the park“ og við lögðumst bara niður og töpuðum leiknum,“ sagði Ólafur þegar Vísir ræddi við hann eftir leik í kvöld. Grindvíkingar byrjuðu leikinn betur og á tímabili virtist eins og þeir ætluðu hreinlega að klára leikinn í fyrri hálfleik. Góður lokakafli í öðrum leikhluta kom hins vegar Njarðvíkingum aftur á bragðið. „Við erum búnir að ræða þetta en við þurfum að hætta að ræða hlutina og bara gera þá. Ef það þarf að gefa einhverjum á kjaftinn til að kveikja í mönnum þá þarf bara einhver að taka það á sig að fara út úr húsi.“ „Þetta var arfaslakt en við sýndum í fyrri hálfleik að við erum ógeðslega góðir. Við höfum ekki verið að rústa leikjum í vetur, allir leikir hafa verið að detta okkar megin eða hjá hinu liðinu. Þetta var bara lélegt.“ Í seinni hálfleik flautuðu dómararnir töluvert mikið af villum og Ólafur, Kazembe Abif og Marshall Nelson lentu allir í villuvandræðum. Heimamenn nældu sér í tæknivillur fyrir tuð og voru enn að kvarta í dómurunum eftir að lokaflautið gall. „Línan var allt í lagi. Við töpuðum ekki því dómararnir voru slakir eða að einhverjir dómar féllu með þeim. Það er bara eins og það er, við fáum einhverja villu og svo fá þeir ekki fyrir það sama hinu megin og við látum það fara í taugarnar á okkur.“ Eruð þið kannski að láta þetta fara það mikið í taugarnar á ykkur að það truflar ykkur á vellinum „Greinilega, við töpum alltaf þegar við förum að gera þetta. Við þurfum bara að líta í eigin barm sem einstaklingar og laga til hjá sjálfum okkur. Þetta er ekki liðið og hver og einn leikmaður þarf að laga til. Þeir komast einu stigi yfir og við látum eins og þeir séu 30 stigum undir og að við þurfum að sigra heiminn í staðinn fyrir að spila saman.“ „Við þurfum að líta inn á við sem einstaklingar og laga til hjá okkur,“ sagði Ólafur að endingu. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn UMF Grindavík UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Njarðvík 91-94 | Ómetanlegur sigur gestanna Njarðvík vann gríðarlega mikilvægan sigur í Domino´s deild karla í körfuknattleik í kvöld þegar þeir lögðu nágranna sína í Grindavík á útivelli. 23. apríl 2021 21:45 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Njarðvík 91-94 | Ómetanlegur sigur gestanna Njarðvík vann gríðarlega mikilvægan sigur í Domino´s deild karla í körfuknattleik í kvöld þegar þeir lögðu nágranna sína í Grindavík á útivelli. 23. apríl 2021 21:45