Lögmaður Sölva segir málið komið í réttan farveg Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. maí 2021 09:21 Saga er lögmaður Sölva. „Það er auðvitað komið fram núna að það séu komnar kærur og það er auðvitað bara rétti farvegurinn. Þar getur hann tekið til varna,“ segir Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns. Eins og Vísir greindi frá í gær hafa tvær konur tilkynnt Sölva til lögreglu vegna meints ofbeldis en Sölvi hafði áður tjáð sig um kjaftasögur þess efnis í hlaðvarpsþætti sínum. „Það er ekki hægt að taka til varna á samfélagsmiðlum,“ sagði Saga í Bítinu í morgun. „Þú vinnur aldrei þá maskínu, það er ekki hægt.“ Saga sagði Sölva kominn inn á geðdeild. „Hann er alveg búinn. Það er ekkert grín þegar kommentakerfið glóir... þegar skilaboðin dynja... Þetta bara tekur á.“ Sagðist Saga fegin því að Sölvi væri kominn inn á geðdeildina og sagðist vona að hann fengi hvíld. „Því þetta er hættulegur leikur,“ bætti hún við en vildi að öðru leyti ekki tjá sig frekar um málið. Ólögráða stúlka kærð vegna einkaskilaboða Saga sagði vald áhrifavalda mikið og þeir ættu mjög auðvelt með að taka einstaklinga „af lífi“. Hins vegar væru það ekki bara fullorðnir sem væru að lenda í mulningsvél samfélagsmiðla heldur líka börn. Tók hún eitt mála sinna sem dæmi um hið skrýtna samband sem upp væri komið milli netsamskipta og dómstóla. Þannig væri hún lögmaður foreldra stúlku undir lögaldri, sem hefði kært strák fyrir kynferðisbrot. Þegar stúlkan sá mynd af vinkonu sinni með stráknum sendi hún einkaskilaboð á vinkonuna, þar sem hún sagði strákinn hafa nauðgað sér og annarri stúlku. Foreldrar stráksins, sem einnig er undir lögaldri, kærðu þá stúlkuna fyrir meiðyrði, kröfðust þess að ummælin yrðu dregin til baka og 1,5 milljón króna í bætur. „Mynduð þið trúa því að þetta ætti sér stað á Íslandi?“ spurði Saga. Hún sagði þetta raunveruleikann sem við byggjum við núna; að einkaskilaboð væru orðin að dómsmáli. „Þetta er sturlun,“ sagði Saga, það væri tímabært að samfélagið væri að hugsa sinn gang. Lögreglumál Mál Sölva Tryggvasonar Tengdar fréttir Tvær konur hafa tilkynnt Sölva til lögreglu vegna meints ofbeldis Tvær konur hafa stigið fram og sagt frá meintu ofbeldi sem þær hafi verið beittar af Sölva Tryggvasyni, dagskrárgerðarmanni. Þær hafa báðar leitað til lögreglu vegna meints ofbeldis. 5. maí 2021 19:41 Simmi Vill grét með Sölva: „Hvað er að okkur?“ Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður segir að mál Sölva Tryggvasonar eigi að fá fólk til að hugsa og kveðst vera hrærður eftir að hafa horft á þátt Sölva frá því í gær. 5. maí 2021 10:45 Sölvi brotnar algerlega saman í eigin hlaðvarpsþætti um sögusagnirnar „Ég sendi frá mér þessa yfirlýsingu í gær, en mér fannst eins og ég yrði að tjá mig eitthvað meira, einfaldlega af því að mér líður bara enn þá ofboðslega illa.“ 4. maí 2021 20:12 Sölvi segir sögurnar þvætting frá upphafi til enda Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason hefur tjáð sig á samfélagsmiðlum um sögusagnir sem gengið hafa um hann undanfarna daga. Hann segir þær enga stoð eiga í raunveruleikanum og birtir upplýsingar úr málaskrá lögreglu sem sýna að lögregla hefur engin afskipti haft af honum undanfarnar vikur. 3. maí 2021 14:55 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í gær hafa tvær konur tilkynnt Sölva til lögreglu vegna meints ofbeldis en Sölvi hafði áður tjáð sig um kjaftasögur þess efnis í hlaðvarpsþætti sínum. „Það er ekki hægt að taka til varna á samfélagsmiðlum,“ sagði Saga í Bítinu í morgun. „Þú vinnur aldrei þá maskínu, það er ekki hægt.“ Saga sagði Sölva kominn inn á geðdeild. „Hann er alveg búinn. Það er ekkert grín þegar kommentakerfið glóir... þegar skilaboðin dynja... Þetta bara tekur á.