Fari hjól atvinnulífsins ekki að taka hratt við sér gæti þurft að ráðast í opinberar fjárfestingar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. maí 2021 13:01 Sigurður Ingi Jóhannsson Vísir/Vilhelm Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að þúsund ráðningarsamningar hafi orðið til og um fjögur þúsund séu í ferli vegna verkefnisins Hefjum störf. Fari hjól atvinnulífsins ekki að taka hratt við sér gæti þurft að ráðast í opinberar fjárfestingar. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir atvinnulífið hægt og rólega að taka við sér. Sjáanlegur árangur sé af verkefni félagsmálaráðherra, Hefjum störf. „Þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar hefur mælst mjög vel fyrir og þetta verkefni gengur eiginlega betur en maður hefði getað trúað. Ég held að um daginn hafi það verið um fjögur þúsund sem voru komin í einhvern feril og tæpir þúsund ráðningarsamningar orðnir,“ Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, í þættinum Sprengisandi í morgun. Leggja þurfi áherslu á grænar fjárfestingar og fjárfestingar í fólki. „Síðan er engin spurning í mínum huga að við erum að fara að leggja miklu, miklu meiri áherslu á hinar skapandi greinar. Það verður undirstaða næstu meginatvinnugreinar Íslands og það er búið að tala um það lengi en við erum búin að vinna okkur í haginn þangað. En ég held að nákvæmlega hvernig við ætlum að komast þangað, muni að einhverju leyti kosningarnar í haust snúast um.“ Það gæti þó komið til skoðunar að stjórnvöld þurfi að grípa inn í fari hjól atvinnulífsins sjálfkrafa ekki að snúast hratt. „Það getur alveg komið til þess að ef hið almenna atvinnulíf höktir í uppbyggingunni á næstu mánuðum að þar þurfi einfaldlega að taka af skarið um enn frekari opinbera fjárfestingu þó svo að við þurfum að taka lán fyrir því,“ sagði Sigurður Ingi. Í spilaranum hér að neðan má hlusta í heild sinni á viðtal Kristjáns Kristjánssonar við Sigurð Inga Jóhannesson. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir atvinnulífið hægt og rólega að taka við sér. Sjáanlegur árangur sé af verkefni félagsmálaráðherra, Hefjum störf. „Þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar hefur mælst mjög vel fyrir og þetta verkefni gengur eiginlega betur en maður hefði getað trúað. Ég held að um daginn hafi það verið um fjögur þúsund sem voru komin í einhvern feril og tæpir þúsund ráðningarsamningar orðnir,“ Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, í þættinum Sprengisandi í morgun. Leggja þurfi áherslu á grænar fjárfestingar og fjárfestingar í fólki. „Síðan er engin spurning í mínum huga að við erum að fara að leggja miklu, miklu meiri áherslu á hinar skapandi greinar. Það verður undirstaða næstu meginatvinnugreinar Íslands og það er búið að tala um það lengi en við erum búin að vinna okkur í haginn þangað. En ég held að nákvæmlega hvernig við ætlum að komast þangað, muni að einhverju leyti kosningarnar í haust snúast um.“ Það gæti þó komið til skoðunar að stjórnvöld þurfi að grípa inn í fari hjól atvinnulífsins sjálfkrafa ekki að snúast hratt. „Það getur alveg komið til þess að ef hið almenna atvinnulíf höktir í uppbyggingunni á næstu mánuðum að þar þurfi einfaldlega að taka af skarið um enn frekari opinbera fjárfestingu þó svo að við þurfum að taka lán fyrir því,“ sagði Sigurður Ingi. Í spilaranum hér að neðan má hlusta í heild sinni á viðtal Kristjáns Kristjánssonar við Sigurð Inga Jóhannesson.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Sjá meira