Störf Sögu Ýrar „mjög óvanaleg hagsmunagæsla“ Snorri Másson skrifar 12. maí 2021 15:54 Berglind Svavarsdóttir er formaður Lögmannafélags Íslands. Podcast með Sölva Tryggva/Landsbankinn Lögmannafélag Íslands mun óska eftir upplýsingum um störf Sögu Ýrar Jónsdóttur lögmanns fyrir Sölva Tryggvason fjölmiðlamann. Félagið hefur eftirlitsskyldu og formaður þess telur framferði Sögu óvanalegt. „Þetta er óvanalegt,“ segir Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, í samtali við Vísi. „Sjónvarpsviðtal lögmanns við skjólstæðing er mjög óvanaleg hagsmunagæsla,“ segir Berglind. Saga Ýrr fór í viðtal í hlaðvarp Sölva og hefur síðan beðist afsökunar á að hafa sært fólk með ummælum sínum. Þau ræddu saman á persónulegan hátt en um leið átti Saga að koma fram sem lögmaður hans í þættinum. Viðtalið vakti mikla athygli en samstarfi Sögu og Sölva lauk nokkrum dögum eftir það, þegar Saga segist skyndilega hafa áttað sig á því að önnur tveggja kvenna sem hefur kært Sölva fyrir ofbeldi, var einnig skjólstæðingur Sögu í öðru máli. Hagsmunaárekstur var þar með orðinn til á milli tveggja umbjóðenda Sögu og ætla má að það sé á meðal þess sem Lögmannafélagið mun kanna. „Við munum leita eftir nánari upplýsingum um þetta mál og fá hennar afstöðu. Við munum kanna þetta mál en það er erfitt að lýsa því nánar að svo stöddu,“ segir Berglind. Ekki hefur borist kæra á hendur Sögu til úrskurðarnefndar lögmanna. Myndbandið af viðtali Sölva og Sögu er ekki lengur aðgengilegt á YouTube-rás Sölva, enda öll myndböndin horfin þaðan út. Útdrátt úr viðtalinu má lesa hér. Nýjar siðareglur ekki vegna Sögu Á fundi hjá Lögmannafélaginu í næstu viku verða bornar upp og lagðar fram til samþykktar breytingar á siðareglum lögmanna. Eftir þeim starfa allir lögmenn, enda skylduðild í Lögmannafélaginu. Þessar breytingar tengjast máli Sögu og Sölva ekki, segir Berglind. „Það þýðir ekkert að reyna að draga ályktanir af þessari tímasetningu. Við erum búin að reyna að finna hentugt tækifæri lengi og teljum að það gefist núna,“ segir Berglind. Nýjar reglur hafa verið í undirbúningi í nokkur ár og fyrirhugaðar breytingar snerta að sögn Berglindar ekki á ákvæðum sem hefðu varðað mál Sögu Ýrar. Um sé að ræða heildstæða yfirferð á reglunum og breytingarnar eru margar og fjölbreyttar, sumar aðeins spurning um orðalag. Podcast með Sölva Tryggva Mál Sölva Tryggvasonar Dómsmál Tengdar fréttir Saga Ýrr segir sig frá máli Sölva Tryggvasonar Saga Ýrr Jónsdóttir hefur sagt sig frá máli Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns, sem hefur verið kærður fyrir líkamsárás og kynferðisbrot. Lögmaðurinn segir sig frá málinu vegna hagsmunaárekstrar, sem hún segist hafa frétt fyrst af á fimmtudaginn. 10. maí 2021 11:23 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
„Þetta er óvanalegt,“ segir Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, í samtali við Vísi. „Sjónvarpsviðtal lögmanns við skjólstæðing er mjög óvanaleg hagsmunagæsla,“ segir Berglind. Saga Ýrr fór í viðtal í hlaðvarp Sölva og hefur síðan beðist afsökunar á að hafa sært fólk með ummælum sínum. Þau ræddu saman á persónulegan hátt en um leið átti Saga að koma fram sem lögmaður hans í þættinum. Viðtalið vakti mikla athygli en samstarfi Sögu og Sölva lauk nokkrum dögum eftir það, þegar Saga segist skyndilega hafa áttað sig á því að önnur tveggja kvenna sem hefur kært Sölva fyrir ofbeldi, var einnig skjólstæðingur Sögu í öðru máli. Hagsmunaárekstur var þar með orðinn til á milli tveggja umbjóðenda Sögu og ætla má að það sé á meðal þess sem Lögmannafélagið mun kanna. „Við munum leita eftir nánari upplýsingum um þetta mál og fá hennar afstöðu. Við munum kanna þetta mál en það er erfitt að lýsa því nánar að svo stöddu,“ segir Berglind. Ekki hefur borist kæra á hendur Sögu til úrskurðarnefndar lögmanna. Myndbandið af viðtali Sölva og Sögu er ekki lengur aðgengilegt á YouTube-rás Sölva, enda öll myndböndin horfin þaðan út. Útdrátt úr viðtalinu má lesa hér. Nýjar siðareglur ekki vegna Sögu Á fundi hjá Lögmannafélaginu í næstu viku verða bornar upp og lagðar fram til samþykktar breytingar á siðareglum lögmanna. Eftir þeim starfa allir lögmenn, enda skylduðild í Lögmannafélaginu. Þessar breytingar tengjast máli Sögu og Sölva ekki, segir Berglind. „Það þýðir ekkert að reyna að draga ályktanir af þessari tímasetningu. Við erum búin að reyna að finna hentugt tækifæri lengi og teljum að það gefist núna,“ segir Berglind. Nýjar reglur hafa verið í undirbúningi í nokkur ár og fyrirhugaðar breytingar snerta að sögn Berglindar ekki á ákvæðum sem hefðu varðað mál Sögu Ýrar. Um sé að ræða heildstæða yfirferð á reglunum og breytingarnar eru margar og fjölbreyttar, sumar aðeins spurning um orðalag.
Podcast með Sölva Tryggva Mál Sölva Tryggvasonar Dómsmál Tengdar fréttir Saga Ýrr segir sig frá máli Sölva Tryggvasonar Saga Ýrr Jónsdóttir hefur sagt sig frá máli Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns, sem hefur verið kærður fyrir líkamsárás og kynferðisbrot. Lögmaðurinn segir sig frá málinu vegna hagsmunaárekstrar, sem hún segist hafa frétt fyrst af á fimmtudaginn. 10. maí 2021 11:23 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Saga Ýrr segir sig frá máli Sölva Tryggvasonar Saga Ýrr Jónsdóttir hefur sagt sig frá máli Sölva Tryggvasonar fjölmiðlamanns, sem hefur verið kærður fyrir líkamsárás og kynferðisbrot. Lögmaðurinn segir sig frá málinu vegna hagsmunaárekstrar, sem hún segist hafa frétt fyrst af á fimmtudaginn. 10. maí 2021 11:23