Tilkynnt um eina hópuppsögn í apríl Eiður Þór Árnason skrifar 4. maí 2021 12:51 Almennt atvinnuleysi var 11,0% í mars samkvæmt mælingum Vinnumálastofnunar. Vísir/Vilhelm Vinnumálastofnun barst ein tilkynning um hópuppsögn í apríl þar sem 55 starfsmönnum var sagt upp störfum í fjármála – og vátryggingastarfsemi. Uppsagnirnar koma til framkvæmda á tímabilinu ágúst til nóvember 2021. Ekki kemur fram í tilkynningu stofnunarinnar hvaða fyrirtæki um ræðir en greint var frá því í apríl að greiðslumiðlunarfyrirtækið SaltPay, sem áður bar nafnið Borgun, hafi sagt upp 55 starfsmönnum hér á landi. Að sögn fyrirtækisins höfðu breytingarnar aðallega áhrif á starfsfólk sem vann að þróun og viðhaldi á eldra greiðslukerfi Borgunar en unnið er að því að skipta því út fyrir nýtt kerfi. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins var deildarstjóra sömuleiðis sagt hjá félaginu upp auk fólks í lögfræðiteymi og áhættustýringu. Alþjóðlega greiðslumiðlunarfyrirtækið SaltPay lauk kaupum sínum á 96% hlut í Borgun í júlí í fyrra. Síðan þá hafa minnst 107 misst vinnuna hjá fyrirtækinu en SaltPay segist einnig hafa ráðið tugi starfsmanna síðastliðið ár. 11 prósent atvinnuleysi í mars Engar tilkynningar bárust Vinnumálastofnun um hópuppsagnir í mars en tvær bárust í febrúar þar sem 287 starfsmönnum var sagt upp í verslun og flutningum. Almennt atvinnuleysi var 11,0% í mars samkvæmt mælingum Vinnumálastofnunar og minnkaði úr 11,4% í febrúar. Atvinnuleysi mældist 11,6% í janúar og 10,7% í desember. Ekki eru komnar tölur fyrir aprílmánuð. Með hópuppsögn er átt við uppsagnir atvinnurekanda á fastráðnum starfsmönnum þar sem fjöldi starfsmanna sem sagt er upp á þrjátíu daga tímabili er að minnsta kosti 10 starfsmenn í fyrirtækjum sem venjulega hafa 21-99 í vinnu, minnst 10% starfsmanna í fyrirtækjum með 100-299 í vinnu eða minnst 30 starfsmenn þar sem venjulega eru 300 eða fleiri. Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sautján þúsund án atvinnu í mars 17 þúsund einstaklingar voru atvinnulausir í mars síðastliðnum samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Jafngildir það 8,3% atvinnuleysi. 28. apríl 2021 09:48 Skapa sjö þúsund ný störf með fimm milljarða innspýtingu Stjórnvöld hyggjast verja allt að fimm milljörðum til að skapa sjö þúsund ný tímabundin störf hér á landi. Félagsmálaráðherra segir mikilvægt að koma fólki í vinnu og virkja atvinnulíf til að skapa ný tækifæri. 12. mars 2021 20:08 Dregur úr atvinnuleysi á milli mánaða Almennt atvinnuleysi í febrúar var 11,4 prósent og minnkaði um 0,2 prósentustig frá því í janúar þegar það mældist 11,6 prósent. 11. mars 2021 06:54 Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Ekki kemur fram í tilkynningu stofnunarinnar hvaða fyrirtæki um ræðir en greint var frá því í apríl að greiðslumiðlunarfyrirtækið SaltPay, sem áður bar nafnið Borgun, hafi sagt upp 55 starfsmönnum hér á landi. Að sögn fyrirtækisins höfðu breytingarnar aðallega áhrif á starfsfólk sem vann að þróun og viðhaldi á eldra greiðslukerfi Borgunar en unnið er að því að skipta því út fyrir nýtt kerfi. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins var deildarstjóra sömuleiðis sagt hjá félaginu upp auk fólks í lögfræðiteymi og áhættustýringu. Alþjóðlega greiðslumiðlunarfyrirtækið SaltPay lauk kaupum sínum á 96% hlut í Borgun í júlí í fyrra. Síðan þá hafa minnst 107 misst vinnuna hjá fyrirtækinu en SaltPay segist einnig hafa ráðið tugi starfsmanna síðastliðið ár. 11 prósent atvinnuleysi í mars Engar tilkynningar bárust Vinnumálastofnun um hópuppsagnir í mars en tvær bárust í febrúar þar sem 287 starfsmönnum var sagt upp í verslun og flutningum. Almennt atvinnuleysi var 11,0% í mars samkvæmt mælingum Vinnumálastofnunar og minnkaði úr 11,4% í febrúar. Atvinnuleysi mældist 11,6% í janúar og 10,7% í desember. Ekki eru komnar tölur fyrir aprílmánuð. Með hópuppsögn er átt við uppsagnir atvinnurekanda á fastráðnum starfsmönnum þar sem fjöldi starfsmanna sem sagt er upp á þrjátíu daga tímabili er að minnsta kosti 10 starfsmenn í fyrirtækjum sem venjulega hafa 21-99 í vinnu, minnst 10% starfsmanna í fyrirtækjum með 100-299 í vinnu eða minnst 30 starfsmenn þar sem venjulega eru 300 eða fleiri.
Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sautján þúsund án atvinnu í mars 17 þúsund einstaklingar voru atvinnulausir í mars síðastliðnum samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Jafngildir það 8,3% atvinnuleysi. 28. apríl 2021 09:48 Skapa sjö þúsund ný störf með fimm milljarða innspýtingu Stjórnvöld hyggjast verja allt að fimm milljörðum til að skapa sjö þúsund ný tímabundin störf hér á landi. Félagsmálaráðherra segir mikilvægt að koma fólki í vinnu og virkja atvinnulíf til að skapa ný tækifæri. 12. mars 2021 20:08 Dregur úr atvinnuleysi á milli mánaða Almennt atvinnuleysi í febrúar var 11,4 prósent og minnkaði um 0,2 prósentustig frá því í janúar þegar það mældist 11,6 prósent. 11. mars 2021 06:54 Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Sautján þúsund án atvinnu í mars 17 þúsund einstaklingar voru atvinnulausir í mars síðastliðnum samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Jafngildir það 8,3% atvinnuleysi. 28. apríl 2021 09:48
Skapa sjö þúsund ný störf með fimm milljarða innspýtingu Stjórnvöld hyggjast verja allt að fimm milljörðum til að skapa sjö þúsund ný tímabundin störf hér á landi. Félagsmálaráðherra segir mikilvægt að koma fólki í vinnu og virkja atvinnulíf til að skapa ný tækifæri. 12. mars 2021 20:08
Dregur úr atvinnuleysi á milli mánaða Almennt atvinnuleysi í febrúar var 11,4 prósent og minnkaði um 0,2 prósentustig frá því í janúar þegar það mældist 11,6 prósent. 11. mars 2021 06:54