Fyrir sterkara og loftslagsþolnara samfélag Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 8. maí 2021 09:18 Loftslagsvá nútímans kallar á fjölbreyttar aðgerðir. Engin ein lausn mun duga til heldur þarf samstillt átak á öllum sviðum samfélagsins. Fyrst og fremst þarf að draga úr losun - og það hratt, en svo er ekki síður mikilvægt að binda það umframkolefni sem þegar er komið út í andrúmsloftið. Minni losun gróðurhúsalofttegunda og aukin kolefnisbinding eru dæmi um mótvægisaðgerðir gegn loftslagsbreytingum og í þær hafa íslensk stjórnvöld fyrst og fremst beint kröftum sínum hingað til. Við höfum t.d. sett af stað fjölda fjármagnaðra aðgerða til þess að draga úr losun og aukið til muna umfang skógræktar, landgræðslu og endurheimtar votlendis. Niðurdæling koldíoxíðs á vegum Carbfix er líka dæmi um afar mikilvægar mótvægisaðgerðir sem trúlega munu sækja í sig veðrið á komandi árum, ekki bara hér á landi. Búast má við að fleiri verkefnum á sviði föngunar koldíoxíðs úr andrúmslofti verði hleypt af stokkunum. Nýjustu tölur um losun á beinni ábyrgð Íslands sýna að samdráttur í losun er hafinn , þótt ljóst sé að samdrátturinn þurfi að verða mun hraðari á næstu árum. Þar þurfa allir að leggjast á eitt; stjórnvöld, atvinnulífið og einstaklingar. En svo er það hin hliðin á peningnum, en hún snýr að aðlögun samfélagsins og innviða þess að breytingum sem óhjákvæmilega munu verða. Breytingum sem við munum ekki geta komið í veg fyrir með mótvægisaðgerðum. Aukin úrkomuákefð, hætta á skriðuföllum, hækkun sjávarborðs og súrnun og hlýnun sjávar. Allt eru þetta dæmi um áhrif loftslagsbreytinga sem við verðum að bregðast við. Náttúrufarslegar breytingar leiða síðan af sér samfélagslegar breytingar. Við þurfum ekki síður að búa okkur undir þær og kappkosta að þær komi ekki harðar niður á sumum þjóðfélagshópum umfram aðra. Við þurfum í stuttu máli að búa okkur undir breyttan heim og efla viðnámsþrótt samfélagsins. Aðlögun sett á dagskrá Við byggjum á góðum grunni. Við eigum fært vísindafólk og erum illu heilli, alvön að bregðast við náttúruvá. Þótt við séum skemmra á veg komin í aðlögunarmálum en nágrannalöndin munu brátt liggja fyrir drög að fyrstu aðlögunarstefnu Íslands. Stefnan verður undanfari aðlögunaráætlunar stjórnvalda. Í nýliðinni viku var tilkynnt um nýja skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar á Veðurstofu Íslands, en hún verður nokkurskonar heimili fyrir skipulagningu aðlögunarmála í samfélaginu – samstarfsvettvangur fagstofnana, hagaðila og vísindasamfélagsins. Grundvöllur réttra viðbragða er að við höfum aðgang að upplýsingum og góðan skilning á því sem er að gerast í umhverfi okkar. Þar mun ný skrifstofa loftslagsþjónustu og aðlögunar gegna lykilhlutverki. Lágmörkum samfélagslegan skaða Árið sem leið og fyrstu mánuðir nýs árs hafa sýnt okkur mikilvægi þess að við séum vel undirbúin og vel á verði. Rigningar, skriður, skjálftar og eldsumbrot, í bland við farsótt, hafa skapað krefjandi aðstæður og valdið mörgu fólki margvíslegu tjóni. Eins og gefur að skilja er aðlögun að loftslagsbreytingum gríðar víðfeðmur málaflokkur og í raun hugsanagangur sem samfélagið í heild þarf að tileinka sér á næstu árum. Það eru ótal afleidd samfélagsleg áhrif og margskonar mögulegt tjón. En aðgerðir til aðlögunar geta einnig búið til ný störf og ef rétt er á málum haldið eiga þær að skapa okkur sterkari innviði og loftslagsþolnara samfélag en ella, þar sem áhætta á samfélagslegum skaða vegna áhrifa loftslagsbreytinga er lágmörkuð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Loftslagsmál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Sjá meira
