Tottenham rak Mourinho viku fyrir úrslitaleik deildarbikarsins. Hinn 29 ára gamli Ryan Mason tók við og mun stýra félaginu út tímabilið. Hann stýrði liðinu til sigurs gegn Southampton í fyrsta leik sínum sem aðalþjálfari.
Í úrslitaleik deildarbikarsins tapaði liðið 1-0 gegn Manchester City í leik þar sem Tottenham átti aldrei möguleika.
Samkvæmt heimildum Sky Sports er Rodgers maðurinn sem Daniel Levy og aðrir stjórnarmenn Tottenham vilja fá í brúnna. Sá hefur hins vegar engan áhuga á að fara sig um set enda að gera frábæra hluti með Leicester City.
Brendan Rodgers has no interest in talking to Tottenham about their managerial vacancy.
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 27, 2021
Önnur nöfn sem hafa verið nefnd til sögunnar eru Julian Nagelsmann – sem hefur nú þegar samþykkt tilboð Bayern München – og svo Gareth Southgate, landsliðseinvaldur Englands.
Tottenham Hotspur er í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 53 stig, fimm stigum frá Meistaradeildarsæti. Lærisveinar Rodgers í Leicester eru hins vegar í 3. sæti með 62 stig og stefna hraðbyr á Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.