Það eru formenn, þjálfarar og fyrirliðar liðanna í deildunum sem að spáðu í spilin. Samkvæmt spánni í Lengjudeild kvenna munu ÍA og Grindavík falla, en hjá körlunum er því spáð að Þróttur og Afturelding falli niður í 2. deild.
FH og KR féllu úr efstu deild kvenna í fyrra en samkvæmt spánni mun KR ekki komast beint upp aftur. Hjá körlunum munu hvorki Fjölnir né Grótta, sem léku í efstu deild í fyrra, komast upp aftur samkvæmt spánni.
Spáin í Lengjudeild kvenna:
- 1. FH 117
- 2. Afturelding 104
- 3. KR 88
- 4. Haukar 85
- 5. Grótta 67
- 6. Víkingur R 62
- 7. Augnablik 58
- 8. HK 36
- 9. ÍA 22
- 10. Grindavík 21
Spáin í Lengjudeild karla:
- 1. ÍBV 164
- 2. Fram 162
- 3. Fjölnir 149
- 4. Grindavík 136
- 5. Grótta 126
- 6. Vestri 99
- 7. Kórdrengir 93
- 8. Selfoss 63
- 9. Þór 63
- 10. Víkingur Ó 45
- 11. Þróttur 39
- 12. Afturelding 31