Telja Kínverja losa meira en allar aðrar þróaðar þjóðir samanlagt Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2021 08:48 Kolaorkuver í Peking sést naumlega í gegnum mengunarmóðu. Helmingur allra kolaorkuvera heimsins eru í Kína. Vísir/EPA Kína átti um 27% af losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum árið 2019 samkvæmt nýju mati greiningarfyrirtækis. Það telur að Kínverjar hafi þannig losað meira en allar aðrar þróaðar þjóðir samanlagt. Í nýrri skýrslu Rhodium Group, bandarísks greiningarfyrirtækis, kemur fram að losun Kína hafi meira en þrefaldast á undanförnum þremur áratugum. Losunin árið 2019 nam fjórtán milljörðum tonna af koltvísýringsígildum. Bandaríkin, sem voru þar til nýlega stórtækasti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum, losaði næst mest eða 11% af heimslosuninni. Indland var í þriðja sæti með 6,6% losunarinnar. Mannkynið í heild losaði 52 milljarða tonna af koltvísýringsígildum árið 2019, um 11,4% aukning á einum áratug. Kína er fjölmennasta ríki heims og þegar losunin er miðuð við höfðatölu eru Bandaríkin enn langt á undan. Rhodium Group segir að losun miðað við höfðatölu í Kína hafi einnig vaxið hröðum skrefum, þrefaldast á tveimur áratugum. Kínverska kommúnistastjórnin hefur sagst ætla að stefna að kolefnishlutleysi fyrir árið 2060. Til að ná því markmiði muni losun ná hámarki sínu ekki síðar en árið 2030, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þó er ljóst að Kínverjar þurfa að lyfta grettistaki til að svo megi verða en þeir eru afar háðir kolaorku, kolefnisfrekasta jarðefnaeldsneytinu. Í Kína eru 1.058 kolaorkuver, helmingur allra slíkra orkuvera í heiminum. Ómögulegt er að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5-2°C á þessari öld nema að Kína og Bandaríkin komi sér saman um draga stórlega úr losun. Ríkin gáfu nýlega út sameiginlega yfirlýsingu um samstarf í loftslagsmálum í aðdraganda loftslagsfundar Sameinuðu þjóðanna sem fer fram í Glasgow í Skotlandi í nóvember. Loftslagsmál Kína Tengdar fréttir Stendur ekki við gefin loftslagsloforð Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, samþykkti í dag niðurskurð í fjárveitingum til umhverfismála þrátt fyrir að hafa lofað auknum fjármunum í málefnið á loftslagsráðstefnu í gær. 24. apríl 2021 15:19 Bandaríkin vilja leiða baráttuna gegn loftslagsvánni Bandaríkin kynntu í dag nýja lofslagsáætlun en ríkið stefnir á að draga úr mengun gróðurhúsalofttegunda um 50-52 prósent, miðað við losun árið 2005, fyrir 2030. Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti áætlunina á loftslagsráðstefnu í dag. 22. apríl 2021 18:41 ESB stefnir á kolefnishlutleysi með nýju loftslagsmarkmiði Aðildarríki Evrópusambandsins og Evrópuþingið náðu samkomulagi um að stefna að enn frekari samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda á þessum áratug sem á að gera Evrópu að fyrstu kolefnishlutlausu álfunni um miðja öldina. Íslensk stjórnvöld hafa þegar sagst ætla að taka þátt í nýja markmiðinu. 21. apríl 2021 10:46 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Í nýrri skýrslu Rhodium Group, bandarísks greiningarfyrirtækis, kemur fram að losun Kína hafi meira en þrefaldast á undanförnum þremur áratugum. Losunin árið 2019 nam fjórtán milljörðum tonna af koltvísýringsígildum. Bandaríkin, sem voru þar til nýlega stórtækasti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum, losaði næst mest eða 11% af heimslosuninni. Indland var í þriðja sæti með 6,6% losunarinnar. Mannkynið í heild losaði 52 milljarða tonna af koltvísýringsígildum árið 2019, um 11,4% aukning á einum áratug. Kína er fjölmennasta ríki heims og þegar losunin er miðuð við höfðatölu eru Bandaríkin enn langt á undan. Rhodium Group segir að losun miðað við höfðatölu í Kína hafi einnig vaxið hröðum skrefum, þrefaldast á tveimur áratugum. Kínverska kommúnistastjórnin hefur sagst ætla að stefna að kolefnishlutleysi fyrir árið 2060. Til að ná því markmiði muni losun ná hámarki sínu ekki síðar en árið 2030, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þó er ljóst að Kínverjar þurfa að lyfta grettistaki til að svo megi verða en þeir eru afar háðir kolaorku, kolefnisfrekasta jarðefnaeldsneytinu. Í Kína eru 1.058 kolaorkuver, helmingur allra slíkra orkuvera í heiminum. Ómögulegt er að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5-2°C á þessari öld nema að Kína og Bandaríkin komi sér saman um draga stórlega úr losun. Ríkin gáfu nýlega út sameiginlega yfirlýsingu um samstarf í loftslagsmálum í aðdraganda loftslagsfundar Sameinuðu þjóðanna sem fer fram í Glasgow í Skotlandi í nóvember.
Loftslagsmál Kína Tengdar fréttir Stendur ekki við gefin loftslagsloforð Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, samþykkti í dag niðurskurð í fjárveitingum til umhverfismála þrátt fyrir að hafa lofað auknum fjármunum í málefnið á loftslagsráðstefnu í gær. 24. apríl 2021 15:19 Bandaríkin vilja leiða baráttuna gegn loftslagsvánni Bandaríkin kynntu í dag nýja lofslagsáætlun en ríkið stefnir á að draga úr mengun gróðurhúsalofttegunda um 50-52 prósent, miðað við losun árið 2005, fyrir 2030. Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti áætlunina á loftslagsráðstefnu í dag. 22. apríl 2021 18:41 ESB stefnir á kolefnishlutleysi með nýju loftslagsmarkmiði Aðildarríki Evrópusambandsins og Evrópuþingið náðu samkomulagi um að stefna að enn frekari samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda á þessum áratug sem á að gera Evrópu að fyrstu kolefnishlutlausu álfunni um miðja öldina. Íslensk stjórnvöld hafa þegar sagst ætla að taka þátt í nýja markmiðinu. 21. apríl 2021 10:46 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Stendur ekki við gefin loftslagsloforð Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, samþykkti í dag niðurskurð í fjárveitingum til umhverfismála þrátt fyrir að hafa lofað auknum fjármunum í málefnið á loftslagsráðstefnu í gær. 24. apríl 2021 15:19
Bandaríkin vilja leiða baráttuna gegn loftslagsvánni Bandaríkin kynntu í dag nýja lofslagsáætlun en ríkið stefnir á að draga úr mengun gróðurhúsalofttegunda um 50-52 prósent, miðað við losun árið 2005, fyrir 2030. Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti áætlunina á loftslagsráðstefnu í dag. 22. apríl 2021 18:41
ESB stefnir á kolefnishlutleysi með nýju loftslagsmarkmiði Aðildarríki Evrópusambandsins og Evrópuþingið náðu samkomulagi um að stefna að enn frekari samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda á þessum áratug sem á að gera Evrópu að fyrstu kolefnishlutlausu álfunni um miðja öldina. Íslensk stjórnvöld hafa þegar sagst ætla að taka þátt í nýja markmiðinu. 21. apríl 2021 10:46