Íbúar í hverfi í vesturhluta Houston höfðu samband við lögreglu og tilkynntu um að tígrisdýr gengi laust í garði í íbúahverfi. Hinn grunaði, Victor Hugo Cuevas, hafi á sínum tíma verið sleppt gegn tryggingu, á meðan réttarhalda er beðið að því er segir í frétt CNN.
Lögreglumaður á frívakt hélt að umræddu húsi til að ræða við Cuevas, en þegar lögregla mætti á staðinn tók hinn grunaði tígrisdýrið, kom því fyrir í hvítum sendibíl sínum og keyrði á brott í skyndi.
UPDATE: Victor Hugo Cuevas, 26, is charged with felony evading arrest for fleeing from HPD patrol officers this morning. Attached is a 2017 booking photo.
— Houston Police (@houstonpolice) May 10, 2021
If you see him, call @CrimeStopHOU at 713-222-TIPS.
The tiger portion of the investigation is continuing.#hounews https://t.co/8tI5FeZvJH pic.twitter.com/XCo9rvXOHI
Myndbönd af tígrisdýrinu þar sem það gengur laust hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum eftir að málið kom upp.
Apparently there's a tiger loose on my parents' West Houston street? pic.twitter.com/TgdIiPSPKx
— robwormald (@robwormald) May 10, 2021
Ron Borza, lögreglustjóri í Houston, sagði á fréttamannafundi í gær að eftirförin hafi verið stutt eftir að Cuevas flúði af vettvangi. Var hinn grunaði handtekinn, en ekki sé vitað hvar tígrisdýrið haldi til.
Lögregla fékk ábendingu um að Cuevas hafi einnig haldið fjölda apa á heimili sínu, en samkvæmt lögum í Texas er slíkt ekki ólöglegt. Þó gæti hann átt yfir höfði sér allt að fimm hundruð dala sekt, rúmlega 60 þúsund krónur, fyrir að vera með tígrisdýr á heimili sínu.
Verjandi Cuevas segir skjólstæðing sinn ekki vera eiganda tígrisdýrsins, og að hann vilji gera allt sem að í sínu valdi standi til að hafa uppi á dýrinu.