Sakar forseta FIFA um að vera hugmyndasmiðinn að Ofurdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2021 16:01 Gianni Infantino er æðsti maður fótboltaheimsins sem forseti FIFA. EPA-EFE/CHRISTIAN BRUNA Yfirmaður La Liga á Spáni segir að Gianni Infantino, forseti FIFA, hafi ekki aðeins stutt Ofurdeildarhugmyndina heldur verið maðurinn á bak við tjöldin. Javier Tebas, hæstráðandi hjá spænsku deildinni, kom með mjög athyglisverða kenningu í nýju viðtali. Hann telur sig vita hver „W01“ er í gögnunum um Ofurdeildina sem láku út. „W01“ er að hans mati enginn annar en sjálfur Gianni Infantino, æðsti yfirmaður knattspyrnuheimsins. „Það er hann sem er maðurinn á bak við Ofurdeildina og ég hef sagt það við hann í eigin persónu,“ sagði Javier Tebas og hann endurtók sig til að það færi ekkert á milli mála um hvern hann væri að tala. Javier Tebas coloca a Gianni Infantino, presidente de la FIFA, como la mano que mueve los hilos de la Superliga https://t.co/dqaHQRE6N1— 20mdeportes (@20mDeportes) May 11, 2021 „Ég hef sagt það áður og mun segja það aftur. Maðurinn sem er að baki þessu öllu saman er Gianni Infantino, forseti FIFA. Það er hann sem er að segja hluti og pressa á þetta,“ sagði Tebas. Gianni Infantino var forseti UEFA á árunum 2009 til 2016 eða þar til að hann settist í forsetastólinn hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu. Infantino gaf frá sér yfirlýsingu fyrir sig og FIFA 18. apríl síðastliðinn þar sem kom fram að FIFA væri á móti Ofurdeildinni og hótaði því að leikmenn úr þeirri deild fengju ekki að spila á HM. FIFA president accused of masterminding European Super League by La Liga chief - via @ESPN App https://t.co/4ntCQ923TJ— Christ & Character (@Charles_Chelsea) May 11, 2021 Alls voru tólf félög sem stofnuðu Ofurdeildina þar af sex ensku félögin. Öll ensku félögin hættu við þátttöku eftir hörð mótmæli stuðningsmanna sinna og Inter Milan, Atletico Madrid og AC Milan fylgdu síðan í fótspor þeirra. Real Madrid, Barcelona og Juventus hafa hins vegar enn ekki tilkynnt það að þau séu hætt við. Þau kvörtuðu meðal annars undan óþolandi pressu frá UEFA um að hætta við verkefnið. FIFA Ofurdeildin UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Fótbolti „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Fótbolti Frakkland verður með Íslandi í riðli Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Fótbolti Fyrsti El Clásico sigurinn skilaði sér: „Við höfðum alltaf trú“ Sport „Ætla ekki að standa hérna og afsaka neitt“ Fótbolti Gísli Laxdal snýr heim á Skagann Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Fótbolti Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild Fótbolti „Mér fannst það svolítið vanta í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir Frakkland verður með Íslandi í riðli Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ætla ekki að standa hérna og afsaka neitt“ „Verður að vera þolinmæði og verður að vera bjartsýni“ „Mér fannst það svolítið vanta í dag“ „Horfi enn þá mjög jákvæður á framhaldið“ „Á báðum endum vallarins ekki nógu góðir“ Heimir stýrði til sigurs og Írland heldur sér uppi Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Umfjöllun: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Sædís með mark og stoðsendingu í opnunarleiknum Alexandra lagði upp í frumrauninni Sex breytingar á byrjunarliðinu Íslenskur fjöldasöngur í Murcia Gummi Ben og Kjartan Henry hituðu upp í Murcia Cecilía varði víti Ronaldo alveg sama um eftirhermu Højlunds Tvær ólíkar íþróttir heima og úti: „Viljum vera aggressívari og taka meiri sénsa“ „Hlökkum til að sjá alla Íslendingana“ Leiðin á HM hefst vel hjá Norðmönnum Svona var blaðamannafundurinn fyrir seinni leikinn gegn Kósovó „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Drengjalandsliðin náðu ekki inn á lokamótin Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Héldu hreinu gegn toppliðinu Svekktur með sitt hlutskipti en gengur í takt með hópnum Sjá meira
