Hér fyrir neðan má sjá það sem HI beauty þótti skara fram úr á rauða dregli Óskarsins í ár. Ingunn og Heiður eru á meðal eiganda Reykjavík Makeup School og halda úti vinsælu hlaðvarpi og Instagram síðu og eru einnig með þættina Snyrtiborðið með HI beauty hér á Vísi.
Viola Davis
Kjóll: Alexander McQueen
„Hanakambur og cut out kjóll frá Alexander Mcqueen. Viola var aðeins meira edgy en við höfum áður séð hana og við vorum að fýla það. Hanakamburinn var ótrúlega flottur á henni.“

Maria Bakalova
Kjóll: Louis Vuitton
„Það fyrsta sem ég tók eftir á eftir kjólnum var þessi undone loose hárgreiðsla. Elska texturið og hvað það er effortless og fallegt. Rauður varalitur í sambland við fallega húð og fluffy brúnir. Mjög fallegt heildarlook.“

Chloe Zhao
Kjóll: Hermès
„Við sjáum hana mjög oft með fléttur í hárinu og fýlum að hún hafi haldið í það. Flétturnar eru líka að koma mjög heitar inn í sumar og það er skemmtilegt að sjá þær samtvinnast strigaskóm til að dressa þennan gordjöss kjól aðeins niður.“

Carey Mulligan
Kjóll: Valentino
„Kjóllinn var móment útaf fyrir sig. Hárið skipt í miðju eins og hjá mörgum á rauða dreglinum í ár, mjög „loose“ tekið aftur.“

Regina King
Kjóll: Louis Vuitton
„Mjög „powerful“ lúkk sem hún er að vinna með. Liturinn á kjólnum er algjör negla. Skartið fullkomlega parað við kjólinn. Dramatísk blá smokey augnförðun sem fer augnumgjörðinni hennar ótrúlega vel. Varaliturinn sem hún bar ætti að vera skírður í höfuðið á henni, hann fór henni svo vel.“

Zendaya
Kjóll: Valentino couture
„Wow wow wow“

„Sítt hár með léttum beachy waves eins og við erum búnar að vera að sjá undanfarið Förðunin ótrúlega náttúruleg. Augabrúnirnar eru stjarnan í förðuninni, fallega mótaðar og náttúrulega greiddar upp.“

H.E.R.
Samfestingur: Dundas
„Uppáhalds outfittið okkar. Geggjaður fjólublár samfestingur með hettu. Tía frá toppi til táar. Sólgleraugun, hárið öðru megin liðað, og baby hárin hennar fallega mótuð við hárlínuna. Fjólublá augnförðun, fullkomin. Negla!“
Hönnuðurinn Peter Dundas segir að innblásturinn hafi komið frá Prince, sem klæddist svipuðu dressi á Óskarsverðlaunin árið 1985. Í vikunni voru fimm ár frá dauða goðsagnarinnar og vildi H.E.R. heiðra hann með þessum hætti.

Margot Robbie
Kjóll: Chanel
„New hair who dis?“

„Margot kom okkur á óvart með að rokka topp á rauða dreglinum. Erum að fá rosalega mikið boho vibe frá henni, laust tagl og fullt af volume. Erum að elska þetta, fer henni allt vel. Alltaf fallega förðuð, látlaust og fallegt“

Tiara Thomas
Dragt: Jovana Louis
„Klikkað outfit. Hvít dragt með fjaðra details. Flott skartið við outfittið.“

Colman Domingo
Jakkaföt: Versace
„Skærbleikt suit, erum að elska þetta. Custom Versace outfit með 4.500 swarovski kristöllum Flottastur af körlunum.“

Lakeith Stanfield
Jakkaföt: Saint Laurent
„70‘s inspired Saint Laurent suit, oldschool töff. Sólgleraugu og ljóst hár flott við lookið.“

Við mælum með því að allir sem hafa áhuga á förðun, hári, snyrtivörum og tíski fylgi HI beauty á Instagram.