Kynhlutlaust mál bannað með lögum Snorri Másson skrifar 9. maí 2021 22:01 Jean-Michel Blanquer er menntamálaráðherra í ríkisstjórn Emmanuel Macron, sem er flokksbróðir hans. Vísir/EPA Menntamálaráðherra Frakka hefur lögfest við því blátt bann að í skólum landsins sé stuðst við kynhlutlaust mál í námsefni fyrir börn. Hann segir reglurnar of flóknar fyrir þau. Það hefur verið umdeilt um margra ára skeið í Frakklandi að nota punkta inni í miðju orði til þess að gefa sérstaklega til kynna að í orðinu felist allar útgáfur til dæmis tiltekins starfsheitis. Dæmi má taka úr þingheimi: „député“ er þingmaður. „Députée“ er þingkona. „Députés“ væri hin hefðbundna fleirtala, sem íhaldssamari Frakkar myndu segja að næði einnig yfir þingkonurnar. „Député.e.s“ er hins vegar nýja útgáfan, sem nú er óheimil í skólum samkvæmt lögum. Í henni áréttar punkturinn svo ekki verður um villst að þarna inni séu líka þingkonur. Mörgum Frökkum þykir punktinum ofaukið, eins og menntamálaráðherranum, Jean-Michel Blaquer. Er hann ræddi málið fyrir menntamálanefnd franska þingsins sagði hann punktakerfið of flókið og raunar svo flókið að það myndi aftra skilningi barna á tungumálinu. Ógerningur sé að miðla franskri tungu til ungu kynslóðarinnar ef punktarnir eru þarna að þvælast fyrir, svo ekki sé talað um fyrir lesblinda, hefur ráðherrann sagt. Alþjóðlegt deilumál Málið veldur verulegum titringi hjá Frökkum og margir eru ósáttir við menntamálaráðherrann. Feminískir stjórnmálamenn á vinstri væng segja þetta óhæfu og telja jafnréttismál að hátta málfræðinni á þennan veg. Klofningurinn er ekki ósvipaður þeim sem þegar er uppi í Þýskalandi, þar sem mörgum er í nöp við stjörnu (*) sem klýfur fjölda titla til þess að árétta að konur séu þar inni. Þar er „Student“ í fleirtölu ekki aðeins „Studenten“ heildur „Student*innen“ og raunar frekar „Studierenden“. Þetta er mjög útbreidd notkun í Þýskalandi. Í íslensku hefur hvorugkynsmynd ýmissa fornafna sótt mjög í sig veðrið á síðustu misserum, þar sem ekki er lengur talað um að „allir“ eða „margir“ hafi til dæmis farið í bólusetningu, heldur „öll“ eða „mörg.“ Frakkland Tengdar fréttir Uggandi Miðflokksmenn og tvístígandi Vinstri græn Þingmenn Miðflokksins eru uggandi yfir frumvarpi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um breytingar á mannanafnalögum. 13. október 2020 12:24 Núgildandi mannanafnalöggjöf feli í sér mannréttindabrot Fyrrverandi formaður mannanafnanefndar, fagnar frumvarpi dómsmálaráðherra sem meðal annars kveður á um að nefndin verði lögð niður. Íslenskufræðingur segir núgildandi lög fela í sér mannréttindabrot. 5. mars 2020 17:30 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Sjá meira
Það hefur verið umdeilt um margra ára skeið í Frakklandi að nota punkta inni í miðju orði til þess að gefa sérstaklega til kynna að í orðinu felist allar útgáfur til dæmis tiltekins starfsheitis. Dæmi má taka úr þingheimi: „député“ er þingmaður. „Députée“ er þingkona. „Députés“ væri hin hefðbundna fleirtala, sem íhaldssamari Frakkar myndu segja að næði einnig yfir þingkonurnar. „Député.e.s“ er hins vegar nýja útgáfan, sem nú er óheimil í skólum samkvæmt lögum. Í henni áréttar punkturinn svo ekki verður um villst að þarna inni séu líka þingkonur. Mörgum Frökkum þykir punktinum ofaukið, eins og menntamálaráðherranum, Jean-Michel Blaquer. Er hann ræddi málið fyrir menntamálanefnd franska þingsins sagði hann punktakerfið of flókið og raunar svo flókið að það myndi aftra skilningi barna á tungumálinu. Ógerningur sé að miðla franskri tungu til ungu kynslóðarinnar ef punktarnir eru þarna að þvælast fyrir, svo ekki sé talað um fyrir lesblinda, hefur ráðherrann sagt. Alþjóðlegt deilumál Málið veldur verulegum titringi hjá Frökkum og margir eru ósáttir við menntamálaráðherrann. Feminískir stjórnmálamenn á vinstri væng segja þetta óhæfu og telja jafnréttismál að hátta málfræðinni á þennan veg. Klofningurinn er ekki ósvipaður þeim sem þegar er uppi í Þýskalandi, þar sem mörgum er í nöp við stjörnu (*) sem klýfur fjölda titla til þess að árétta að konur séu þar inni. Þar er „Student“ í fleirtölu ekki aðeins „Studenten“ heildur „Student*innen“ og raunar frekar „Studierenden“. Þetta er mjög útbreidd notkun í Þýskalandi. Í íslensku hefur hvorugkynsmynd ýmissa fornafna sótt mjög í sig veðrið á síðustu misserum, þar sem ekki er lengur talað um að „allir“ eða „margir“ hafi til dæmis farið í bólusetningu, heldur „öll“ eða „mörg.“
Frakkland Tengdar fréttir Uggandi Miðflokksmenn og tvístígandi Vinstri græn Þingmenn Miðflokksins eru uggandi yfir frumvarpi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um breytingar á mannanafnalögum. 13. október 2020 12:24 Núgildandi mannanafnalöggjöf feli í sér mannréttindabrot Fyrrverandi formaður mannanafnanefndar, fagnar frumvarpi dómsmálaráðherra sem meðal annars kveður á um að nefndin verði lögð niður. Íslenskufræðingur segir núgildandi lög fela í sér mannréttindabrot. 5. mars 2020 17:30 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Sjá meira
Uggandi Miðflokksmenn og tvístígandi Vinstri græn Þingmenn Miðflokksins eru uggandi yfir frumvarpi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um breytingar á mannanafnalögum. 13. október 2020 12:24
Núgildandi mannanafnalöggjöf feli í sér mannréttindabrot Fyrrverandi formaður mannanafnanefndar, fagnar frumvarpi dómsmálaráðherra sem meðal annars kveður á um að nefndin verði lögð niður. Íslenskufræðingur segir núgildandi lög fela í sér mannréttindabrot. 5. mars 2020 17:30