Loftslagsvá nútímans kallar á fjölbreyttar aðgerðir. Engin ein lausn mun duga til heldur þarf samstillt átak á öllum sviðum samfélagsins. Fyrst og fremst þarf að draga úr losun - og það hratt, en svo er ekki síður mikilvægt að binda það umframkolefni sem þegar er komið út í andrúmsloftið. Minni losun gróðurhúsalofttegunda og aukin kolefnisbinding eru dæmi um mótvægisaðgerðir gegn loftslagsbreytingum og í þær hafa íslensk stjórnvöld fyrst og fremst beint kröftum sínum hingað til. Við höfum t.d. sett af stað fjölda fjármagnaðra aðgerða til þess að draga úr losun og aukið til muna umfang skógræktar, landgræðslu og endurheimtar votlendis. Niðurdæling koldíoxíðs á vegum Carbfix er líka dæmi um afar mikilvægar mótvægisaðgerðir sem trúlega munu sækja í sig veðrið á komandi árum, ekki bara hér á landi. Búast má við að fleiri verkefnum á sviði föngunar koldíoxíðs úr andrúmslofti verði hleypt af stokkunum. Nýjustu tölur um losun á beinni ábyrgð Íslands sýna að samdráttur í losun er hafinn , þótt ljóst sé að samdrátturinn þurfi að verða mun hraðari á næstu árum. Þar þurfa allir að leggjast á eitt; stjórnvöld, atvinnulífið og einstaklingar. En svo er það hin hliðin á peningnum, en hún snýr að aðlögun samfélagsins og innviða þess að breytingum sem óhjákvæmilega munu verða. Breytingum sem við munum ekki geta komið í veg fyrir með mótvægisaðgerðum. Aukin úrkomuákefð, hætta á skriðuföllum, hækkun sjávarborðs og súrnun og hlýnun sjávar. Allt eru þetta dæmi um áhrif loftslagsbreytinga sem við verðum að bregðast við. Náttúrufarslegar breytingar leiða síðan af sér samfélagslegar breytingar. Við þurfum ekki síður að búa okkur undir þær og kappkosta að þær komi ekki harðar niður á sumum þjóðfélagshópum umfram aðra. Við þurfum í stuttu máli að búa okkur undir breyttan heim og efla viðnámsþrótt samfélagsins. Aðlögun sett á dagskrá Við byggjum á góðum grunni. Við eigum fært vísindafólk og erum illu heilli, alvön að bregðast við náttúruvá. Þótt við séum skemmra á veg komin í aðlögunarmálum en nágrannalöndin munu brátt liggja fyrir drög að fyrstu aðlögunarstefnu Íslands. Stefnan verður undanfari aðlögunaráætlunar stjórnvalda. Í nýliðinni viku var tilkynnt um nýja skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar á Veðurstofu Íslands, en hún verður nokkurskonar heimili fyrir skipulagningu aðlögunarmála í samfélaginu – samstarfsvettvangur fagstofnana, hagaðila og vísindasamfélagsins. Grundvöllur réttra viðbragða er að við höfum aðgang að upplýsingum og góðan skilning á því sem er að gerast í umhverfi okkar. Þar mun ný skrifstofa loftslagsþjónustu og aðlögunar gegna lykilhlutverki. Lágmörkum samfélagslegan skaða Árið sem leið og fyrstu mánuðir nýs árs hafa sýnt okkur mikilvægi þess að við séum vel undirbúin og vel á verði. Rigningar, skriður, skjálftar og eldsumbrot, í bland við farsótt, hafa skapað krefjandi aðstæður og valdið mörgu fólki margvíslegu tjóni. Eins og gefur að skilja er aðlögun að loftslagsbreytingum gríðar víðfeðmur málaflokkur og í raun hugsanagangur sem samfélagið í heild þarf að tileinka sér á næstu árum. Það eru ótal afleidd samfélagsleg áhrif og margskonar mögulegt tjón. En aðgerðir til aðlögunar geta einnig búið til ný störf og ef rétt er á málum haldið eiga þær að skapa okkur sterkari innviði og loftslagsþolnara samfélag en ella, þar sem áhætta á samfélagslegum skaða vegna áhrifa loftslagsbreytinga er lágmörkuð.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun