Bein útsending: Kynningarfundur um aðgerðir gegn stafrænu ofbeldi gegn börnum og ungmennum Atli Ísleifsson skrifar 28. apríl 2021 14:31 Fundurinn hefst klukkan 15. Lögreglan Ríkislögreglustjóri mun kynna nýjar aðgerðir gegn stafrænu kynferðisofbeldi gegn börnum á fundi sem hefst klukkan 15. Fundinum verður streymt og verður hægt að fylgjast með í spilaranum að neðan. Það voru Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, sem fólu embætti Ríkislögreglustjóra að móta aðgerðirnar. Í tilkynningu segir að Evrópuráðið áætli að fimmtungur evrópskra barna verði fyrir einhvers konar kynferðislegu ofbeldi. „Á Íslandi berast um 450-500 tilkynningar árlega til barnaverndarnefnda vegna kynferðislegs ofbeldis gegn börnum (sama barnið getur verið tilkynnt oftar en einu sinni) og fara um 90-100 börn á ári í skýrslutöku vegna kynferðisbrota í Barnahúsi. Fjallað var ítarlega um stafrænt ofbeldi gegn börnum í Kompás á síðasta ári. Tæknibyltingin hefur haft mikil áhrif á þróun kynferðisbrota á börnum. Börn, líkt og fullorðnir, eyða æ meiri tíma á netinu og færst hefur í aukana að börn taki myndir af kynferðislegum toga með snjallsímum og dreifi þeim áfram án þess að gera sér grein fyrir afleiðingum þess. Samhliða þessu hefur orðið til heimsmarkaður fyrir efni sem sýnir kynferðisbrot á börnum, þar sem eftirspurnin virðist aukast stöðugt. Covid-19 heimsfaraldurinn hefur aukið enn frekar á þessa þróun þar sem netnotkun hefur margfaldast. Samhliða því hefur eftirspurn eftir barnaníðsefni aukist. Íslensk stjórnvöld hafa lagt áherslu á að halda leik- og grunnskólum opnum til að vernda börn í heimsfaraldrinum og hefur verið gripið til ýmissa annarra aðgerða í sama tilgangi. Að mati aðgerðateymis gegn ofbeldi er þó brýnt að bregðast sérstaklega við aukinni hættu á kynferðislegu ofbeldi gegn börnum á netinu, svokölluðu stafrænu ofbeldi gegn börnum. Tvö lagafrumvörp liggja fyrir Alþingi sem munu skipta miklu máli í baráttunni gegn misnotkun barna á netinu. Annars vegar frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á barnaníðsákvæði hegningarlaga og hins vegar frumvarp félags- og barnamálaráðherra um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.“ Dagskrá fundarins: 15.00-15.05 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri býður gesti velkomna og fer yfir dagskrá. 15.05-15.10 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. 15.10-15.15 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. 15.15-15.30 Stafrænt ofbeldi í Barnahúsi. Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss hjá Barnaverndarstofu. 15.30-15.40 Samvinna yfir landamæri forsenda árangurs gegn stafrænu ofbeldi. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra. 15.40-15.55 Aðgerðir gegn stafrænu ofbeldi á Íslandi.María Rún Bjarnadóttir, verkefnisstjóri gegn stafrænu ofbeldi hjá skrifstofu Ríkislögreglustjóra. 15.55-16.00 Samantekt og lokaorð. Sigríður Björk Guðjónsdóttir. Fréttin hefur verið uppfærð. Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Lögreglan Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Það voru Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, sem fólu embætti Ríkislögreglustjóra að móta aðgerðirnar. Í tilkynningu segir að Evrópuráðið áætli að fimmtungur evrópskra barna verði fyrir einhvers konar kynferðislegu ofbeldi. „Á Íslandi berast um 450-500 tilkynningar árlega til barnaverndarnefnda vegna kynferðislegs ofbeldis gegn börnum (sama barnið getur verið tilkynnt oftar en einu sinni) og fara um 90-100 börn á ári í skýrslutöku vegna kynferðisbrota í Barnahúsi. Fjallað var ítarlega um stafrænt ofbeldi gegn börnum í Kompás á síðasta ári. Tæknibyltingin hefur haft mikil áhrif á þróun kynferðisbrota á börnum. Börn, líkt og fullorðnir, eyða æ meiri tíma á netinu og færst hefur í aukana að börn taki myndir af kynferðislegum toga með snjallsímum og dreifi þeim áfram án þess að gera sér grein fyrir afleiðingum þess. Samhliða þessu hefur orðið til heimsmarkaður fyrir efni sem sýnir kynferðisbrot á börnum, þar sem eftirspurnin virðist aukast stöðugt. Covid-19 heimsfaraldurinn hefur aukið enn frekar á þessa þróun þar sem netnotkun hefur margfaldast. Samhliða því hefur eftirspurn eftir barnaníðsefni aukist. Íslensk stjórnvöld hafa lagt áherslu á að halda leik- og grunnskólum opnum til að vernda börn í heimsfaraldrinum og hefur verið gripið til ýmissa annarra aðgerða í sama tilgangi. Að mati aðgerðateymis gegn ofbeldi er þó brýnt að bregðast sérstaklega við aukinni hættu á kynferðislegu ofbeldi gegn börnum á netinu, svokölluðu stafrænu ofbeldi gegn börnum. Tvö lagafrumvörp liggja fyrir Alþingi sem munu skipta miklu máli í baráttunni gegn misnotkun barna á netinu. Annars vegar frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á barnaníðsákvæði hegningarlaga og hins vegar frumvarp félags- og barnamálaráðherra um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.“ Dagskrá fundarins: 15.00-15.05 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri býður gesti velkomna og fer yfir dagskrá. 15.05-15.10 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. 15.10-15.15 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. 15.15-15.30 Stafrænt ofbeldi í Barnahúsi. Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss hjá Barnaverndarstofu. 15.30-15.40 Samvinna yfir landamæri forsenda árangurs gegn stafrænu ofbeldi. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra. 15.40-15.55 Aðgerðir gegn stafrænu ofbeldi á Íslandi.María Rún Bjarnadóttir, verkefnisstjóri gegn stafrænu ofbeldi hjá skrifstofu Ríkislögreglustjóra. 15.55-16.00 Samantekt og lokaorð. Sigríður Björk Guðjónsdóttir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Lögreglan Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira