Samkeppni um Suðurnesin Pálmi Freyr Randversson skrifar 5. maí 2021 11:00 Í síðustu viku hófst formlega alþjóðleg samkeppni Kadeco um þróun á nærsvæði Keflavíkurflugvallar. Samkeppnin hefst með forvali þar sem fimm teymi verða valin til þátttöku í valferli sem mun standa yfir á árinu. Óhætt er að segja að áhugi á samkeppninni er mikill og fátt bendir til annars en að við verkefninu taki hönnuðir á heimsmælikvarða. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco, var stofnað við brotthvarf varnarliðsins árið 2006. Fram til ársins 2019 var unnið að því að koma fasteignum á varnarliðssvæðinu sem nú er kallað Ásbrú í borgaraleg not með góðum árangri. Á svæðinu búa nú 3.000 manns auk þess sem fjöldi fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum hefur valið Ásbrú sem framtíðarstaðsetningu fyrir sinn rekstur og uppbyggingu. Hlýtur það að teljast til marks um tækifærin sem svæðið hefur upp á að bjóða, ekki síst með tilliti til nálægðarinnar við flugvöllinn og auðlinda í formi orku og mannauðs. Sá mikli áhugi sem erlendir og innlendir aðilar hafa á framtíðarþróun svæðisins ýtir enn frekar undir bjartar framtíðarhorfur og rennir styrkum stoðum undir þá framsýnu ákvörðun stjórnvalda að fela Kadeco nýtt hlutverk sem þróunaraðili þessa mikilvæga lands í samstarfi við Isavia, Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ. Staðreyndin er sú að fæstir alþjóðaflugvellir búa yfir viðlíka nærsvæðum og Keflavíkurflugvöllur. Þróunarmöguleikarnir eru miklir, svæðið stórt og uppbyggingaráætlanir Keflavíkurflugvallar metnaðarfullar. Þess utan er um að ræða svæði innan UNESCO vottaðs jarðvangs (e. Geopark). Jarðvöngum er stýrt eftir heildrænni stefnu um verndun, fræðslu og sjálfbæra þróun, sér í lagi vegna jarðfræðilega mikilvægra minja og landslags á heimsvísu. Hrein og endurnýjanleg orka, öflug nærsamfélög og tengimöguleikar skapa svæðinu einstök tækifæri til að auka fjölbreytni og fjölga atvinnutækifærum. Stórskipahöfn í nálægð við alþjóðaflugvöll er sömuleiðis tækifæri sem horft verður til. Áhugasamir geta kynnt sér verkefnið og sent okkur sínar hugmyndir um svæðið á www.kadeco.is. Í gegnum opið og gagnsætt samkeppnisferli mun á næstu mánuðum fæðast ný framtíðarsýn fyrir eitt mikilvægasta landsvæði Íslands í formi þróunar- og skipulagsáætlunar sem vonandi mun marka tímamót fyrir Suðurnesin og landið allt. Höfundur er framkvæmdastjóri Kadeco. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku hófst formlega alþjóðleg samkeppni Kadeco um þróun á nærsvæði Keflavíkurflugvallar. Samkeppnin hefst með forvali þar sem fimm teymi verða valin til þátttöku í valferli sem mun standa yfir á árinu. Óhætt er að segja að áhugi á samkeppninni er mikill og fátt bendir til annars en að við verkefninu taki hönnuðir á heimsmælikvarða. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco, var stofnað við brotthvarf varnarliðsins árið 2006. Fram til ársins 2019 var unnið að því að koma fasteignum á varnarliðssvæðinu sem nú er kallað Ásbrú í borgaraleg not með góðum árangri. Á svæðinu búa nú 3.000 manns auk þess sem fjöldi fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum hefur valið Ásbrú sem framtíðarstaðsetningu fyrir sinn rekstur og uppbyggingu. Hlýtur það að teljast til marks um tækifærin sem svæðið hefur upp á að bjóða, ekki síst með tilliti til nálægðarinnar við flugvöllinn og auðlinda í formi orku og mannauðs. Sá mikli áhugi sem erlendir og innlendir aðilar hafa á framtíðarþróun svæðisins ýtir enn frekar undir bjartar framtíðarhorfur og rennir styrkum stoðum undir þá framsýnu ákvörðun stjórnvalda að fela Kadeco nýtt hlutverk sem þróunaraðili þessa mikilvæga lands í samstarfi við Isavia, Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ. Staðreyndin er sú að fæstir alþjóðaflugvellir búa yfir viðlíka nærsvæðum og Keflavíkurflugvöllur. Þróunarmöguleikarnir eru miklir, svæðið stórt og uppbyggingaráætlanir Keflavíkurflugvallar metnaðarfullar. Þess utan er um að ræða svæði innan UNESCO vottaðs jarðvangs (e. Geopark). Jarðvöngum er stýrt eftir heildrænni stefnu um verndun, fræðslu og sjálfbæra þróun, sér í lagi vegna jarðfræðilega mikilvægra minja og landslags á heimsvísu. Hrein og endurnýjanleg orka, öflug nærsamfélög og tengimöguleikar skapa svæðinu einstök tækifæri til að auka fjölbreytni og fjölga atvinnutækifærum. Stórskipahöfn í nálægð við alþjóðaflugvöll er sömuleiðis tækifæri sem horft verður til. Áhugasamir geta kynnt sér verkefnið og sent okkur sínar hugmyndir um svæðið á www.kadeco.is. Í gegnum opið og gagnsætt samkeppnisferli mun á næstu mánuðum fæðast ný framtíðarsýn fyrir eitt mikilvægasta landsvæði Íslands í formi þróunar- og skipulagsáætlunar sem vonandi mun marka tímamót fyrir Suðurnesin og landið allt. Höfundur er framkvæmdastjóri Kadeco.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun