Bjarndýr banaði konu í göngutúr Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2021 19:22 Þessi tiltekni svartbjörn heldur til í Kanada. Árásir þeirra á menn eru mjög sjaldgæfar. Vísir/Getty Svartbjörn banaði 39 ára gamalli konu í Colorado í Bandaríkjunum um helgina. Er það í fjórða sinn sem björn banar manneskju í ríkinu frá 1960, þegar byrjað var að halda utan um slíkar upplýsingar. Konan fór í göngutúr með tvo hunda sína en þegar kærasti hennar kom heim um kvöldið voru hundarnir tveir fyrir utan húsið sem þau bjuggu í og hún hvergi sjáanleg. Hundarnir voru enn með gönguólar og hóf maðurinn því leit að konunni. Hann fann lík hennar um klukkustund síðar. Í frétt Washington Post segir að birna og tveir húnar hennar hefir verið felld á svæðinu þar sem konan dó og rannsókn á innihaldi maga dýranna hafi sýnt fram á að þeir bönuðu konunni. Í grein Washington Post segir að sérfræðingar telji margar árásir bjarndýra á menn mega rekja til hunda. Ráðist hafi verið á menn sem hafi viljað bjarga hundum sínum frá bjarndýrum og í öðrum tilfellum hafi hundar rambað á bjarndýr og hlaupið aftur til eigenda sinna með bjarndýr á hælunum. Í tilkynningu frá yfirvöldum í Colorado segir um einstaklega sorglegt atvik sé að ræða, sem sé áminning varðandi það að birnir geti verið hættulegir. Svartbirnir eru í langflestum tilfellum hræddir við menn og hlaupa frá þeim. Áætlað er að um sautján til tuttugu þúsund svartbirni megi finna í Colorado. Í tilkynningunni kemur fram að hin atvikin þrjú, þar sem svartbjörn banaði fólki, hafi átt sér stað árið 2009, 1993 og 1971. Árið 1971 réðst gamall björn á nýbökuð hjón sem voru í útilegu. Björninn særði konuna og banaði manninum. Hann var svo felldur í kjölfarið og fannst plastfata í maga hans. Árið 1991 braut stór björn sér leið inn í húsbíl í ríkinu og banaði þar manni. Talið er að björninn hafi verið að leita sér að mat og eigandi bílsins skaut dýrið og reyndi að fella það. Það tókst honum þó ekki og fór sem fór. Björninn var felldur nokkrum dögum síðar. Ári 2009 banaði svartbjörn 74 ára konu skammt frá heimili hennar í Colorado og át hana. Þegar lögregluþjónar voru á vettvangi sáu þeir björn. Sá virtist ekkert óttast menn og nálgaðist þá, svo þeir felldu dýrið. Rannsókn á magainnihaldi bjarnarins sýndi ekki fram á með afgerandi hætti hvort dýrið hefði banað konunni. Næsta dag var stór björn felldur sem nálgaðist veiðiverði með ógnandi hætti. Mannahold og bútar úr fötum fundust í maga þess bjarnar og leiddi frekari rannsókn í ljós að konan hafði verið að gefa björnum að éta í bakgarði sínum. Bandaríkin Dýr Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Sjá meira
Konan fór í göngutúr með tvo hunda sína en þegar kærasti hennar kom heim um kvöldið voru hundarnir tveir fyrir utan húsið sem þau bjuggu í og hún hvergi sjáanleg. Hundarnir voru enn með gönguólar og hóf maðurinn því leit að konunni. Hann fann lík hennar um klukkustund síðar. Í frétt Washington Post segir að birna og tveir húnar hennar hefir verið felld á svæðinu þar sem konan dó og rannsókn á innihaldi maga dýranna hafi sýnt fram á að þeir bönuðu konunni. Í grein Washington Post segir að sérfræðingar telji margar árásir bjarndýra á menn mega rekja til hunda. Ráðist hafi verið á menn sem hafi viljað bjarga hundum sínum frá bjarndýrum og í öðrum tilfellum hafi hundar rambað á bjarndýr og hlaupið aftur til eigenda sinna með bjarndýr á hælunum. Í tilkynningu frá yfirvöldum í Colorado segir um einstaklega sorglegt atvik sé að ræða, sem sé áminning varðandi það að birnir geti verið hættulegir. Svartbirnir eru í langflestum tilfellum hræddir við menn og hlaupa frá þeim. Áætlað er að um sautján til tuttugu þúsund svartbirni megi finna í Colorado. Í tilkynningunni kemur fram að hin atvikin þrjú, þar sem svartbjörn banaði fólki, hafi átt sér stað árið 2009, 1993 og 1971. Árið 1971 réðst gamall björn á nýbökuð hjón sem voru í útilegu. Björninn særði konuna og banaði manninum. Hann var svo felldur í kjölfarið og fannst plastfata í maga hans. Árið 1991 braut stór björn sér leið inn í húsbíl í ríkinu og banaði þar manni. Talið er að björninn hafi verið að leita sér að mat og eigandi bílsins skaut dýrið og reyndi að fella það. Það tókst honum þó ekki og fór sem fór. Björninn var felldur nokkrum dögum síðar. Ári 2009 banaði svartbjörn 74 ára konu skammt frá heimili hennar í Colorado og át hana. Þegar lögregluþjónar voru á vettvangi sáu þeir björn. Sá virtist ekkert óttast menn og nálgaðist þá, svo þeir felldu dýrið. Rannsókn á magainnihaldi bjarnarins sýndi ekki fram á með afgerandi hætti hvort dýrið hefði banað konunni. Næsta dag var stór björn felldur sem nálgaðist veiðiverði með ógnandi hætti. Mannahold og bútar úr fötum fundust í maga þess bjarnar og leiddi frekari rannsókn í ljós að konan hafði verið að gefa björnum að éta í bakgarði sínum.
Bandaríkin Dýr Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“