Konur eiga betra skilið Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar 28. apríl 2021 12:31 Það er ljóst að það hefur því miður ríkt ófremdarástand í einu af mikilvægustu heilbrigðismálum þessa kjörtímabils sem snúast um heilbrigði kvenna; breytingar á skimun á legháls – og brjóstakrabbameini. Ástæðan fyrir ákvörðuninni um að breyta ferlinu hefur því miður ekki verið skýrð nægilega vel fyrir konum. Og þó að yfirlýst markmið með breyttu fyrirkomulagi sé að færa skimunarfyrirkomulagið nær því sem mælt er með í alþjóðlegum skimunarleiðbeiningum og í samræmi við framtíðarsýn og markmið heilbrigðisstefnu til ársins 2030 sem Alþingi samþykkti 2019, þá hefur framkvæmdin því miður verið klúðursleg, óljós og umfram allt illa kynnt fyrir konum. Það hefur valdið konum og aðstandendum þeirra óöryggi og vantrausti þeirra á kerfið sem á að þjóna konum og þeirra heilbrigði. Nú er svo komið að fimm stofnanir innan heilbrigðiskerfisins bera ábyrgð á breyttu skipulagi og framkvæmd skimana hjá konum fyrir krabbameini. Þetta klúður hefur reynst afdrifaríkt og nú er svo komið að aðgerðahópur rúmlega 14 þúsund kvenna og aðstandenda þeirra, sem hóf undirskriftasöfnun fyrir rúmum tveimur mánuðum, sendi frá sér fréttatilkynningu í gær um að konur, sem fóru í skimun í nóvember á síðasta ári, séu ekki enn búnar að fá niðurstöður í sínum rannsóknum á þessu ári. Aðrar konur hafa nú jafnvel fengið þá niðurstöðu að þurfa í frekari rannsóknir eftir nærri 6 mánaða ferli i óvissu og ótta og allt að 4 vikna bið að komast í þær rannsóknir. Slík framkvæmd getur ekki verið boðleg, hvorki konum og aðstandendum þeirra, né læknum þeirra nú í sumarbyrjun 2021. Það er greinilegt að ferli greininga og miðlun niðurstaða úr skimun fyrir leghálskrabbameini er í einhverjum ólestri og skipuleg upplýsingagjöf til kvenna um þeirra stöðu er ónóg þegar margir mánuðir hafa liðið án þess að leghálsskimanir og ferlarnir við þær hafa verið skýrðir almennilega út fyrir konum, hvað þá fyrir fagaðilum. Eykur á ótta kvenna og vantrú á heilbrigðiskerfi Ákvörðun að tillögu Skimunarráðs um að samhæfa skimunarferli hér á landi í átt að alþjóðlegum stöðlum og vinnubrögðum er góðra gjalda verð, en ef einhver þáttur vinnulagsins sem við höfum nú þegar er að virka, af hverju að rekja það upp ? Ef tilgangurinn var sá að færa skipulagið nær alþjóðlegum stöðlum, hvers vegna var ekki búið að samræma og skipuleggja ferlana til að skimunin og miðlun niðurstaðanna úr þeim gengi hratt og skipulega fyrir sig þegar fyrstu sýnin voru send til Danmerkur ? Og hvers vegna var ákveðið að semja við rannsóknarstofu í Danmörku um greiningu leghálssýna sem tekin eru hér á landi þegar hægt var að framkvæma þær rannsóknir hér á landi sem samkvæmt sérfræðingum hefði þýtt hraðara og markvissara ferli ? Ef um var að ræða að kostnaður við rannsóknirnar sé lægri í Danmörku en á Íslandi, líkt og heilbrigðisráðuneytið hefur haldið fram, þá hafa engin skýr gögn um það verið lögð fram um þann lægri kostnað. Konur eiga ekki að þurfa að bíða í marga mánuði eftir að fá niðurstöður í sínar persónlegu legháls-eða brjóstaskimanir. Það býr til óvissu, hræðslu og vantraust kvenna á heilbrigðiskerfið sem á að vera sterkt og öflugt fyrir þær. Núverandi staða í þessu risastóra kvennaheilbrigðismáli er óviðundandi og tryggir hvorki öryggi né gæði sem konur og aðstandendur þeirra eiga skilið. