Myndband: Ari kallaður illum nöfnum í hávaðarifrildi eftir leik Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2021 10:31 Ari Freyr Skúlason og Jack Hendry rifust í búningsklefa Oostende í lok janúar. Ari, sem á að baki 79 A-landsleiki, er nú orðinn leikmaður Norrköping í Svíþjóð. Samsett/Skjáskot og Getty Ari Freyr Skúlason átti í harkalegum orðaskiptum við skoskan liðsfélaga sinn í búningsklefa belgíska liðsins Oostende eftir leik í janúar. Myndband af háværu rifrildi þeirra hefur nú verið birt. Ari og Skotinn Jack Hendry voru liðsfélagar hjá Oostende fram í mars en Ari gekk þá í raðir Norrköping í Svíþjóð. Rifrildi þeirra átti sér stað eftir grátlegt 2-2 jafntefli við Standard Liege í mikilvægum leik í baráttu um Evrópusæti, í lok janúar. Standard Liege jafnaði metin á fjórðu mínútu uppbótartíma, með skoti af nærstöng eftir fyrirgjöf af hægri kantinum. Ari og Hendry rifust heiftúðlega um það hver bæri ábyrgð á jöfnunarmarkinu, og rifrildið sést nú í sjónvarpsþáttaröðinni Kustboys sem gerð hefur verið um lið Oostende. Rifrildið má sjá hér að neðan. Fuckin underbar video.Jack Hendry - Ari Skulason. pic.twitter.com/jcya3b4Hvb— Belgisk fotboll (@belgiskfotboll) May 5, 2021 Ari var vinstri bakvörður Oostende í leiknum og með „fjandans hausinn úti í geimi“ í aðdraganda jöfnunarmarksins, að mati Hendrys sem kallaði Ara illum nöfnum. Vildi Hendry meina að Ari hefði átt að stöðva fyrirgjöfina. Ari var ekkert sérstaklega sammála því mati og spurði Hendry, og nýtti óspart F-orðið, hvort hann hefði ekki sjálfur átt að gera betur. Hendry fríaði sig allri ábyrgð og benti á að Frederik Jäkel hefði átt að gæta leikmannsins sem skoraði af nærstöng. Ari sagði þá vítateiginn hafa verið fullan af leikmönnum til að verjast. Hér að neðan má sjá markið sem olli rifrildinu, og það hefst eftir fjórar mínútur. Ari viðurkenndi í viðtali við Fótbolta.net árið 2015, eftir að hafa átt sinn þátt í að koma Íslandi á EM í Frakklandi, að hann hefði framan af ferli átt í miklum erfiðleikum með að hemja skap sitt. Hann hefði á endanum verið skikkaður í eins konar reiðistjórnun, eftir að hafa meðal annars fengið tólf gul spjöld á einni leiktíð og þar af mörg fyrir kjaftbrúk við dómara. Þessi bráðum 34 ára landsliðsmaður, sem á að baki 79 A-landsleiki og tvö stórmót, lætur hins vegar greinilega enn heyra vel í sér þegar hann telur ástæðu til. Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Sjá meira
Ari og Skotinn Jack Hendry voru liðsfélagar hjá Oostende fram í mars en Ari gekk þá í raðir Norrköping í Svíþjóð. Rifrildi þeirra átti sér stað eftir grátlegt 2-2 jafntefli við Standard Liege í mikilvægum leik í baráttu um Evrópusæti, í lok janúar. Standard Liege jafnaði metin á fjórðu mínútu uppbótartíma, með skoti af nærstöng eftir fyrirgjöf af hægri kantinum. Ari og Hendry rifust heiftúðlega um það hver bæri ábyrgð á jöfnunarmarkinu, og rifrildið sést nú í sjónvarpsþáttaröðinni Kustboys sem gerð hefur verið um lið Oostende. Rifrildið má sjá hér að neðan. Fuckin underbar video.Jack Hendry - Ari Skulason. pic.twitter.com/jcya3b4Hvb— Belgisk fotboll (@belgiskfotboll) May 5, 2021 Ari var vinstri bakvörður Oostende í leiknum og með „fjandans hausinn úti í geimi“ í aðdraganda jöfnunarmarksins, að mati Hendrys sem kallaði Ara illum nöfnum. Vildi Hendry meina að Ari hefði átt að stöðva fyrirgjöfina. Ari var ekkert sérstaklega sammála því mati og spurði Hendry, og nýtti óspart F-orðið, hvort hann hefði ekki sjálfur átt að gera betur. Hendry fríaði sig allri ábyrgð og benti á að Frederik Jäkel hefði átt að gæta leikmannsins sem skoraði af nærstöng. Ari sagði þá vítateiginn hafa verið fullan af leikmönnum til að verjast. Hér að neðan má sjá markið sem olli rifrildinu, og það hefst eftir fjórar mínútur. Ari viðurkenndi í viðtali við Fótbolta.net árið 2015, eftir að hafa átt sinn þátt í að koma Íslandi á EM í Frakklandi, að hann hefði framan af ferli átt í miklum erfiðleikum með að hemja skap sitt. Hann hefði á endanum verið skikkaður í eins konar reiðistjórnun, eftir að hafa meðal annars fengið tólf gul spjöld á einni leiktíð og þar af mörg fyrir kjaftbrúk við dómara. Þessi bráðum 34 ára landsliðsmaður, sem á að baki 79 A-landsleiki og tvö stórmót, lætur hins vegar greinilega enn heyra vel í sér þegar hann telur ástæðu til.
Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Sjá meira