Blaðamaður mbl.is segir sig úr stjórn Blaðamannafélags Íslands Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. maí 2021 17:21 Þrír blaðamenn hjá Morgunblaðinu og mbl.is hafa sagt af sér störfum á vegum Blaðamannafélags Íslands í vikunni. Vísir/Egill Þorsteinn Ásgrímsson, blaðamaður á mbl.is, hefur sagt sig úr stjórn Blaðamannafélags Íslands. Talsverður óróleiki hefur verið meðal blaðamanna Morgunblaðsins og mbl.is undanfarna daga eftir að stjórn BÍ gerði athugasemd við auglýsingabirtingu Samherja á miðlinum. Báðir trúnaðarmenn BÍ hjá Morgunblaðinu sögðu af sér þeim störfum í vikunni, þau Kristín Heiða Kristinsdóttir og Guðni Einarsson. Ástæða beggja afsagna var afskipti stjórnar BÍ af auglýsingabirtingu Samherja. Í tilkynningu frá Þorsteini, sem birt er á vef Blaðamannafélagsins, segir hann að ákvörðunarferli eftir stjórnarfund BÍ síðasta föstudag og yfirlýsing félagsins í kjölfarið hafi ekki verið í takt við þá samvinnu innan stjórnar og stéttarinnar í heild sem hann telji mikilvæga. „Ég tel mikilvægt að haldinn sé umræðufundur eins og stefnt er að á fimmtudaginn vegna háttsemi Samherja í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um fyrirtækið og að sú umræða sé tekin á víðum grundvelli. Slíkt er nauðsynlegt í faginu þegar stórfyrirtæki fer gegn ákveðnum fréttamönnum,“ skrifar Þorsteinn í tilkynningunni. Umrædd auglýsing Samherja sem birtist á mbl.is á dögunum bar yfirskriftina: „Ábyrgðarleysi í Efstaleiti“. Í auglýsingunni er meðal annars kvartað undan því að niðurstaða siðanefndar RÚV vegna kæru Samherja á hendur blaðamönnum RÚV hafi ekki leitt til þess að Helga Seljan fréttamann hafi verið bannað að fjalla frekar um mál Samherja. Í kjölfarið fordæmdi stjórn Blaðamannafélags Íslands Árvakur, útgáfufélag mbl.is og Morgunblaðsins, fyrir að hafa birt auglýsinguna. Í yfirlýsingu stjórnarinnar sagði að auglýsingin væri liður í áróðursherferð Samherja gegn Helga Seljan og samstarfsfélögum hans sem hafi staðið linnulaust í eitt og hálft ár. Yfirlýsing félagsins var meðal fyrstu verka Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, fréttamanns á RÚV, í nýju forystuhlutverki en hún var á dögunum kjörin nýr formaður félagsins. Samherjaskjölin Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Trúnaðarmaður á Morgunblaðinu segir af sér vegna afskipta BÍ Trúnaðarmaður Blaðamannafélags Íslands á Morgunblaðinu hefur sagt af sér vegna afskipta stjórnar BÍ af auglýsingabirtingu Samherja á mbl.is. Hann telur að með afskiptum sínum fari stjórn félagsins langt út fyrir sitt hlutverk og segist hann ekki treysta sér til að verja þau afskipti sem fulltrúi félagsins á Morgunblaðinu. 3. maí 2021 11:56 Fordæma að Samherji hafi fengið að birta umdeilda auglýsingu á mbl.is Stjórn Blaðamannafélags Íslands (BÍ) fordæmir að Árvakur, útgáfufélag mbl.is, hafi birt auglýsingu frá Samherja sem var hluti af herferð fyrirtækisins gegn fréttamanninum Helga Seljan. 2. maí 2021 19:00 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Báðir trúnaðarmenn BÍ hjá Morgunblaðinu sögðu af sér þeim störfum í vikunni, þau Kristín Heiða Kristinsdóttir og Guðni Einarsson. Ástæða beggja afsagna var afskipti stjórnar BÍ af auglýsingabirtingu Samherja. Í tilkynningu frá Þorsteini, sem birt er á vef Blaðamannafélagsins, segir hann að ákvörðunarferli eftir stjórnarfund BÍ síðasta föstudag og yfirlýsing félagsins í kjölfarið hafi ekki verið í takt við þá samvinnu innan stjórnar og stéttarinnar í heild sem hann telji mikilvæga. „Ég tel mikilvægt að haldinn sé umræðufundur eins og stefnt er að á fimmtudaginn vegna háttsemi Samherja í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um fyrirtækið og að sú umræða sé tekin á víðum grundvelli. Slíkt er nauðsynlegt í faginu þegar stórfyrirtæki fer gegn ákveðnum fréttamönnum,“ skrifar Þorsteinn í tilkynningunni. Umrædd auglýsing Samherja sem birtist á mbl.is á dögunum bar yfirskriftina: „Ábyrgðarleysi í Efstaleiti“. Í auglýsingunni er meðal annars kvartað undan því að niðurstaða siðanefndar RÚV vegna kæru Samherja á hendur blaðamönnum RÚV hafi ekki leitt til þess að Helga Seljan fréttamann hafi verið bannað að fjalla frekar um mál Samherja. Í kjölfarið fordæmdi stjórn Blaðamannafélags Íslands Árvakur, útgáfufélag mbl.is og Morgunblaðsins, fyrir að hafa birt auglýsinguna. Í yfirlýsingu stjórnarinnar sagði að auglýsingin væri liður í áróðursherferð Samherja gegn Helga Seljan og samstarfsfélögum hans sem hafi staðið linnulaust í eitt og hálft ár. Yfirlýsing félagsins var meðal fyrstu verka Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, fréttamanns á RÚV, í nýju forystuhlutverki en hún var á dögunum kjörin nýr formaður félagsins.
Samherjaskjölin Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Trúnaðarmaður á Morgunblaðinu segir af sér vegna afskipta BÍ Trúnaðarmaður Blaðamannafélags Íslands á Morgunblaðinu hefur sagt af sér vegna afskipta stjórnar BÍ af auglýsingabirtingu Samherja á mbl.is. Hann telur að með afskiptum sínum fari stjórn félagsins langt út fyrir sitt hlutverk og segist hann ekki treysta sér til að verja þau afskipti sem fulltrúi félagsins á Morgunblaðinu. 3. maí 2021 11:56 Fordæma að Samherji hafi fengið að birta umdeilda auglýsingu á mbl.is Stjórn Blaðamannafélags Íslands (BÍ) fordæmir að Árvakur, útgáfufélag mbl.is, hafi birt auglýsingu frá Samherja sem var hluti af herferð fyrirtækisins gegn fréttamanninum Helga Seljan. 2. maí 2021 19:00 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Trúnaðarmaður á Morgunblaðinu segir af sér vegna afskipta BÍ Trúnaðarmaður Blaðamannafélags Íslands á Morgunblaðinu hefur sagt af sér vegna afskipta stjórnar BÍ af auglýsingabirtingu Samherja á mbl.is. Hann telur að með afskiptum sínum fari stjórn félagsins langt út fyrir sitt hlutverk og segist hann ekki treysta sér til að verja þau afskipti sem fulltrúi félagsins á Morgunblaðinu. 3. maí 2021 11:56
Fordæma að Samherji hafi fengið að birta umdeilda auglýsingu á mbl.is Stjórn Blaðamannafélags Íslands (BÍ) fordæmir að Árvakur, útgáfufélag mbl.is, hafi birt auglýsingu frá Samherja sem var hluti af herferð fyrirtækisins gegn fréttamanninum Helga Seljan. 2. maí 2021 19:00