Fótbolti

Birkir kom Brescia á bragðið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Birkir Bjarnason skoraði fyrsta mark Brescia í dag.
Birkir Bjarnason skoraði fyrsta mark Brescia í dag. Danilo Di Giovanni/Getty Images

Brescia vann 3-1 sigur á SPAL í Serie B, ítölsku B-deildinni í knattspyrnu í dag. Mikilvægur sigur sem heldur vonum Brescia um umspilssæti á lífi.

Birkir var allt í öllu í fyrri hálfleik. Á 19. mínútu nældi hann í gult spjald og átta mínútum síðar skoraði hann fyrsta mark leiksins. Staðan 1-0 í hálfleik.

Heimamenn komust í 2-0 áður en gestirnir minnkuðu muninn en undir lok leiks tryggði varamaðurinn Filip Jagiello sigur Brescia með þriðja marki liðsins. Lokatölur því 3-1 og mikilvæg þrjú stig í hús.

Brescia er sem stendur í 10. sæti deildarinnar með 47 stig, tveimur stigum á eftir Chievo sem er í 8. sæti deildarinnar. Það gefur þátttökurétt í umspili um sæti í Serie A á næstu leiktíð.

Hólmbert Aron Friðjónsson var ekki í leikmannahópi Brescia í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×