Fangelsisdómur bíður þeirra sem verða staðnir að sinubruna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. maí 2021 22:30 Þrír karlmenn á aldrinum átján og nítján ára fengu þriggja mánaða skilorðsbundna dóma árið 2008 fyrir sinubruna sem var mun minni en sá sem varð í Heiðmörk á þriðjudag. Vísir/Vilhelm Þrír piltar á framhaldsskólaaldri voru í september 2008 dæmdir í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sinubruna í landi Skógaræktarfélags Hafnarfjarðar við Hvaleyrarvatn. Piltarnir kveiktu eldinn í lok apríl sama ár. Veðurfar í mánuðinum var ekki ósvipað því og er nú. Mun minni úrkoma en í venjulegu ári, sólin skein og gróður þurr. Þó ekki jafn þurr og nú en ekki hefur verið jafnþurrt í Reykjavík í ár fyrstu fjóra mánuði ársins í aldarfjórðung. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu áætlar að um 200 hektarar, rúmlega tveir ferkílómetrar, hafi brunnið í Heiðmörk á þriðjudaginn. Í apríl 2008 brann mun minna svæði eða tæplega átta hektarar af grónu landi, þar á meðal rúmlega sjö þúsund tré. Ekkert hefur komið fram um eldsupptök í eldinum í Heiðmörk á þriðjudag. Heiðmörk er opin en bannað er að kveikja eld á svæðinu, hvort sem er í formi sígarettu eða í stærri mæli. Óvissustig almannavarna er á Suðurlandi öllu, vestur á Snæfellsnes og austur undir Eyjafjöll. Lítil úrkoma er í kortunum og áhyggjur töluverðar hjá slökkviliðsstjórum og sumarhúsaeigendum á svæðunum. Áhyggjur eru því töluverðar en sé horft til dómsins sem piltarnir þrír fengu fyrir minni sinubruna árið 2008 má telja ólíklegt að vægari dómur en þriggja mánaða fangelsi bíði þeirra sem staðnir verða að sinubruna. Hámarksrefsing í brotaflokknum er sex ára fangelsi. Gróðureldar á Íslandi Gróðureldar í Heiðmörk Lögreglumál Tengdar fréttir „Örugglega stærsti svona bruninn í svona kjarrlendi“ Verðmætasta svæði Heiðmerkur virðist hafa sloppið í gróðureldinum í gær en það mun þó taka nokkurn tíma að sjá hversu mikið tjón varð. 5. maí 2021 20:02 Næststærsti gróðureldur á Íslandi í fimmtán ár Gróðureldurinn í Heiðmörk í gær virðist hafa verið sá næststærsti á Íslandi frá brunanum mikla á Mýrum í Borgarfirði fyrir fimmtán árum. Fyrstu fjórir mánuðir ársins voru þeir þurrustu í Reykjavík í meira en aldarfjórðung. 5. maí 2021 16:19 Heiðmörk opin en reykingar bannaðar Göngustígar og akvegir í Heiðmörk eru opnir gestum þrátt fyrir gróðureldinn sem geisaði á þriðjudaginn. Reykingar og hvers kyns meðferð elds eða eldfæra er bönnuð í Heiðmörk á meðan veður er jafn þurrt og nú er. Gestir friðlandsins eru hvattir hugsa vel um náttúruna. 6. maí 2021 14:11 Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Veðurfar í mánuðinum var ekki ósvipað því og er nú. Mun minni úrkoma en í venjulegu ári, sólin skein og gróður þurr. Þó ekki jafn þurr og nú en ekki hefur verið jafnþurrt í Reykjavík í ár fyrstu fjóra mánuði ársins í aldarfjórðung. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu áætlar að um 200 hektarar, rúmlega tveir ferkílómetrar, hafi brunnið í Heiðmörk á þriðjudaginn. Í apríl 2008 brann mun minna svæði eða tæplega átta hektarar af grónu landi, þar á meðal rúmlega sjö þúsund tré. Ekkert hefur komið fram um eldsupptök í eldinum í Heiðmörk á þriðjudag. Heiðmörk er opin en bannað er að kveikja eld á svæðinu, hvort sem er í formi sígarettu eða í stærri mæli. Óvissustig almannavarna er á Suðurlandi öllu, vestur á Snæfellsnes og austur undir Eyjafjöll. Lítil úrkoma er í kortunum og áhyggjur töluverðar hjá slökkviliðsstjórum og sumarhúsaeigendum á svæðunum. Áhyggjur eru því töluverðar en sé horft til dómsins sem piltarnir þrír fengu fyrir minni sinubruna árið 2008 má telja ólíklegt að vægari dómur en þriggja mánaða fangelsi bíði þeirra sem staðnir verða að sinubruna. Hámarksrefsing í brotaflokknum er sex ára fangelsi.
Gróðureldar á Íslandi Gróðureldar í Heiðmörk Lögreglumál Tengdar fréttir „Örugglega stærsti svona bruninn í svona kjarrlendi“ Verðmætasta svæði Heiðmerkur virðist hafa sloppið í gróðureldinum í gær en það mun þó taka nokkurn tíma að sjá hversu mikið tjón varð. 5. maí 2021 20:02 Næststærsti gróðureldur á Íslandi í fimmtán ár Gróðureldurinn í Heiðmörk í gær virðist hafa verið sá næststærsti á Íslandi frá brunanum mikla á Mýrum í Borgarfirði fyrir fimmtán árum. Fyrstu fjórir mánuðir ársins voru þeir þurrustu í Reykjavík í meira en aldarfjórðung. 5. maí 2021 16:19 Heiðmörk opin en reykingar bannaðar Göngustígar og akvegir í Heiðmörk eru opnir gestum þrátt fyrir gróðureldinn sem geisaði á þriðjudaginn. Reykingar og hvers kyns meðferð elds eða eldfæra er bönnuð í Heiðmörk á meðan veður er jafn þurrt og nú er. Gestir friðlandsins eru hvattir hugsa vel um náttúruna. 6. maí 2021 14:11 Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
„Örugglega stærsti svona bruninn í svona kjarrlendi“ Verðmætasta svæði Heiðmerkur virðist hafa sloppið í gróðureldinum í gær en það mun þó taka nokkurn tíma að sjá hversu mikið tjón varð. 5. maí 2021 20:02
Næststærsti gróðureldur á Íslandi í fimmtán ár Gróðureldurinn í Heiðmörk í gær virðist hafa verið sá næststærsti á Íslandi frá brunanum mikla á Mýrum í Borgarfirði fyrir fimmtán árum. Fyrstu fjórir mánuðir ársins voru þeir þurrustu í Reykjavík í meira en aldarfjórðung. 5. maí 2021 16:19
Heiðmörk opin en reykingar bannaðar Göngustígar og akvegir í Heiðmörk eru opnir gestum þrátt fyrir gróðureldinn sem geisaði á þriðjudaginn. Reykingar og hvers kyns meðferð elds eða eldfæra er bönnuð í Heiðmörk á meðan veður er jafn þurrt og nú er. Gestir friðlandsins eru hvattir hugsa vel um náttúruna. 6. maí 2021 14:11