Óttast stórslys vegna mikils ágangs á reiðstígum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. apríl 2021 20:01 Hulda Geirsdóttir biður fólk um að virða merkingar á reiðvegum. Vísir/Arnar Hestamenn hafa áhyggjur af auknum ágangi á reiðvegum í höfuðborginni, sem geti leitt til stórslysa. Dæmi eru um að hjólreiða- og motorcrossfólk nýti sér stígana sem hefur leitt til þess að knapar veigri sér við að fara í útreiðartúra. Hulda G. Geirsdóttir vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni í gær, eftir að hafa mætt fjölmörgum; gangandi, hlaupandi og hjólandi, á sérmerktum reiðstígum í útreiðartúr sínum í gær. Hún bendir á að vegirnir séu kyrfilega merktir og byggðir upp fyrir fé hestamannafélaganna. „Og svo sáum við til hóps fólks sem stóð þarna á reiðveginum með hestana sína og þar voru motorcross-hjól búin að spæna þar um og það endaði með því að fólk varð hreinlega að henda sér af baki til þess að koma í veg fyrir stórslys. Þeir stoppuðu ekki, sinntu engum merkjum og valda stórhættu með þessu framferði,“ segir Hulda í samtali við fréttastofu. Hjörtur Bergstað tekur undir áhyggjur Huldu og segir áganginn allt of mikinn, sem skapi umtalsverða slysahættu.Vísir/Arnar Lítið megi út af bregða Hulda tekur fram að hestar séu í eðli sínu flóttadýr og að lítið megi út af bregða til þess að hesturinn rjúki af stað. „Það er ekkert grín að detta af hesti sem tekur á rás,“ segir Hulda, sem er félagi í Spretti í Kópavogi. Sama virðist vera upp á teningnum í Fáki í Víðidal, að sögn Hjartar Bergstað, formanns Fáks. „Fólk er farið að velja sér svolítið tímann til þess að fara út. Seinni partinn, eftir klukkan 16 á daginn, þegar fólk er búið í vinnu og svoleiðis þá flykkist fólk út að hreyfa sig og maður heyrir mikið á fólki að það er mikið hrætt,“ segir Hjörtur. Allir þurfi að sýna tillit Þau segja áganginn hafa verið vandamál lengi en hafa aukist í heimsfaraldrinum þegar líkamsræktarstöðvum var lokað. Bæði kalla þau eftir tillitssemi beggja vegna en einnig aukinni vitund. „Ég held það þurfi fyrst og fremst fræðslu, hvernig hestamenn eiga að umgangast hjólreiðafólk og hlaupafólk, og akkúrat öfugt,“ segir Hjörtur. Hulda segir að taka þurfi samtal svo hægt sé að bæta öryggi og samskipti meðal fólks. „Hestamenn eiga ekki að vera á göngustígum sem þeir mega ekki vera á. Og þeir sem villast inn á reiðstígana þurfa bara að hægja á sér og stöðva og helst víkja út í kant,“ segir hún. „Það er engin hætta á því að reiðhjólið þitt eða buggy-bíllinn þinn bregðist eitthvað illa við. Hestinum getur brugðið en farartækin gera ekki neitt. Hestar Hjólreiðar Reykjavík Kópavogur Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fleiri fréttir Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Sjá meira
Hulda G. Geirsdóttir vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni í gær, eftir að hafa mætt fjölmörgum; gangandi, hlaupandi og hjólandi, á sérmerktum reiðstígum í útreiðartúr sínum í gær. Hún bendir á að vegirnir séu kyrfilega merktir og byggðir upp fyrir fé hestamannafélaganna. „Og svo sáum við til hóps fólks sem stóð þarna á reiðveginum með hestana sína og þar voru motorcross-hjól búin að spæna þar um og það endaði með því að fólk varð hreinlega að henda sér af baki til þess að koma í veg fyrir stórslys. Þeir stoppuðu ekki, sinntu engum merkjum og valda stórhættu með þessu framferði,“ segir Hulda í samtali við fréttastofu. Hjörtur Bergstað tekur undir áhyggjur Huldu og segir áganginn allt of mikinn, sem skapi umtalsverða slysahættu.Vísir/Arnar Lítið megi út af bregða Hulda tekur fram að hestar séu í eðli sínu flóttadýr og að lítið megi út af bregða til þess að hesturinn rjúki af stað. „Það er ekkert grín að detta af hesti sem tekur á rás,“ segir Hulda, sem er félagi í Spretti í Kópavogi. Sama virðist vera upp á teningnum í Fáki í Víðidal, að sögn Hjartar Bergstað, formanns Fáks. „Fólk er farið að velja sér svolítið tímann til þess að fara út. Seinni partinn, eftir klukkan 16 á daginn, þegar fólk er búið í vinnu og svoleiðis þá flykkist fólk út að hreyfa sig og maður heyrir mikið á fólki að það er mikið hrætt,“ segir Hjörtur. Allir þurfi að sýna tillit Þau segja áganginn hafa verið vandamál lengi en hafa aukist í heimsfaraldrinum þegar líkamsræktarstöðvum var lokað. Bæði kalla þau eftir tillitssemi beggja vegna en einnig aukinni vitund. „Ég held það þurfi fyrst og fremst fræðslu, hvernig hestamenn eiga að umgangast hjólreiðafólk og hlaupafólk, og akkúrat öfugt,“ segir Hjörtur. Hulda segir að taka þurfi samtal svo hægt sé að bæta öryggi og samskipti meðal fólks. „Hestamenn eiga ekki að vera á göngustígum sem þeir mega ekki vera á. Og þeir sem villast inn á reiðstígana þurfa bara að hægja á sér og stöðva og helst víkja út í kant,“ segir hún. „Það er engin hætta á því að reiðhjólið þitt eða buggy-bíllinn þinn bregðist eitthvað illa við. Hestinum getur brugðið en farartækin gera ekki neitt.
Hestar Hjólreiðar Reykjavík Kópavogur Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fleiri fréttir Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Sjá meira