Halla segir orðræðu Þorsteins um verkalýðshreyfinguna „ljótt áróðursbragð“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. apríl 2021 12:56 Halla og Þorsteinn tókust á um áhrif launahækkana á efnahagslífið og samkeppnishæfni Íslands í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Hornsteins og fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sakar verkalýðshreyfinguna um að afneita staðreyndum um áhrif launahækkana á efnahagsþróun og samkeppnishæfni. Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ, segir Þorstein beita ljótum áróðursbrögðum. Halla og Þorsteinn tókust á um áhrif launahækkana á efnahagslífið og samkeppnishæfni Íslands í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þorsteinn lagði áherslu á að launahækkanir umfram framleiðni hafi neikvæðar afleiðingar í för með sér. Leiði til verðbólgu „Þetta er ekki bara mín skoðun, þetta er bara vinnumarkaðshagfræði í grunninn og hefur ítrekað verið bent á í skýrslum til okkar, bæði frá OECD, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Seðlabankinn hefur verið að benda á þetta,“ nefnir Þorsteinn sem dæmi. Sjálfur hafi hann einnig rannsakað samhengi launahækkana og verðbólgu og gengisþróunar. „Þetta ber allt af sama brunni, launahækkanir umfram framleiðniaukningu á hverju ári eru verðbólga og spurningin er þá hvernig stendur á því að við erum hér með að meðaltali tvisvar sinnum hærri launahækkanir á ári á þessu þrjátíu ára tímabili samanborið við Norðurlöndin, tvisvar sinnum hærri verðbólgu og gengi sem hefur helmingast,“ segir Þorsteinn. „Þetta hefur algjörlega þróast í raun og veru í takt við þessa vinnumarkaðshagfræði. En við sitjum alltaf uppi með þá furðulegu stöðu að mér finnst að verkalýðsforystan neitar því, sem að ég myndi kalla, staðreyndum. Þessum þáttum sem að ítrekað er verið að benda okkur á af sérfræðingum úr öllum áttum,“ bætti Þorsteinn við. Hagfræðin ekki raunvísindi Halla vísaði ásökunum Þorsteins á bug. Orðræða hans rými við það sem hann hafi áður sagt á þeim nótum þar sem vinnumarkaðshagfræði sé líkt saman við raunvísindi og eðlisfræðikenningar. „Þetta gerði hann líka síðasta haust þegar hann kom fram með verðbólguspá sína sem að yrði ef að lífskjarasamningarnir myndu halda, þá vitnaði hann líka í sólmiðjukenninguna í Kastljósi og sagði „hún snýst nú samt“ eins og Galíleó sjálfur. Þarna er hann náttúrlega að ala á gamalli bábilju um að hagfræði sé einhvers konar raunvísindi, lúti sömu lögmálum og eðlisfræði hreinlega. Og það er rangt. Þetta er bara ljótt áróðursbragð að mínu mati,“ segir Halla. Tengslin á milli launa og verðbólgu séu flóknari en Þorsteinn vilji meina og segir Halla að frjó umræða um það eigi sér stað á alþjóðavettvangi. „Það er deilt mikið um það hver þessi tengsl eru. Það sem er samhljómur um er að verðbólga er flókið fyrirbæri,“ sagði Halla. Viðtaliðvið Höllu og Þorstein á Sprengisandi í heild sinni máheyra í spilaranum hér aðofan. Vinnumarkaður Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Halla og Þorsteinn tókust á um áhrif launahækkana á efnahagslífið og samkeppnishæfni Íslands í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þorsteinn lagði áherslu á að launahækkanir umfram framleiðni hafi neikvæðar afleiðingar í för með sér. Leiði til verðbólgu „Þetta er ekki bara mín skoðun, þetta er bara vinnumarkaðshagfræði í grunninn og hefur ítrekað verið bent á í skýrslum til okkar, bæði frá OECD, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Seðlabankinn hefur verið að benda á þetta,“ nefnir Þorsteinn sem dæmi. Sjálfur hafi hann einnig rannsakað samhengi launahækkana og verðbólgu og gengisþróunar. „Þetta ber allt af sama brunni, launahækkanir umfram framleiðniaukningu á hverju ári eru verðbólga og spurningin er þá hvernig stendur á því að við erum hér með að meðaltali tvisvar sinnum hærri launahækkanir á ári á þessu þrjátíu ára tímabili samanborið við Norðurlöndin, tvisvar sinnum hærri verðbólgu og gengi sem hefur helmingast,“ segir Þorsteinn. „Þetta hefur algjörlega þróast í raun og veru í takt við þessa vinnumarkaðshagfræði. En við sitjum alltaf uppi með þá furðulegu stöðu að mér finnst að verkalýðsforystan neitar því, sem að ég myndi kalla, staðreyndum. Þessum þáttum sem að ítrekað er verið að benda okkur á af sérfræðingum úr öllum áttum,“ bætti Þorsteinn við. Hagfræðin ekki raunvísindi Halla vísaði ásökunum Þorsteins á bug. Orðræða hans rými við það sem hann hafi áður sagt á þeim nótum þar sem vinnumarkaðshagfræði sé líkt saman við raunvísindi og eðlisfræðikenningar. „Þetta gerði hann líka síðasta haust þegar hann kom fram með verðbólguspá sína sem að yrði ef að lífskjarasamningarnir myndu halda, þá vitnaði hann líka í sólmiðjukenninguna í Kastljósi og sagði „hún snýst nú samt“ eins og Galíleó sjálfur. Þarna er hann náttúrlega að ala á gamalli bábilju um að hagfræði sé einhvers konar raunvísindi, lúti sömu lögmálum og eðlisfræði hreinlega. Og það er rangt. Þetta er bara ljótt áróðursbragð að mínu mati,“ segir Halla. Tengslin á milli launa og verðbólgu séu flóknari en Þorsteinn vilji meina og segir Halla að frjó umræða um það eigi sér stað á alþjóðavettvangi. „Það er deilt mikið um það hver þessi tengsl eru. Það sem er samhljómur um er að verðbólga er flókið fyrirbæri,“ sagði Halla. Viðtaliðvið Höllu og Þorstein á Sprengisandi í heild sinni máheyra í spilaranum hér aðofan.
Vinnumarkaður Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira