Drógu úr fugladauða með því að mála einn spaða svartan Kristján Már Unnarsson skrifar 6. maí 2021 09:59 Með því að mála eitt vindmyllublað svart tókst að draga úr fugladauða um sjötíu prósent meðal hafarna. NINA, NORSK INSTITUTT FOR NATURFORSKNING Fuglaáhugamenn í Noregi krefjast aðgerða eftir að norskir vísindamenn uppgötvuðu tiltölulega einfalda leið, að því er virðist, til að draga úr hættunni á því að fuglar fljúgi á vindmylluspaða. Niðurstaðan hefur vakið heimsathygli en aðferðin felst í því að mála eitt af vindmyllublöðunum svart. Norska ríkisútvarpið NRK fjallaði nýlega um rannsóknina en sérfræðingar við Náttúrufræðistofnun Noregs, NINA, birtu niðurstöður sínar í vísindariti í fyrrasumar. Þeir hafa um árabil rannsakað fugladauða af völdum vindmyllugarða og leitað leiða til að draga úr hættunni. Frá vindorkugarðinum á eynni Smøla við vesturströnd Noregs.NINA Rifjað er upp að frá árinu 2006 hafi fundist yfir fimmhundruð dauðir fuglar undir vindmyllum á eynni Smøla á Norður-Mæri, en þar af eru yfir eitthundrað hafernir. Vísindamennirnir telja að spaðarnir snúist svo hratt að fuglarnir sjái þá ekki og rekist því á þá. Niðurstöður þeirra sýna að með því að mála vindmyllublað svart tókst að draga úr fugladauða um yfir sjötíu prósent meðal hafarna. Aðferðin virkaði einnig gagnvart fjölda annarra fuglategunda. „Ef eitt af þremur túrbínublöðum er svart verður það sýnilegra, líka fyrir fuglana. Þetta auðveldar þeim að forðast árekstur,“ segir Roel May, yfirmaður vísindarannsókna hjá Náttúrufræðistofnun Noregs, í viðtali við NRK. Borin voru saman tvö tímabil, annarsvegar fugladauði við vindmyllur í sjö og hálft ár, þar sem öll blöð voru hvít, og hinsvegar fugladauði í þrjú og hálft ár, eftir að búið var að mála eitt blaðið svart. NRK segir að eftir að vísindarannsóknin birtist hafi norska náttúrufræðistofnunin fengið sterk viðbrögð víða að úr heiminum. Fulltrúar frá löndum eins Hollandi, Bandaríkjunum, Spáni og Suður-Afríku hafi sett sig í samband með það í huga að reyna þessa aðferð. Viðbrögðin hafi hins vegar verið minni í Noregi. „Það er með öllu óskiljanlegt að þetta skuli ekki strax vera sett sem skilyrði til að draga úr hættunni fyrir fugla,“ hefur NRK eftir Martin Eggen hjá norska fuglafræðingafélaginu. Hann telur að leyfisveitandinn, Orkustofnun Noregs, eigi strax að gera kröfu um svart hverflablað gagnvart öllum nýjum vindmyllum en einnig að krefjast breytinga á eldri vindmyllum. Talsmaður Orkustofnunarinnar, Erlend Bjerkestrand, telur málið ekki svo einfalt. Það sé dýrt að mála vindmyllublöð og þau verði við það meira áberandi. „Þetta eykur sýnileika vindmylla og það gætu margir brugðist ókvæða við því. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að þetta verður að skoða ítarlega áður en þú kynnir slíkar ráðstafanir,“ segir Bjerkestrand. Orkumál Noregur Umhverfismál Fuglar Tengdar fréttir Segir haförninn geta orðið illa úti í vindmyllugörðum Fuglaverndarfélag Íslands varar við því að vindmyllugarðar verði leyfðir á farleiðum fugla og á búsvæðum hafarna og hvetur til varfærni og vandaðs umhverfismats. 27. maí 2020 23:35 Skoða hvort friða eigi svæði gagnvart vindmyllugörðum Umhverfisráðherra segir til skoðunar hvort útiloka eigi vindmyllugarða á friðlýstum svæðum og viðkvæmum fuglasvæðum og telur alveg klárt að vindorka heyri undir rammaáætlun um virkjanakosti. 26. maí 2020 22:53 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Sjá meira
Norska ríkisútvarpið NRK fjallaði nýlega um rannsóknina en sérfræðingar við Náttúrufræðistofnun Noregs, NINA, birtu niðurstöður sínar í vísindariti í fyrrasumar. Þeir hafa um árabil rannsakað fugladauða af völdum vindmyllugarða og leitað leiða til að draga úr hættunni. Frá vindorkugarðinum á eynni Smøla við vesturströnd Noregs.NINA Rifjað er upp að frá árinu 2006 hafi fundist yfir fimmhundruð dauðir fuglar undir vindmyllum á eynni Smøla á Norður-Mæri, en þar af eru yfir eitthundrað hafernir. Vísindamennirnir telja að spaðarnir snúist svo hratt að fuglarnir sjái þá ekki og rekist því á þá. Niðurstöður þeirra sýna að með því að mála vindmyllublað svart tókst að draga úr fugladauða um yfir sjötíu prósent meðal hafarna. Aðferðin virkaði einnig gagnvart fjölda annarra fuglategunda. „Ef eitt af þremur túrbínublöðum er svart verður það sýnilegra, líka fyrir fuglana. Þetta auðveldar þeim að forðast árekstur,“ segir Roel May, yfirmaður vísindarannsókna hjá Náttúrufræðistofnun Noregs, í viðtali við NRK. Borin voru saman tvö tímabil, annarsvegar fugladauði við vindmyllur í sjö og hálft ár, þar sem öll blöð voru hvít, og hinsvegar fugladauði í þrjú og hálft ár, eftir að búið var að mála eitt blaðið svart. NRK segir að eftir að vísindarannsóknin birtist hafi norska náttúrufræðistofnunin fengið sterk viðbrögð víða að úr heiminum. Fulltrúar frá löndum eins Hollandi, Bandaríkjunum, Spáni og Suður-Afríku hafi sett sig í samband með það í huga að reyna þessa aðferð. Viðbrögðin hafi hins vegar verið minni í Noregi. „Það er með öllu óskiljanlegt að þetta skuli ekki strax vera sett sem skilyrði til að draga úr hættunni fyrir fugla,“ hefur NRK eftir Martin Eggen hjá norska fuglafræðingafélaginu. Hann telur að leyfisveitandinn, Orkustofnun Noregs, eigi strax að gera kröfu um svart hverflablað gagnvart öllum nýjum vindmyllum en einnig að krefjast breytinga á eldri vindmyllum. Talsmaður Orkustofnunarinnar, Erlend Bjerkestrand, telur málið ekki svo einfalt. Það sé dýrt að mála vindmyllublöð og þau verði við það meira áberandi. „Þetta eykur sýnileika vindmylla og það gætu margir brugðist ókvæða við því. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að þetta verður að skoða ítarlega áður en þú kynnir slíkar ráðstafanir,“ segir Bjerkestrand.
Orkumál Noregur Umhverfismál Fuglar Tengdar fréttir Segir haförninn geta orðið illa úti í vindmyllugörðum Fuglaverndarfélag Íslands varar við því að vindmyllugarðar verði leyfðir á farleiðum fugla og á búsvæðum hafarna og hvetur til varfærni og vandaðs umhverfismats. 27. maí 2020 23:35 Skoða hvort friða eigi svæði gagnvart vindmyllugörðum Umhverfisráðherra segir til skoðunar hvort útiloka eigi vindmyllugarða á friðlýstum svæðum og viðkvæmum fuglasvæðum og telur alveg klárt að vindorka heyri undir rammaáætlun um virkjanakosti. 26. maí 2020 22:53 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Sjá meira
Segir haförninn geta orðið illa úti í vindmyllugörðum Fuglaverndarfélag Íslands varar við því að vindmyllugarðar verði leyfðir á farleiðum fugla og á búsvæðum hafarna og hvetur til varfærni og vandaðs umhverfismats. 27. maí 2020 23:35
Skoða hvort friða eigi svæði gagnvart vindmyllugörðum Umhverfisráðherra segir til skoðunar hvort útiloka eigi vindmyllugarða á friðlýstum svæðum og viðkvæmum fuglasvæðum og telur alveg klárt að vindorka heyri undir rammaáætlun um virkjanakosti. 26. maí 2020 22:53