Þá var lögreglan í Breiðholti og Kópavogi einnig kölluð til í gær vegna umverðaróhapps sem varð þegar ökumaður blindaðist af sólinni og ók á umferðarskilti. Fjarlægja þurfti bifreiðina með kranabíl.
Þá var brotist inn í Vínbúðina við Dalveg og áfengi stolið.
Í miðbænum var lögregla kölluð til vegna konu sem var til vandræða á Austurvelli. Reyndist hún í annarlegu ástandi en hét því að hætta að angra gesti og gangandi.
Þá var slasaðist ölvaður maður í miðbænum þegar hann ók rafskútu á ljósastaur. Var hann fluttur á bráðamóttöku með sjúkrabíl.
Lögregla hafði einnig afskipti af manni í sama hverfi vegna þjófnaðar úr verslun og annar var handtekinn vegna líkamsárásar og vörslu fíkniefna. Var sá vistaður í fangageymslum.