Afar sérstakur hundur í Reykjanesbæ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. maí 2021 20:05 María Ísrún og óskar Ingi með Myrru sína, sem þau segja æðislegan hund en hún er svokallaður Lunda-hundur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tíkin Myrra í Reykjanesbæ er afar sérstakur hundur því hún er svokallaður Lunda hundur til að veiða lunda í holum þeirra. Myrra er með auka klær á hverjum fæti og getur getur snúið framfótleggjum í 90 gráður. Aðeins eru til fimm Lunda hundar á Íslandi. Myrra og eigendur hennar búa á Melteignum í Keflavík í Reykjanesbæ. Myrra er ekki nema átta mánaða og segja eigendur hennar að hún sé óþekkt hvolpaskott og ekki sú hlýðnasta í augnablikinu en samt sé hún mjög ljúf og alltaf til í klapp og klór. „Þetta er Norskur Lunda – hundur. Þetta er afar sjaldgæf tegund en 1963 voru bara til sex svona hundar í Noregi en núna eru þeir taldir verða 1500 til 2000, mest í Noregi en það eru bara fimm hér á Íslandi. Það er hún Myrra hérna, svo eru það mamma hennar og pabbi og svo á hún tvö systkini,“ segir María Ísrún Hauksdóttir, eigandi Myrru. Og hún bætir við. „Myrra er með auka klær á hverri löpp. Lunda hundar eru með sex, hún er að vísu með sjö. Það er til þess að geta krafsað sig upp í hellana og náð í lundana og eggin svo hún haldi sér betur. Svo er hún með auka liðamót, það er líka svo hún geti klifrað. Hún getur sveigt fæturna svona og svo getur hún sveigt hausinn alla leið hingað, hún er ekkert voðalega hrifin af því að láta gera það. Svo getur hún lokað eyrunum svo vatn leki ekki inn í þau þegar hún er inn í hellum og annað.“ Hugmyndin er að flytja inn rakka frá Noregi og para við Myrru þannig að það komi hvolpar í þeim tilgangi að halda stofninum við hér á landi. „Þetta er æðislegur hundur, alveg frábær, algjörlega drauma hundurinn, ekki of stór og ekki of lítil,“ segir Óskar Ingi Víglundsson, sem er líka eigandi Myrru með Maríu. Samskonar hundur og Myrra, Lunda-hundur en aðeins eru til fimm svona hundar á Íslandi.Aðsend Reykjanesbær Dýr Gæludýr Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Sjá meira
Myrra og eigendur hennar búa á Melteignum í Keflavík í Reykjanesbæ. Myrra er ekki nema átta mánaða og segja eigendur hennar að hún sé óþekkt hvolpaskott og ekki sú hlýðnasta í augnablikinu en samt sé hún mjög ljúf og alltaf til í klapp og klór. „Þetta er Norskur Lunda – hundur. Þetta er afar sjaldgæf tegund en 1963 voru bara til sex svona hundar í Noregi en núna eru þeir taldir verða 1500 til 2000, mest í Noregi en það eru bara fimm hér á Íslandi. Það er hún Myrra hérna, svo eru það mamma hennar og pabbi og svo á hún tvö systkini,“ segir María Ísrún Hauksdóttir, eigandi Myrru. Og hún bætir við. „Myrra er með auka klær á hverri löpp. Lunda hundar eru með sex, hún er að vísu með sjö. Það er til þess að geta krafsað sig upp í hellana og náð í lundana og eggin svo hún haldi sér betur. Svo er hún með auka liðamót, það er líka svo hún geti klifrað. Hún getur sveigt fæturna svona og svo getur hún sveigt hausinn alla leið hingað, hún er ekkert voðalega hrifin af því að láta gera það. Svo getur hún lokað eyrunum svo vatn leki ekki inn í þau þegar hún er inn í hellum og annað.“ Hugmyndin er að flytja inn rakka frá Noregi og para við Myrru þannig að það komi hvolpar í þeim tilgangi að halda stofninum við hér á landi. „Þetta er æðislegur hundur, alveg frábær, algjörlega drauma hundurinn, ekki of stór og ekki of lítil,“ segir Óskar Ingi Víglundsson, sem er líka eigandi Myrru með Maríu. Samskonar hundur og Myrra, Lunda-hundur en aðeins eru til fimm svona hundar á Íslandi.Aðsend
Reykjanesbær Dýr Gæludýr Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Sjá meira