Katrín: Stórfyrirtæki sem misbjóða samfélaginu missa virðinguna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. apríl 2021 18:25 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, var ásamt öðrum ráðherrum innt eftir svörum um Samherjamálið á Alþingi í dag. vísir/Vilhelm Mennta- og menningarmálaráðherra segir Samherja hafa gengið of langt í viðbrögðum sínum við umfjöllun um fyrirtækið. Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens blandaði sér í deilur Samherja við Ríkisútvarpið um helgina og í færslu sem vakti mikla athygli sagði hann sláandi að þingmenn þegi yfir málinu. Segja má að þingheimur hafi svarað kallinu og hefur hver á fætur öðrum fordæmt aðfarir Samherja í dag með greinarskrifum og færslum á Facebook. Fyrirtækið hefur jafnframt verið til umræðu á Alþingi og þá einnig í tengslum við viðtal Stundarinnar við Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóra, sem birtist fyrir helgi. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingar, tók málið upp í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag. „Varnir fyrirtækisins hafa ekki falist í því að hrekja það efnislega sem kom fram í þessum þáttum [Kveik] heldur hinu að sverta heimildarmenn og veitast að fréttamönnum sem efnið unnu með kærumálinu til siðanefndar og dreifingu á áróðursmyndböndum, þar sem sérstaklega hefur verið vegið að Helga Seljan, fréttamanninum sem bar hitann og þungann af þessari þáttagerð,” sagði Guðmundur og innti Lilju eftir hennar skoðun á athæfinu. Lilja sagði Samherja hafa gengið of langt. „Hann gengur of langt í sínum viðbrögðum og mér finnst eins og þau séu að þetta sé gert til að að þreyta laxinn, að vonast til þess að hann gefist upp, en þessi lax sem þeir eru að fást við bregst frekar þannig við að hann er að styrkjast,” sagði Lilja. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segir Samherja hafa gengið of langt.Vísir/Vilhelm Olga Margrét Cilia, þingmaður Pírata spurði Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, jafnframt hvort gripið yrði til aðgerða vegna myndbandsherferðar Samherja. „Það er nokkuð ljóst að Samherja þykir það fullkomlega eðlilegt að nota auðlindarentu þjóðarinnar í rógburðarherferð og mannorðsmorð gagnvart Helga Seljan sem nú stendur yfir,” sagði Olga. „Ætlar hæstvirtur forsætisráðherra að láta það óátalið að verið sé að nota auðlindarentu þjóðarinnar í rógburð og mannorðsmorð gagnvart fjölmiðlamanni sem gerði það sem hans fagstétt á einmitt að gera og benti á spillingu Samherja?” Katrín svaraði vísaði í tjáningarfrelsið. „Það er auðvitað flókið að setja tjáningarfrelsinu skorður en stórfyrirtækin sem mikil ítök hafa í samfélaginu, ef þau misbjóða samfélaginu með málflutningi sínum þá munu þau missa virðingu þess sama samfélags,” sagði Katrín. „Ég held að það sé mjög flókið að setja tjáningarfrelsinu skorður í þeim efnum. Við getum sett skýrar reglur um auðlindanotkunina, stutt betur við fjölmiðla til að sinna sínu hlutverki. En ég held líka að ef menn misbjóða samfélaginu með málflutningi sínum muni það hafa áhrif á þeirra stöðu í samfélaginu.” Alþingi Samherjaskjölin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens blandaði sér í deilur Samherja við Ríkisútvarpið um helgina og í færslu sem vakti mikla athygli sagði hann sláandi að þingmenn þegi yfir málinu. Segja má að þingheimur hafi svarað kallinu og hefur hver á fætur öðrum fordæmt aðfarir Samherja í dag með greinarskrifum og færslum á Facebook. Fyrirtækið hefur jafnframt verið til umræðu á Alþingi og þá einnig í tengslum við viðtal Stundarinnar við Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóra, sem birtist fyrir helgi. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingar, tók málið upp í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag. „Varnir fyrirtækisins hafa ekki falist í því að hrekja það efnislega sem kom fram í þessum þáttum [Kveik] heldur hinu að sverta heimildarmenn og veitast að fréttamönnum sem efnið unnu með kærumálinu til siðanefndar og dreifingu á áróðursmyndböndum, þar sem sérstaklega hefur verið vegið að Helga Seljan, fréttamanninum sem bar hitann og þungann af þessari þáttagerð,” sagði Guðmundur og innti Lilju eftir hennar skoðun á athæfinu. Lilja sagði Samherja hafa gengið of langt. „Hann gengur of langt í sínum viðbrögðum og mér finnst eins og þau séu að þetta sé gert til að að þreyta laxinn, að vonast til þess að hann gefist upp, en þessi lax sem þeir eru að fást við bregst frekar þannig við að hann er að styrkjast,” sagði Lilja. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segir Samherja hafa gengið of langt.Vísir/Vilhelm Olga Margrét Cilia, þingmaður Pírata spurði Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, jafnframt hvort gripið yrði til aðgerða vegna myndbandsherferðar Samherja. „Það er nokkuð ljóst að Samherja þykir það fullkomlega eðlilegt að nota auðlindarentu þjóðarinnar í rógburðarherferð og mannorðsmorð gagnvart Helga Seljan sem nú stendur yfir,” sagði Olga. „Ætlar hæstvirtur forsætisráðherra að láta það óátalið að verið sé að nota auðlindarentu þjóðarinnar í rógburð og mannorðsmorð gagnvart fjölmiðlamanni sem gerði það sem hans fagstétt á einmitt að gera og benti á spillingu Samherja?” Katrín svaraði vísaði í tjáningarfrelsið. „Það er auðvitað flókið að setja tjáningarfrelsinu skorður en stórfyrirtækin sem mikil ítök hafa í samfélaginu, ef þau misbjóða samfélaginu með málflutningi sínum þá munu þau missa virðingu þess sama samfélags,” sagði Katrín. „Ég held að það sé mjög flókið að setja tjáningarfrelsinu skorður í þeim efnum. Við getum sett skýrar reglur um auðlindanotkunina, stutt betur við fjölmiðla til að sinna sínu hlutverki. En ég held líka að ef menn misbjóða samfélaginu með málflutningi sínum muni það hafa áhrif á þeirra stöðu í samfélaginu.”
Alþingi Samherjaskjölin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira