Myndband: Ari kallaður illum nöfnum í hávaðarifrildi eftir leik Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2021 10:31 Ari Freyr Skúlason og Jack Hendry rifust í búningsklefa Oostende í lok janúar. Ari, sem á að baki 79 A-landsleiki, er nú orðinn leikmaður Norrköping í Svíþjóð. Samsett/Skjáskot og Getty Ari Freyr Skúlason átti í harkalegum orðaskiptum við skoskan liðsfélaga sinn í búningsklefa belgíska liðsins Oostende eftir leik í janúar. Myndband af háværu rifrildi þeirra hefur nú verið birt. Ari og Skotinn Jack Hendry voru liðsfélagar hjá Oostende fram í mars en Ari gekk þá í raðir Norrköping í Svíþjóð. Rifrildi þeirra átti sér stað eftir grátlegt 2-2 jafntefli við Standard Liege í mikilvægum leik í baráttu um Evrópusæti, í lok janúar. Standard Liege jafnaði metin á fjórðu mínútu uppbótartíma, með skoti af nærstöng eftir fyrirgjöf af hægri kantinum. Ari og Hendry rifust heiftúðlega um það hver bæri ábyrgð á jöfnunarmarkinu, og rifrildið sést nú í sjónvarpsþáttaröðinni Kustboys sem gerð hefur verið um lið Oostende. Rifrildið má sjá hér að neðan. Fuckin underbar video.Jack Hendry - Ari Skulason. pic.twitter.com/jcya3b4Hvb— Belgisk fotboll (@belgiskfotboll) May 5, 2021 Ari var vinstri bakvörður Oostende í leiknum og með „fjandans hausinn úti í geimi“ í aðdraganda jöfnunarmarksins, að mati Hendrys sem kallaði Ara illum nöfnum. Vildi Hendry meina að Ari hefði átt að stöðva fyrirgjöfina. Ari var ekkert sérstaklega sammála því mati og spurði Hendry, og nýtti óspart F-orðið, hvort hann hefði ekki sjálfur átt að gera betur. Hendry fríaði sig allri ábyrgð og benti á að Frederik Jäkel hefði átt að gæta leikmannsins sem skoraði af nærstöng. Ari sagði þá vítateiginn hafa verið fullan af leikmönnum til að verjast. Hér að neðan má sjá markið sem olli rifrildinu, og það hefst eftir fjórar mínútur. Ari viðurkenndi í viðtali við Fótbolta.net árið 2015, eftir að hafa átt sinn þátt í að koma Íslandi á EM í Frakklandi, að hann hefði framan af ferli átt í miklum erfiðleikum með að hemja skap sitt. Hann hefði á endanum verið skikkaður í eins konar reiðistjórnun, eftir að hafa meðal annars fengið tólf gul spjöld á einni leiktíð og þar af mörg fyrir kjaftbrúk við dómara. Þessi bráðum 34 ára landsliðsmaður, sem á að baki 79 A-landsleiki og tvö stórmót, lætur hins vegar greinilega enn heyra vel í sér þegar hann telur ástæðu til. Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Sjá meira
Ari og Skotinn Jack Hendry voru liðsfélagar hjá Oostende fram í mars en Ari gekk þá í raðir Norrköping í Svíþjóð. Rifrildi þeirra átti sér stað eftir grátlegt 2-2 jafntefli við Standard Liege í mikilvægum leik í baráttu um Evrópusæti, í lok janúar. Standard Liege jafnaði metin á fjórðu mínútu uppbótartíma, með skoti af nærstöng eftir fyrirgjöf af hægri kantinum. Ari og Hendry rifust heiftúðlega um það hver bæri ábyrgð á jöfnunarmarkinu, og rifrildið sést nú í sjónvarpsþáttaröðinni Kustboys sem gerð hefur verið um lið Oostende. Rifrildið má sjá hér að neðan. Fuckin underbar video.Jack Hendry - Ari Skulason. pic.twitter.com/jcya3b4Hvb— Belgisk fotboll (@belgiskfotboll) May 5, 2021 Ari var vinstri bakvörður Oostende í leiknum og með „fjandans hausinn úti í geimi“ í aðdraganda jöfnunarmarksins, að mati Hendrys sem kallaði Ara illum nöfnum. Vildi Hendry meina að Ari hefði átt að stöðva fyrirgjöfina. Ari var ekkert sérstaklega sammála því mati og spurði Hendry, og nýtti óspart F-orðið, hvort hann hefði ekki sjálfur átt að gera betur. Hendry fríaði sig allri ábyrgð og benti á að Frederik Jäkel hefði átt að gæta leikmannsins sem skoraði af nærstöng. Ari sagði þá vítateiginn hafa verið fullan af leikmönnum til að verjast. Hér að neðan má sjá markið sem olli rifrildinu, og það hefst eftir fjórar mínútur. Ari viðurkenndi í viðtali við Fótbolta.net árið 2015, eftir að hafa átt sinn þátt í að koma Íslandi á EM í Frakklandi, að hann hefði framan af ferli átt í miklum erfiðleikum með að hemja skap sitt. Hann hefði á endanum verið skikkaður í eins konar reiðistjórnun, eftir að hafa meðal annars fengið tólf gul spjöld á einni leiktíð og þar af mörg fyrir kjaftbrúk við dómara. Þessi bráðum 34 ára landsliðsmaður, sem á að baki 79 A-landsleiki og tvö stórmót, lætur hins vegar greinilega enn heyra vel í sér þegar hann telur ástæðu til.
Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Sjá meira