Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Samúel Karl Ólason skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Íslenskt par er grunað um að hafa grætt rúmlega 84 milljónir króna á sölu og dreifingu lyfseðilsskyldra lyfja. Talið er að parið, ásamt tveimur öðrum, hafi kerfisbundið stundað hér glæpi í tæpan áratug. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og einnig um nýjan Kompásþátt þar sem fjallað er um skipulagða glæpahópa á Íslandi.

Í fréttatímanum fjöllum við einnig um bólusetningar í vikunni. Við segjum frá stöðunni erlendis í baráttunni við veiruna, nú hafa dönsk stjórnvöld ákveðið að hætta notkun á bóluefni Janssen og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mælti í dag með því að aðildarríki léttu á takmörkunum á ónauðsynleg ferðalög.

Strandveiðar hófust í dag og við fylgjumst að sjálfsögðu með því og fjöllum um listaverk sem var fjarlægt af vegg Hafnarborgar í Hafnarfirði í gær. Listamennirnir segja bæjarstjórann beita ritskoðun.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar kl. 18:30. 

Kvöldfréttirnar eru nú í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×