Tuchel þurfti að ljúga að Aubameyang Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2021 09:30 Thomas Tuchel og Pierre-Emerick Aubameyang frá tíma þeirra saman hjá Dortmund. EPA/Christian Charisius Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, sagði frá sérstökum samskiptum sínum við núverandi fyrirliða Arsenal þegar þeir unnu saman hjá Borussia Dortmund. Það er ljóst á orðum Tuchel að Pierre-Emerick Aubameyang á í svolitlum vandræðum með að mæta á réttum tíma. Þýski knattspyrnustjórinn er hins vegar lausnamiðaður og það sést vel á því hvernig hann tók á því þegar Aubameyang var alltaf að mæta of seint. Aubameyang komst í fréttirnar í mars þegar honum var hent út úr liðinu fyrir leik á móti Tottenham eftir að hafa mætt seint á æfingu daginn fyrir leikinn. Tuchel ræddi reynslu sína af Aubameyang á blaðamannafundi fyrir leik Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. I still don't know how he managed to keep the driving licence in his pocket because from the sound of the car, I don't know if he was always on the speed limit. Thomas Tuchel on managing Pierre-Emerick Aubameyang. https://t.co/KjFnRE8dLP— John Cross (@johncrossmirror) May 11, 2021 „Það er ekki styrkur hans að mæta nákvæmlega á réttum tíma. Hann var eiginlega sá eini hjá okkur í Dortmund sem glímdi við þetta vandamál. Það fór því þannig að þegar við vildum að hann mætti á réttum tíma þá sögðum við honum að fundurinn var klukkan 10.45 þegar hann hófst í rauninni klukkan 11.00. Þá voru ágætis líkur á því að hann myndi mæta á fundinn eins og allir aðrir,“ sagði Thomas Tuchel. „Svo heyrðir þú líka í honum langt að. Það heyrðist vel í vélinni á kagganum hans síðasta kílómetrann. Við gátum því byrjað að undirbúa allt saman og byrjað myndbandið um leið og hann gekk í salinn,“ sagði Tuchel. „Ég veit ekki ennþá hvernig honum tókst að halda bílprófinu þessi tvö ár því ef marka má hljóðin úr bílnum þá var ekki hægt að ímynda sér að hann væri að keyra undir hámarkshraða. Hann var alltaf á síðustu stundu,“ sagði Tuchel. Thomas Tuchel lauds 'crazy' Pierre-Emerick Aubameyang as he fondly recalls their time at Borussia Dortmund | @Matt_Barlow_DM https://t.co/x4FfarVCGj— MailOnline Sport (@MailSport) May 12, 2021 „Svona er hann bara. Það er erfitt að vera reiður út hann því svo mætir hann skælbrosandi, opnar hjarta sitt og gefur öllum góða afsökun. Það er hægt að sætta sig við það að vera með einn eða tvo svona menn í sínu liði,“ sagði Tuchel. Thomas Tuchel stýrði Pierre-Emerick Aubameyang hjá Dortmund í tvö ár og þeir urðu þýskir bikarmeistarar saman 2017 og þá var Aubameyang einnig markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar. „Þetta er ekki stærsta vandamálið. Á sama tíma þá var hann mikill fagmaður. Ég veit ekki til þess að hann hafi misst af einni einustu æfingu. Hann laumaðist heldur aldrei í burtu af æfingunni einni mínútu áður en henni lauk. Þvert á móti. Þegar hann var kominn í æfingafötin þá var hann tilbúinn. Það var gott að hafa hann,“ sagði Tuchel. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira
Það er ljóst á orðum Tuchel að Pierre-Emerick Aubameyang á í svolitlum vandræðum með að mæta á réttum tíma. Þýski knattspyrnustjórinn er hins vegar lausnamiðaður og það sést vel á því hvernig hann tók á því þegar Aubameyang var alltaf að mæta of seint. Aubameyang komst í fréttirnar í mars þegar honum var hent út úr liðinu fyrir leik á móti Tottenham eftir að hafa mætt seint á æfingu daginn fyrir leikinn. Tuchel ræddi reynslu sína af Aubameyang á blaðamannafundi fyrir leik Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. I still don't know how he managed to keep the driving licence in his pocket because from the sound of the car, I don't know if he was always on the speed limit. Thomas Tuchel on managing Pierre-Emerick Aubameyang. https://t.co/KjFnRE8dLP— John Cross (@johncrossmirror) May 11, 2021 „Það er ekki styrkur hans að mæta nákvæmlega á réttum tíma. Hann var eiginlega sá eini hjá okkur í Dortmund sem glímdi við þetta vandamál. Það fór því þannig að þegar við vildum að hann mætti á réttum tíma þá sögðum við honum að fundurinn var klukkan 10.45 þegar hann hófst í rauninni klukkan 11.00. Þá voru ágætis líkur á því að hann myndi mæta á fundinn eins og allir aðrir,“ sagði Thomas Tuchel. „Svo heyrðir þú líka í honum langt að. Það heyrðist vel í vélinni á kagganum hans síðasta kílómetrann. Við gátum því byrjað að undirbúa allt saman og byrjað myndbandið um leið og hann gekk í salinn,“ sagði Tuchel. „Ég veit ekki ennþá hvernig honum tókst að halda bílprófinu þessi tvö ár því ef marka má hljóðin úr bílnum þá var ekki hægt að ímynda sér að hann væri að keyra undir hámarkshraða. Hann var alltaf á síðustu stundu,“ sagði Tuchel. Thomas Tuchel lauds 'crazy' Pierre-Emerick Aubameyang as he fondly recalls their time at Borussia Dortmund | @Matt_Barlow_DM https://t.co/x4FfarVCGj— MailOnline Sport (@MailSport) May 12, 2021 „Svona er hann bara. Það er erfitt að vera reiður út hann því svo mætir hann skælbrosandi, opnar hjarta sitt og gefur öllum góða afsökun. Það er hægt að sætta sig við það að vera með einn eða tvo svona menn í sínu liði,“ sagði Tuchel. Thomas Tuchel stýrði Pierre-Emerick Aubameyang hjá Dortmund í tvö ár og þeir urðu þýskir bikarmeistarar saman 2017 og þá var Aubameyang einnig markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar. „Þetta er ekki stærsta vandamálið. Á sama tíma þá var hann mikill fagmaður. Ég veit ekki til þess að hann hafi misst af einni einustu æfingu. Hann laumaðist heldur aldrei í burtu af æfingunni einni mínútu áður en henni lauk. Þvert á móti. Þegar hann var kominn í æfingafötin þá var hann tilbúinn. Það var gott að hafa hann,“ sagði Tuchel.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira