Chelsea gæti unnið tvær Meistaradeildir í vor fyrst allra liða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2021 11:00 Pernille Harder og Mason Mount fagna marki fyrir sín lið. Chelsea er að gera frábæra hluti hjá bæði körlum og konum á þessu tímabili. Samsett/Getty Það er gaman að vera stuðningsmaður Chelsea þessa dagana því bæði lið félagsins eru að gera frábæra hluti og gætu hlaðið á sig titlum á næstu vikum. Það er ekki nóg með að karlaliðið sé komið bæði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem og í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar þá á kvennaliðið möguleika á því að vinna fernuna í fyrsta sinn. Chelsea are the first team ever to have a men's and women's team make the Champions League final in the same season pic.twitter.com/QSEXWW8qah— B/R Football (@brfootball) May 5, 2021 Þetta er í fyrsta sinn sem sama félag á lið í úrslitum bæði Meistaradeildar karla og Meistaradeildar kvenna og það yrði því auðvitað mjög sögulegt ef bæði liðin fagna sigri og vinna þessa eftirsóttu titla í vor. Chelsea konurnar komust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn á dögunum eftir að hafa slegið út Bayern München. Þær hafa þegar tryggt sér sigur í enska deildarbikarnum og eru á toppi ensku deildarinnar. Þá er liðið í átta liða úrslitum enska bikarsins. Liðið vann mikilvægan sigur í gær en Chelsea steig þá skref í átta að því að vinna ensku úrvalsdeildina með því að vinna 2-0 útisigur á Tottenham. Chelsea er með tveggja stiga forskot á Manchester City. Ástralinn Sam Kerr skoraði bæði mörkin og er markahæst í deildinni. Knattspyrnustýran Emma Hayes er búin að byggja upp frábært lið hjá Chelsea en síðustu misseri hefur liðið styrkt sig með afbragðs knattspyrnukonum eins og hinni dönsku Pernille Harder og auðvitað Sam Kerr. Oh to be a Chelsea fan right now...2021 Uefa Women's Champions League final - Secured.2021 Uefa Men's Champions League final - Secured.Emma Hayes and Thomas Tuchel leading Chelsea on the European stage. https://t.co/CYH9tNRTSE#bbcfootball #UCL #UWCL #CFC pic.twitter.com/UQxBSNhEJw— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) May 5, 2021 Thomas Tuchel hefur breytt öllu hjá karlaliðinu síðan að hann tók við af Frank Lampard en á aðeins nokkrum mánuðum hefur Chelsea breyst úr að því virtist miðlungsliði í lið sem vann sannfærandi sigur á Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Chelsea getur unnið tvær Meistaradeildir í vor. Úrslitaleikur stelpnanna fer fram í Gautaborg í Svíþjóð 16. maí næstkomandi þar sem liðið mætir Barcelona. Daginn áður mætir karlaliðið Leicester City á Wembley í úrslitaleik enska bikarsins en úrslitaleikur Meistaradeildar karla fer fram í Istanbul í Tyrklandi 29. maí þar sem Chelsea mætir Manchester City. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
Það er ekki nóg með að karlaliðið sé komið bæði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem og í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar þá á kvennaliðið möguleika á því að vinna fernuna í fyrsta sinn. Chelsea are the first team ever to have a men's and women's team make the Champions League final in the same season pic.twitter.com/QSEXWW8qah— B/R Football (@brfootball) May 5, 2021 Þetta er í fyrsta sinn sem sama félag á lið í úrslitum bæði Meistaradeildar karla og Meistaradeildar kvenna og það yrði því auðvitað mjög sögulegt ef bæði liðin fagna sigri og vinna þessa eftirsóttu titla í vor. Chelsea konurnar komust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn á dögunum eftir að hafa slegið út Bayern München. Þær hafa þegar tryggt sér sigur í enska deildarbikarnum og eru á toppi ensku deildarinnar. Þá er liðið í átta liða úrslitum enska bikarsins. Liðið vann mikilvægan sigur í gær en Chelsea steig þá skref í átta að því að vinna ensku úrvalsdeildina með því að vinna 2-0 útisigur á Tottenham. Chelsea er með tveggja stiga forskot á Manchester City. Ástralinn Sam Kerr skoraði bæði mörkin og er markahæst í deildinni. Knattspyrnustýran Emma Hayes er búin að byggja upp frábært lið hjá Chelsea en síðustu misseri hefur liðið styrkt sig með afbragðs knattspyrnukonum eins og hinni dönsku Pernille Harder og auðvitað Sam Kerr. Oh to be a Chelsea fan right now...2021 Uefa Women's Champions League final - Secured.2021 Uefa Men's Champions League final - Secured.Emma Hayes and Thomas Tuchel leading Chelsea on the European stage. https://t.co/CYH9tNRTSE#bbcfootball #UCL #UWCL #CFC pic.twitter.com/UQxBSNhEJw— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) May 5, 2021 Thomas Tuchel hefur breytt öllu hjá karlaliðinu síðan að hann tók við af Frank Lampard en á aðeins nokkrum mánuðum hefur Chelsea breyst úr að því virtist miðlungsliði í lið sem vann sannfærandi sigur á Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Chelsea getur unnið tvær Meistaradeildir í vor. Úrslitaleikur stelpnanna fer fram í Gautaborg í Svíþjóð 16. maí næstkomandi þar sem liðið mætir Barcelona. Daginn áður mætir karlaliðið Leicester City á Wembley í úrslitaleik enska bikarsins en úrslitaleikur Meistaradeildar karla fer fram í Istanbul í Tyrklandi 29. maí þar sem Chelsea mætir Manchester City.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira