Kremlverjar láta loka skrifstofum samtaka Navalní Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2021 14:04 Ljúbov Sobol, stuðningskona Navalní, mætti fyrir dóm í Mosvku í morgun. Hún er ein fjölda stjórnarandstæðinga sem yfirvöld handtóku á mótmælum til stuðnings Navalní í síðustu viku. Stjórnvöld í Kreml leyfa takmarkað andóf og höfðu lýst mótmælin ólögleg fyrir fram. AP/Alexander Zemlianitsjenkó Rússnesk yfirvöld létu loka skrifstofu samtaka Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu á meðan beðið er úrskurðar dómstóls um hvort að samtökin verði skilgreind sem öfgasamtök og bönnuð í dag. Samtök Navalní berjast gegn spillingu í Rússlandi. Saksóknari í Moskvu krafðist þess að lögbann væri lagt á Sjóð til baráttu gegn spillingu, samtök Navalní. Áður hafði hann krafist þess að dómari lýsti samtökin og útibú þeirra víða um landið ólöglegan öfgahóp. Búist er við því að úrskurður liggi fyrir síðar í dag. Verði dómari við kröfunni gætu félagar og stuðningsmenn samtakanna átt yfir höfði sér langa fangelsisdóma auk þess sem blátt bann yrði lagt við starfsemi þeirra, að því er AP-fréttastofan hefur eftir baráttufólki fyrir mannréttindum. Í kröfu saksóknarans er einnig farið fram á að samtökunum verði bannað að dreifa upplýsingum til fjölmiðla, taka þátt í kosningum, nýta sér þjónustu banka og skipuleggja opinbera viðburði, að sögn Ivans Pavlov, lögmanns samtakanna. Samtök Navalní standa meðal annars fyrir verkefni til að hjálpa kjósendum að finna og styðja frambjóðendur í kosningum sem eiga mesta möguleika á að fella frambjóðendur Sameinaðs Rússlands, flokks Vladímírs Pútín forseta. Þau hafa einnig afhjúpað spillingu opinberra embættismanna á þeim áratug sem er liðinn frá því að þau voru stofnuð. Nýlega sökuðu samtökin Pútín forseta um að hafa látið byggja sér íburðarmikla höll við Svartahaf á laun. Navalní sjálfur dúsir nú í fangelsi þar sem hann afplánar tveggja og hálfs árs dóm sem hann hlaut fyrir að brjóta gegn skilmálum reynslulausnar sem hann hlaut í fjársvikamáli frá 2014. Þann dóm taldi Mannréttindadómstóll Evrópu gerræðislegan og óréttlátan. Rússnesk yfirvöld töldu Navalní hafa rofið reynslulausnina með því að gefa sig ekki fram við þau um nokkurra mánaða skeið í fyrra þegar hann lá í dái á sjúkrahúsi í Þýskalandi eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri. Navalní hefur sakað Pútín forseta um að hafa skipað fyrir um tilræðið en því neita stjórnvöld í Kreml. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní hættur í hungurverkfalli að læknaráði Tuttugu og fjögurra daga löngu hungurverkfalli Alexeis Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, er lokið. Navalní tilkynnti þetta í dag skömmu eftir að læknar vöruðu við því að hann gæti látið lífið héldi hann verkfallinu til streitu. 23. apríl 2021 14:36 Fjöldi mótmælenda handtekinn í Rússlandi Rússneska lögreglan hefur handtekið hátt í tvö hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í dag. Mótmælendur kröfðust þess að Navalní fengi viðunandi læknisþjónustu í fangelsi en læknar hans segjast óttast um líf hans. 21. apríl 2021 16:40 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Saksóknari í Moskvu krafðist þess að lögbann væri lagt á Sjóð til baráttu gegn spillingu, samtök Navalní. Áður hafði hann krafist þess að dómari lýsti samtökin og útibú þeirra víða um landið ólöglegan öfgahóp. Búist er við því að úrskurður liggi fyrir síðar í dag. Verði dómari við kröfunni gætu félagar og stuðningsmenn samtakanna átt yfir höfði sér langa fangelsisdóma auk þess sem blátt bann yrði lagt við starfsemi þeirra, að því er AP-fréttastofan hefur eftir baráttufólki fyrir mannréttindum. Í kröfu saksóknarans er einnig farið fram á að samtökunum verði bannað að dreifa upplýsingum til fjölmiðla, taka þátt í kosningum, nýta sér þjónustu banka og skipuleggja opinbera viðburði, að sögn Ivans Pavlov, lögmanns samtakanna. Samtök Navalní standa meðal annars fyrir verkefni til að hjálpa kjósendum að finna og styðja frambjóðendur í kosningum sem eiga mesta möguleika á að fella frambjóðendur Sameinaðs Rússlands, flokks Vladímírs Pútín forseta. Þau hafa einnig afhjúpað spillingu opinberra embættismanna á þeim áratug sem er liðinn frá því að þau voru stofnuð. Nýlega sökuðu samtökin Pútín forseta um að hafa látið byggja sér íburðarmikla höll við Svartahaf á laun. Navalní sjálfur dúsir nú í fangelsi þar sem hann afplánar tveggja og hálfs árs dóm sem hann hlaut fyrir að brjóta gegn skilmálum reynslulausnar sem hann hlaut í fjársvikamáli frá 2014. Þann dóm taldi Mannréttindadómstóll Evrópu gerræðislegan og óréttlátan. Rússnesk yfirvöld töldu Navalní hafa rofið reynslulausnina með því að gefa sig ekki fram við þau um nokkurra mánaða skeið í fyrra þegar hann lá í dái á sjúkrahúsi í Þýskalandi eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri. Navalní hefur sakað Pútín forseta um að hafa skipað fyrir um tilræðið en því neita stjórnvöld í Kreml.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní hættur í hungurverkfalli að læknaráði Tuttugu og fjögurra daga löngu hungurverkfalli Alexeis Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, er lokið. Navalní tilkynnti þetta í dag skömmu eftir að læknar vöruðu við því að hann gæti látið lífið héldi hann verkfallinu til streitu. 23. apríl 2021 14:36 Fjöldi mótmælenda handtekinn í Rússlandi Rússneska lögreglan hefur handtekið hátt í tvö hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í dag. Mótmælendur kröfðust þess að Navalní fengi viðunandi læknisþjónustu í fangelsi en læknar hans segjast óttast um líf hans. 21. apríl 2021 16:40 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Navalní hættur í hungurverkfalli að læknaráði Tuttugu og fjögurra daga löngu hungurverkfalli Alexeis Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, er lokið. Navalní tilkynnti þetta í dag skömmu eftir að læknar vöruðu við því að hann gæti látið lífið héldi hann verkfallinu til streitu. 23. apríl 2021 14:36
Fjöldi mótmælenda handtekinn í Rússlandi Rússneska lögreglan hefur handtekið hátt í tvö hundruð manns sem tóku þátt í mótmælum til stuðnings Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, í dag. Mótmælendur kröfðust þess að Navalní fengi viðunandi læknisþjónustu í fangelsi en læknar hans segjast óttast um líf hans. 21. apríl 2021 16:40