“ Sagðist Saga fegin því að Sölvi væri kominn inn á geðdeildina og sagðist vona að hann fengi hvíld. „Því þetta er hættulegur leikur,“ bætti hún við en vildi að öðru leyti ekki tjá sig frekar um málið. Ólögráða stúlka kærð vegna einkaskilaboða Saga sagði vald áhrifavalda mikið og þeir ættu mjög auðvelt með að taka einstaklinga „af lífi“. Hins vegar væru það ekki bara fullorðnir sem væru að lenda í mulningsvél samfélagsmiðla heldur líka börn. Tók hún eitt mála sinna sem dæmi um hið skrýtna samband sem upp væri komið milli netsamskipta og dómstóla. Þannig væri hún lögmaður foreldra stúlku undir lögaldri, sem hefði kært strák fyrir kynferðisbrot. Þegar stúlkan sá mynd af vinkonu sinni með stráknum sendi hún einkaskilaboð á vinkonuna, þar sem hún sagði strákinn hafa nauðgað sér og annarri stúlku. Foreldrar stráksins, sem einnig er undir lögaldri, kærðu þá stúlkuna fyrir meiðyrði, kröfðust þess að ummælin yrðu dregin til baka og 1,5 milljón króna í bætur. „Mynduð þið trúa því að þetta ætti sér stað á Íslandi?“ spurði Saga. Hún sagði þetta raunveruleikann sem við byggjum við núna; að einkaskilaboð væru orðin að dómsmáli. „Þetta er sturlun,“ sagði Saga, það væri tímabært að samfélagið væri að hugsa sinn gang.
Lögreglumál Mál Sölva Tryggvasonar Tengdar fréttir Tvær konur hafa tilkynnt Sölva til lögreglu vegna meints ofbeldis Tvær konur hafa stigið fram og sagt frá meintu ofbeldi sem þær hafi verið beittar af Sölva Tryggvasyni, dagskrárgerðarmanni. Þær hafa báðar leitað til lögreglu vegna meints ofbeldis. 5. maí 2021 19:41 Simmi Vill grét með Sölva: „Hvað er að okkur?“ Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður segir að mál Sölva Tryggvasonar eigi að fá fólk til að hugsa og kveðst vera hrærður eftir að hafa horft á þátt Sölva frá því í gær. 5. maí 2021 10:45 Sölvi brotnar algerlega saman í eigin hlaðvarpsþætti um sögusagnirnar „Ég sendi frá mér þessa yfirlýsingu í gær, en mér fannst eins og ég yrði að tjá mig eitthvað meira, einfaldlega af því að mér líður bara enn þá ofboðslega illa.“ 4. maí 2021 20:12 Sölvi segir sögurnar þvætting frá upphafi til enda Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason hefur tjáð sig á samfélagsmiðlum um sögusagnir sem gengið hafa um hann undanfarna daga. Hann segir þær enga stoð eiga í raunveruleikanum og birtir upplýsingar úr málaskrá lögreglu sem sýna að lögregla hefur engin afskipti haft af honum undanfarnar vikur. 3. maí 2021 14:55 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sjá meira
Tvær konur hafa tilkynnt Sölva til lögreglu vegna meints ofbeldis Tvær konur hafa stigið fram og sagt frá meintu ofbeldi sem þær hafi verið beittar af Sölva Tryggvasyni, dagskrárgerðarmanni. Þær hafa báðar leitað til lögreglu vegna meints ofbeldis. 5. maí 2021 19:41
Simmi Vill grét með Sölva: „Hvað er að okkur?“ Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður segir að mál Sölva Tryggvasonar eigi að fá fólk til að hugsa og kveðst vera hrærður eftir að hafa horft á þátt Sölva frá því í gær. 5. maí 2021 10:45
Sölvi brotnar algerlega saman í eigin hlaðvarpsþætti um sögusagnirnar „Ég sendi frá mér þessa yfirlýsingu í gær, en mér fannst eins og ég yrði að tjá mig eitthvað meira, einfaldlega af því að mér líður bara enn þá ofboðslega illa.“ 4. maí 2021 20:12
Sölvi segir sögurnar þvætting frá upphafi til enda Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason hefur tjáð sig á samfélagsmiðlum um sögusagnir sem gengið hafa um hann undanfarna daga. Hann segir þær enga stoð eiga í raunveruleikanum og birtir upplýsingar úr málaskrá lögreglu sem sýna að lögregla hefur engin afskipti haft af honum undanfarnar vikur. 3. maí 2021 14:55