Skiptir máli að ráða fólk á grundvelli hæfni fremur en kunningjaskapar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. maí 2021 17:52 Þingmaður Pírata óskaði eftir svörum um ráðningar aðstoðarmanna dómara. vísir/Vilhelm Störf aðstoðarmanna dómara í Hæstarétti hafa ekki verið auglýst frá því að lög um dómstóla tóku gildi í ársbyrjun 2018. Störf aðstoðarmanna í Landsrétti voru einungis auglýst við stofnun réttarins. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, lagði fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra þar sem óskað var eftir svörum um hversu oft hafi verið ráðið í störf aðstoðarmanna dómara í héraði, Landsrétti og Hæstarétti frá því að núgildandi lög um dómstóla tóku gildi. Samkvæmt svarinu hafa þrír aðstoðarmenn dómara við Hæstarétt verið ráðnir frá gildistöku; einn árið 2019 og tveir 2020. Þar segir að störfin hafi ekki verið auglýst þar sem aðstoðarmennirnir voru til að byrja með ráðnir tímabundið. Í svarinu segir jafnframt að fjórtán einstaklingar hafi verið ráðnir sem aðstoðarmenn dómara við Landsrétt á tímabilinu. Átta stöður voru auglýstar við stofnun Landsréttar en síðan hafa sex verið ráðnir án auglýsingar. Allir aðstoðarmenn við héraðsdóm Reykjavíkur hafa verið ráðnir að undangenginni auglýsingu. Samkvæmt dómstólalögum er ekki skylt að auglýsa stöður aðstoðarmanna dómara við Landsrétt og Hæstarétt en í greinargerð með frumvarpi laganna segir þó að störfin beri að meginstefnu að auglýsa. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.vísir/Vilhelm Bagaleg staða „Ég myndi vilja að þessar stöður væru almennt auglýstar,“ segir Andrés Ingi. „Þetta eru mikilvæg störf og það skiptir máli að ráða fólk á grundvelli hæfni fremur en á grundvelli kunningjaskapar líkt og þegar gert er án auglýsingar.“ Hann bendir á að það sé meginregla að auglýsa beri ábyrgðastöður hjá dómstólum. „Það er bagalegt að enginn aðstoðarmaður hæstaréttardómara sé ráðinn eftir auglýsingu og að það hafi ekki verið gert í Landsrétti nema þegar dómstóllinn var settur á laggirnir,“ segir Andrés. „Þetta lítur ekkert alltof vel út og það er spurning hvernig best er að bera sig að í því laga þetta.“ Dómstólar Alþingi Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, lagði fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra þar sem óskað var eftir svörum um hversu oft hafi verið ráðið í störf aðstoðarmanna dómara í héraði, Landsrétti og Hæstarétti frá því að núgildandi lög um dómstóla tóku gildi. Samkvæmt svarinu hafa þrír aðstoðarmenn dómara við Hæstarétt verið ráðnir frá gildistöku; einn árið 2019 og tveir 2020. Þar segir að störfin hafi ekki verið auglýst þar sem aðstoðarmennirnir voru til að byrja með ráðnir tímabundið. Í svarinu segir jafnframt að fjórtán einstaklingar hafi verið ráðnir sem aðstoðarmenn dómara við Landsrétt á tímabilinu. Átta stöður voru auglýstar við stofnun Landsréttar en síðan hafa sex verið ráðnir án auglýsingar. Allir aðstoðarmenn við héraðsdóm Reykjavíkur hafa verið ráðnir að undangenginni auglýsingu. Samkvæmt dómstólalögum er ekki skylt að auglýsa stöður aðstoðarmanna dómara við Landsrétt og Hæstarétt en í greinargerð með frumvarpi laganna segir þó að störfin beri að meginstefnu að auglýsa. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.vísir/Vilhelm Bagaleg staða „Ég myndi vilja að þessar stöður væru almennt auglýstar,“ segir Andrés Ingi. „Þetta eru mikilvæg störf og það skiptir máli að ráða fólk á grundvelli hæfni fremur en á grundvelli kunningjaskapar líkt og þegar gert er án auglýsingar.“ Hann bendir á að það sé meginregla að auglýsa beri ábyrgðastöður hjá dómstólum. „Það er bagalegt að enginn aðstoðarmaður hæstaréttardómara sé ráðinn eftir auglýsingu og að það hafi ekki verið gert í Landsrétti nema þegar dómstóllinn var settur á laggirnir,“ segir Andrés. „Þetta lítur ekkert alltof vel út og það er spurning hvernig best er að bera sig að í því laga þetta.“
Dómstólar Alþingi Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira