Áætlar að nýja skiltið kosti tíu til tólf milljónir: „Við erum voðalega stolt af þessu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. apríl 2021 14:28 Skiltið er af stærri gerðinni. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, er ánægður með útkomuna. Vísir/samsett Þeir sem leið hafa átt um Hellisheiði nýlega hafa eflaust orðið varir við nýtt gríðarstórt skilti sem þar hefur verið sett upp með nafni sveitarfélagsins Ölfus. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, kveðst afar stoltur af skiltinu og segist nær eingöngu hafa skynjað jákvæð viðbrögð. Hann áætlar að kostnaður vegna skiltisins nemi á bilinu tíu til tólf milljónum. „Þetta er búið að vera í undirbúningi í svolítinn tíma, við lögðum svolítið í hönnunina á þessu, vildum að þetta hefði þetta útlit sem þarna er. Við veltum ýmsu öðru fyrir okkur, svo sem hleðslugrjóti og fleiru, en með því að nota corten-stál og steypu er þetta svolítil tilvísun í hafnargerðina hjá okkur og fyrir framan þetta kemur svo dolos sem er undirstaðan í hafnarþróuninni í Þorlákshöfn og táknið í byggðarmerkinu okkar,“ útskýrir Elliði í samtali við Vísi. Skiltið var sett upp á dögunum.Vísir/Þórir „Við erum náttúrlega með þessu dálítið bæði að minna á að þetta er sérstakt sveitarfélag fyrir margar sakir og íbúar eru mjög stoltir af sínu sveitarfélagi og stoltir af þessari sérstöku náttúru sem þarna er, innan örfárra metra þegar farið er fram hjá byggðarskiltinu fer fólk til dæmis fram hjá stærsta jarðvarmaveri í heimi og okkur fannst kominn tími til þess að notfæra okkur það, það liggur fjölmennur vegur þarna í gegn og að fólk sé meðvitað að það sé komið út fyrir borgina,“ segir Elliði. Baklýsing bætist við Hann segir nokkuð marga hafa komið að hönnun skiltisins. „Það var fyrst og fremst tæknideildin hjá okkur sem kom að þessu, Kristinn Pálsson arkitekt, hann átti stærstan hlut í hönnuninni en í samstarfi við bæði kjörna fulltrúa og aðra starfsmenn.“ Ölfus-skiltið séð að framan.Vísir/Magnús Hlynur En hvað kostaði þetta allt saman? „Þetta eru á milli tíu og tólf milljónir þegar allt er til talið. Það á eftir að koma baklýsing í stafina og þetta náttúrlega verður aðeins dýrara því okkur finnst skipta máli hvar þetta væri, við vildum ekki hafa þetta fjarri þjóðveginum en þó ekki það nærri að það myndi skapast nein umferðarhætta af þessu. Við vildum líka reyna að fella þetta svolítið inn í þessa brekku sem þarna er. En ég hugsa að þegar uppi er staðið komi þetta til með að kosta um tíu til tólf milljónir,“ svarar Elliði. Séð frá skiltinu við þjóðveginn sem liggur um Hellisheiði, í átt til höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Þórir Þá segir Elliði sveitarfélagið hafa aflað allra þeirra leyfa sem til þurfti til að reisa skiltið. „Bæði þurfti leyfi hjá Vegagerðinni og svo er sveitarfélagið ekkert undanskilið öðrum þegar kemur að framkvæmdum. Það þarf að ganga í gegnum alla leyfisferla og þar með talið þurfum við að fá heimild hjá sjálfum okkur, það er að segja bygginganefnd og þar fram eftir götunum,“ segir Elliði. Segir mikilvægt að bera virðingu fyrir sérstöðunni Hann segir sveitarfélagið hafa fengið nánast eingöngu jákvæð viðbrögð við skiltinu. „Sérstaklega hjá íbúum. Þetta er svipað og þú gerir væntanlega fyrir framan húsið þitt, þú merkir þér húsið bæði með nafni, götunúmeri og nöfnum eigenda á pósthólfum og hurðum. Það er nú ekkert dýpri hugmyndafræði en það á bakvið þetta,“ segir Elliði. „Það skiptir líka máli fyrir sveitarfélög, og þá ekki síst svona nálægt borginni, að vera meðvituð um að standa vörð um sérstöðuna. Það verður til sérstakur bæjarmórall í öllum bæjum og öllum sveitarfélögum, hver á sinn karakter og við eigum að vera stolt af því. Við eigum að vera stolt af sérstöðu hvers og eins og bera virðingu fyrir sérstöðunni, ekkert eitt er öðru betra en jólatréð er fallegra þegar það er skreytt með mislitum kúlum,“ segir Elliði. „Við erum voðalega stolt af þessu.“ Fjöldi fólks kom að hönnun og uppsetningu skiltisins.Vísir/Þórir Ölfus Sveitarstjórnarmál Styttur og útilistaverk Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fleiri fréttir Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Sjá meira