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2021 Alþingi Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Það er ljóst að það hefur því miður ríkt ófremdarástand í einu af mikilvægustu heilbrigðismálum þessa kjörtímabils sem snúast um heilbrigði kvenna; breytingar á skimun á legháls – og brjóstakrabbameini. Ástæðan fyrir ákvörðuninni um að breyta ferlinu hefur því miður ekki verið skýrð nægilega vel fyrir konum. Og þó að yfirlýst markmið með breyttu fyrirkomulagi sé að færa skimunarfyrirkomulagið nær því sem mælt er með í alþjóðlegum skimunarleiðbeiningum og í samræmi við framtíðarsýn og markmið heilbrigðisstefnu til ársins 2030 sem Alþingi samþykkti 2019, þá hefur framkvæmdin því miður verið klúðursleg, óljós og umfram allt illa kynnt fyrir konum. Það hefur valdið konum og aðstandendum þeirra óöryggi og vantrausti þeirra á kerfið sem á að þjóna konum og þeirra heilbrigði. Nú er svo komið að fimm stofnanir innan heilbrigðiskerfisins bera ábyrgð á breyttu skipulagi og framkvæmd skimana hjá konum fyrir krabbameini. Þetta klúður hefur reynst afdrifaríkt og nú er svo komið að aðgerðahópur rúmlega 14 þúsund kvenna og aðstandenda þeirra, sem hóf undirskriftasöfnun fyrir rúmum tveimur mánuðum, sendi frá sér fréttatilkynningu í gær um að konur, sem fóru í skimun í nóvember á síðasta ári, séu ekki enn búnar að fá niðurstöður í sínum rannsóknum á þessu ári. Aðrar konur hafa nú jafnvel fengið þá niðurstöðu að þurfa í frekari rannsóknir eftir nærri 6 mánaða ferli i óvissu og ótta og allt að 4 vikna bið að komast í þær rannsóknir. Slík framkvæmd getur ekki verið boðleg, hvorki konum og aðstandendum þeirra, né læknum þeirra nú í sumarbyrjun 2021. Það er greinilegt að ferli greininga og miðlun niðurstaða úr skimun fyrir leghálskrabbameini er í einhverjum ólestri og skipuleg upplýsingagjöf til kvenna um þeirra stöðu er ónóg þegar margir mánuðir hafa liðið án þess að leghálsskimanir og ferlarnir við þær hafa verið skýrðir almennilega út fyrir konum, hvað þá fyrir fagaðilum. Eykur á ótta kvenna og vantrú á heilbrigðiskerfi Ákvörðun að tillögu Skimunarráðs um að samhæfa skimunarferli hér á landi í átt að alþjóðlegum stöðlum og vinnubrögðum er góðra gjalda verð, en ef einhver þáttur vinnulagsins sem við höfum nú þegar er að virka, af hverju að rekja það upp ? Ef tilgangurinn var sá að færa skipulagið nær alþjóðlegum stöðlum, hvers vegna var ekki búið að samræma og skipuleggja ferlana til að skimunin og miðlun niðurstaðanna úr þeim gengi hratt og skipulega fyrir sig þegar fyrstu sýnin voru send til Danmerkur ? Og hvers vegna var ákveðið að semja við rannsóknarstofu í Danmörku um greiningu leghálssýna sem tekin eru hér á landi þegar hægt var að framkvæma þær rannsóknir hér á landi sem samkvæmt sérfræðingum hefði þýtt hraðara og markvissara ferli ? Ef um var að ræða að kostnaður við rannsóknirnar sé lægri í Danmörku en á Íslandi, líkt og heilbrigðisráðuneytið hefur haldið fram, þá hafa engin skýr gögn um það verið lögð fram um þann lægri kostnað. Konur eiga ekki að þurfa að bíða í marga mánuði eftir að fá niðurstöður í sínar persónlegu legháls-eða brjóstaskimanir. Það býr til óvissu, hræðslu og vantraust kvenna á heilbrigðiskerfið sem á að vera sterkt og öflugt fyrir þær. Núverandi staða í þessu risastóra kvennaheilbrigðismáli er óviðundandi og tryggir hvorki öryggi né gæði sem konur og aðstandendur þeirra eiga skilið. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun