Gary Neville: Guardiola gæti vel verið sá besti í sögunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2021 14:30 Pep Guardiola hefur unnið níu titla með Manchester City frá því að hann kom til félagsins árið 2016. EPA-EFE/ANDY RAIN Knattspyrnusérfræðingurinn og Manchester United goðsögnin Gary Neville talar afar vel um Pep Guardiola og Manchester City í nýjasta hlaðvarpsþætti sínum. Manchester City vann enn einn titilinn undir stjórn Pep Guardiola um helgina þegar City vann enska deildabikarinn fjórða árið í röð eftir 1-0 sigur á Tottenham í úrslitaleik. „Pep Guardiola er með magnaðan árangur í bikarkeppnum. Lið hans hafa unnið fjórtán af fimmtán úrslitaleikjum sem er algjörlega út úr þessum heimi. Þeir eru að ná þessu með því að spila magnaðan fótbolta,“ sagði Gary Neville sem nú starfar hjá Sky Sports en reyndi á sínum tíma fyrir sér sem knattspyrnustjóri Valencia. Is Pep Guardiola the greatest manager of all time? Gary Neville has had his say pic.twitter.com/HL8dIuTXxA— Soccer AM (@SoccerAM) April 26, 2021 Gary Neville spilaði allan sinn feril undir stjórn Sir Alex Ferguson sem margir telja vera besta knattspyrnustjóra allra tíma. Orð Neville um Pep Guardiola í þættinum vöktu því nokkra athygli. „Ég held að Manchester City gæti verið með besta knattspyrnustjóra allra tíma þegar við munum horfa aftur eftir tíu, fimmtán eða tuttugu ár. Hvernig hann hefur farið til annarra landa og búið til yfirburðarlið en um leið haft mikil áhrif á aðra. Ég held að við höfum aldrei séð svona áður,“ sagði Neville. Manchester City mætir Paris Saint Germain í fyrri undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar en það er einmitt eini titilinn sem Guardiola á eftir að vinna sem knattspyrnustjóri Manchester City. „Sá stóri er Meistaradeildarbikarinn og þetta verða tvær stórar vikur með þessum leikjum á móti PSG. Ef þeir ná að vinna það einvígi þá eiga þeir frábæra möguleika á því að vinna loksins Meistaradeildina,“ sagði Neville. "We'll look back in 20 years' time... just the way he infiltrated countries, dominated football but also influenced others... I don't think I've ever seen it." Gary Neville believes Guardiola could be the greatest manager of all time. https://t.co/Epe9Xkj4F2— SPORTbible (@sportbible) April 26, 2021 Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Sjá meira
Manchester City vann enn einn titilinn undir stjórn Pep Guardiola um helgina þegar City vann enska deildabikarinn fjórða árið í röð eftir 1-0 sigur á Tottenham í úrslitaleik. „Pep Guardiola er með magnaðan árangur í bikarkeppnum. Lið hans hafa unnið fjórtán af fimmtán úrslitaleikjum sem er algjörlega út úr þessum heimi. Þeir eru að ná þessu með því að spila magnaðan fótbolta,“ sagði Gary Neville sem nú starfar hjá Sky Sports en reyndi á sínum tíma fyrir sér sem knattspyrnustjóri Valencia. Is Pep Guardiola the greatest manager of all time? Gary Neville has had his say pic.twitter.com/HL8dIuTXxA— Soccer AM (@SoccerAM) April 26, 2021 Gary Neville spilaði allan sinn feril undir stjórn Sir Alex Ferguson sem margir telja vera besta knattspyrnustjóra allra tíma. Orð Neville um Pep Guardiola í þættinum vöktu því nokkra athygli. „Ég held að Manchester City gæti verið með besta knattspyrnustjóra allra tíma þegar við munum horfa aftur eftir tíu, fimmtán eða tuttugu ár. Hvernig hann hefur farið til annarra landa og búið til yfirburðarlið en um leið haft mikil áhrif á aðra. Ég held að við höfum aldrei séð svona áður,“ sagði Neville. Manchester City mætir Paris Saint Germain í fyrri undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar en það er einmitt eini titilinn sem Guardiola á eftir að vinna sem knattspyrnustjóri Manchester City. „Sá stóri er Meistaradeildarbikarinn og þetta verða tvær stórar vikur með þessum leikjum á móti PSG. Ef þeir ná að vinna það einvígi þá eiga þeir frábæra möguleika á því að vinna loksins Meistaradeildina,“ sagði Neville. "We'll look back in 20 years' time... just the way he infiltrated countries, dominated football but also influenced others... I don't think I've ever seen it." Gary Neville believes Guardiola could be the greatest manager of all time. https://t.co/Epe9Xkj4F2— SPORTbible (@sportbible) April 26, 2021
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Sjá meira