Javier Tebas, hæstráðandi hjá spænsku deildinni, kom með mjög athyglisverða kenningu í nýju viðtali. Hann telur sig vita hver „W01“ er í gögnunum um Ofurdeildina sem láku út. „W01“ er að hans mati enginn annar en sjálfur Gianni Infantino, æðsti yfirmaður knattspyrnuheimsins. „Það er hann sem er maðurinn á bak við Ofurdeildina og ég hef sagt það við hann í eigin persónu,“ sagði Javier Tebas og hann endurtók sig til að það færi ekkert á milli mála um hvern hann væri að tala. Javier Tebas coloca a Gianni Infantino, presidente de la FIFA, como la mano que mueve los hilos de la Superliga https://t.co/dqaHQRE6N1— 20mdeportes (@20mDeportes) May 11, 2021 „Ég hef sagt það áður og mun segja það aftur. Maðurinn sem er að baki þessu öllu saman er Gianni Infantino, forseti FIFA. Það er hann sem er að segja hluti og pressa á þetta,“ sagði Tebas. Gianni Infantino var forseti UEFA á árunum 2009 til 2016 eða þar til að hann settist í forsetastólinn hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu. Infantino gaf frá sér yfirlýsingu fyrir sig og FIFA 18. apríl síðastliðinn þar sem kom fram að FIFA væri á móti Ofurdeildinni og hótaði því að leikmenn úr þeirri deild fengju ekki að spila á HM. FIFA president accused of masterminding European Super League by La Liga chief - via @ESPN App https://t.co/4ntCQ923TJ— Christ & Character (@Charles_Chelsea) May 11, 2021 Alls voru tólf félög sem stofnuðu Ofurdeildina þar af sex ensku félögin. Öll ensku félögin hættu við þátttöku eftir hörð mótmæli stuðningsmanna sinna og Inter Milan, Atletico Madrid og AC Milan fylgdu síðan í fótspor þeirra. Real Madrid, Barcelona og Juventus hafa hins vegar enn ekki tilkynnt það að þau séu hætt við. Þau kvörtuðu meðal annars undan óþolandi pressu frá UEFA um að hætta við verkefnið.
FIFA Ofurdeildin UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Fótbolti „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Fótbolti Frakkland verður með Íslandi í riðli Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Fótbolti Fyrsti El Clásico sigurinn skilaði sér: „Við höfðum alltaf trú“ Sport „Ætla ekki að standa hérna og afsaka neitt“ Fótbolti Gísli Laxdal snýr heim á Skagann Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Fótbolti Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild Fótbolti „Mér fannst það svolítið vanta í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir Frakkland verður með Íslandi í riðli Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ætla ekki að standa hérna og afsaka neitt“ „Verður að vera þolinmæði og verður að vera bjartsýni“ „Mér fannst það svolítið vanta í dag“ „Horfi enn þá mjög jákvæður á framhaldið“ „Á báðum endum vallarins ekki nógu góðir“ Heimir stýrði til sigurs og Írland heldur sér uppi Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Umfjöllun: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Sædís með mark og stoðsendingu í opnunarleiknum Alexandra lagði upp í frumrauninni Sex breytingar á byrjunarliðinu Íslenskur fjöldasöngur í Murcia Gummi Ben og Kjartan Henry hituðu upp í Murcia Cecilía varði víti Ronaldo alveg sama um eftirhermu Højlunds Tvær ólíkar íþróttir heima og úti: „Viljum vera aggressívari og taka meiri sénsa“ „Hlökkum til að sjá alla Íslendingana“ Leiðin á HM hefst vel hjá Norðmönnum Svona var blaðamannafundurinn fyrir seinni leikinn gegn Kósovó „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Drengjalandsliðin náðu ekki inn á lokamótin Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Héldu hreinu gegn toppliðinu Svekktur með sitt hlutskipti en gengur í takt með hópnum Sjá meira