Íslendingar gefa Indverjum öndunarvélar Snorri Másson skrifar 8. maí 2021 15:01 visir/vilhelm Í ljósi alvarlegrar stöðu kórónuveirufaraldursins á Indlandi hafa þarlend stjórnvöld þegið boð íslenskra stjórnvalda um að senda 17 öndunarvélar til Indlands, segir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Öndunarvélarnar eru gjöf frá Landspítala og verða þær fluttar, með milligöngu heilbrigðisráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins, á vegum almannavarna Evrópusambandsins sem Ísland tekur þátt í á grundvelli EES-samstarfsins. Gert er ráð fyrir að vélarnar verði sendar á næstu dögum. Enginn er á gjörgæslu á Íslandi vegna Covid-19 þessa stundina en frá upphafi hafa samtals 54 þurft gjörgæslumeðferð. 29 eru látnir eftir að hafa greinst með Covid-19 hér á landi. Ekki þörf fyrir búnaðinn hér 400.000 ný smit greindust á Indlandi í dag, sem er metfjöldi. Það er sambærilegt um 115 nýjum smitum á einum degi hér í landi en þá er ekki tekið tillit til þess að skimunum er töluvert ábótavant á Indlandi. Samtals hafa 22 milljónir smita greinst. „Þessar öndunarvélar eru hluti af stórri gjöf sem Landspítala fékk í fyrra frá rausnarlegu velvildarfólki spítalans. Þá var algjör óvissa um þörfina hér á landi fyrir öndunarvélar, en hún var metin mikil þá og vélarnar virkilega vel þegnar. Nú er ljóst að ekki er þörf fyrir allar öndunarvélarnar sem Landspítali hlaut að gjöf og því taldi spítalinn rétt að þær nýttust fólki í neyð annars staðar. Landspítali heldur eftir þeim vélum sem talið er nauðsynlegt til að tryggja öryggi landsins,“ segir í tilkynningu stjórnvalda. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Heilbrigðismál Utanríkismál Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Öndunarvélarnar eru gjöf frá Landspítala og verða þær fluttar, með milligöngu heilbrigðisráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins, á vegum almannavarna Evrópusambandsins sem Ísland tekur þátt í á grundvelli EES-samstarfsins. Gert er ráð fyrir að vélarnar verði sendar á næstu dögum. Enginn er á gjörgæslu á Íslandi vegna Covid-19 þessa stundina en frá upphafi hafa samtals 54 þurft gjörgæslumeðferð. 29 eru látnir eftir að hafa greinst með Covid-19 hér á landi. Ekki þörf fyrir búnaðinn hér 400.000 ný smit greindust á Indlandi í dag, sem er metfjöldi. Það er sambærilegt um 115 nýjum smitum á einum degi hér í landi en þá er ekki tekið tillit til þess að skimunum er töluvert ábótavant á Indlandi. Samtals hafa 22 milljónir smita greinst. „Þessar öndunarvélar eru hluti af stórri gjöf sem Landspítala fékk í fyrra frá rausnarlegu velvildarfólki spítalans. Þá var algjör óvissa um þörfina hér á landi fyrir öndunarvélar, en hún var metin mikil þá og vélarnar virkilega vel þegnar. Nú er ljóst að ekki er þörf fyrir allar öndunarvélarnar sem Landspítali hlaut að gjöf og því taldi spítalinn rétt að þær nýttust fólki í neyð annars staðar. Landspítali heldur eftir þeim vélum sem talið er nauðsynlegt til að tryggja öryggi landsins,“ segir í tilkynningu stjórnvalda.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Heilbrigðismál Utanríkismál Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira