Til stendur að smíða nýtt og færanlegt gólf í miðju hringleikahússins. Er það arkitektastofan Milan Ingegniera sem mun standa að framkvæmdunum og er kostnaðurinn áætlaður 18,5 milljónir evra, eða um 2,8 milljarðar króna.
Colosseum stóð fullreist í keisaratíð Títusar, um árið 80 e.Kr. Á þeim tíma var trégólf sem var smíðað ofan á kerfi ganga og herbergja þar sem skylmingaþrælarnir og dýrin dvöldu áður en þeim var hleypt út á völlinn. Gólfið var fjarlægt a nítjándu öld.

Áætlað er að framkvæmdum ljúki 2023, en gólfflöturinn er um þrjú þúsund fermetrar að stærð.
Á sínum tíma gátu um 50 þúsund manns sótt viðburði í Colosseum á hverjum tíma.
Áður en heimsfaraldurinn skall á sóttu um 7,6 milljónir ferðamanna hringleikahúsið heim á hverju ári.
Il #Colosseo tornerà ad avere la sua arena. Dopo anni di studi è stato proclamato il progetto vincitore. Sarà reversibile, consentirà di visitare i sotterranei e di vedere la maestosità del Colosseo dal centro, come è stato per secoli sino a fine 800 https://t.co/DG6UOKRcB4 pic.twitter.com/dI9XtY9dxV
— Dario Franceschini (@dariofrance) May 2, 2021