„Þetta er búið að vera í undirbúningi í svolítinn tíma, við lögðum svolítið í hönnunina á þessu, vildum að þetta hefði þetta útlit sem þarna er. Við veltum ýmsu öðru fyrir okkur, svo sem hleðslugrjóti og fleiru, en með því að nota corten-stál og steypu er þetta svolítil tilvísun í hafnargerðina hjá okkur og fyrir framan þetta kemur svo dolos sem er undirstaðan í hafnarþróuninni í Þorlákshöfn og táknið í byggðarmerkinu okkar,“ útskýrir Elliði í samtali við Vísi. Skiltið var sett upp á dögunum.Vísir/Þórir „Við erum náttúrlega með þessu dálítið bæði að minna á að þetta er sérstakt sveitarfélag fyrir margar sakir og íbúar eru mjög stoltir af sínu sveitarfélagi og stoltir af þessari sérstöku náttúru sem þarna er, innan örfárra metra þegar farið er fram hjá byggðarskiltinu fer fólk til dæmis fram hjá stærsta jarðvarmaveri í heimi og okkur fannst kominn tími til þess að notfæra okkur það, það liggur fjölmennur vegur þarna í gegn og að fólk sé meðvitað að það sé komið út fyrir borgina,“ segir Elliði. Baklýsing bætist við Hann segir nokkuð marga hafa komið að hönnun skiltisins. „Það var fyrst og fremst tæknideildin hjá okkur sem kom að þessu, Kristinn Pálsson arkitekt, hann átti stærstan hlut í hönnuninni en í samstarfi við bæði kjörna fulltrúa og aðra starfsmenn.“ Ölfus-skiltið séð að framan.Vísir/Magnús Hlynur En hvað kostaði þetta allt saman? „Þetta eru á milli tíu og tólf milljónir þegar allt er til talið. Það á eftir að koma baklýsing í stafina og þetta náttúrlega verður aðeins dýrara því okkur finnst skipta máli hvar þetta væri, við vildum ekki hafa þetta fjarri þjóðveginum en þó ekki það nærri að það myndi skapast nein umferðarhætta af þessu. Við vildum líka reyna að fella þetta svolítið inn í þessa brekku sem þarna er. En ég hugsa að þegar uppi er staðið komi þetta til með að kosta um tíu til tólf milljónir,“ svarar Elliði. Séð frá skiltinu við þjóðveginn sem liggur um Hellisheiði, í átt til höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Þórir Þá segir Elliði sveitarfélagið hafa aflað allra þeirra leyfa sem til þurfti til að reisa skiltið. „Bæði þurfti leyfi hjá Vegagerðinni og svo er sveitarfélagið ekkert undanskilið öðrum þegar kemur að framkvæmdum. Það þarf að ganga í gegnum alla leyfisferla og þar með talið þurfum við að fá heimild hjá sjálfum okkur, það er að segja bygginganefnd og þar fram eftir götunum,“ segir Elliði. Segir mikilvægt að bera virðingu fyrir sérstöðunni Hann segir sveitarfélagið hafa fengið nánast eingöngu jákvæð viðbrögð við skiltinu. „Sérstaklega hjá íbúum. Þetta er svipað og þú gerir væntanlega fyrir framan húsið þitt, þú merkir þér húsið bæði með nafni, götunúmeri og nöfnum eigenda á pósthólfum og hurðum. Það er nú ekkert dýpri hugmyndafræði en það á bakvið þetta,“ segir Elliði. „Það skiptir líka máli fyrir sveitarfélög, og þá ekki síst svona nálægt borginni, að vera meðvituð um að standa vörð um sérstöðuna. Það verður til sérstakur bæjarmórall í öllum bæjum og öllum sveitarfélögum, hver á sinn karakter og við eigum að vera stolt af því. Við eigum að vera stolt af sérstöðu hvers og eins og bera virðingu fyrir sérstöðunni, ekkert eitt er öðru betra en jólatréð er fallegra þegar það er skreytt með mislitum kúlum,“ segir Elliði. „Við erum voðalega stolt af þessu.“ Fjöldi fólks kom að hönnun og uppsetningu skiltisins.Vísir/Þórir
Ölfus Sveitarstjórnarmál Styttur og útilistaverk Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fleiri fréttir Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Sjá meira