Macron flutti stutta ræðu þar sem hann minntist Napóleons, rifjaði upp mýtur og þjóðsögur um forsetann en talaði einnig um dekkri hliðar valdatíðar hans sem varð frá 1799 til 1815. Forsetinn lagði áherslu á að hann væri að „minnast keisarans en ekki fagna honum.“

Skoðanir Frakka á Napóleon eru mjög skiptar. Sumir líta á hann sem hernaðar- og stjórnmálasnilling sem hafi lagt grunninn að stjórnkerfi Frakklands nútímans. Aðrir líta á hann sem harðstjóra hvers hernaðarbrölt hafi leitt til dauða þúsunda og hafi innleitt þrælahald að nýju eftir að það var bannað í kjölfar frönsku byltingarinnar.

Napóleon dó 5. maí 1821 á bresku eyjunni Sankti Helenu í suður-Atlantshafinu. Þar hafði hann verið í útlegð eftir að hafa tapað orrustunni við Waterloo. Hann var 51 árs þegar hann dó. Enn er ekki vitað með vissu hver dánarorsök keisarans var.