Atletico afgreiddi Sociedad í fyrri hálfleik. Yannick Carrasco skoraði á sextándu mínútu og tólf mínútum síðar tvöfaldaði Angel Correa forystuna.
Gestirnir minnkuðu muninn sjö mínútum fyrir leikslok með marki Igor Zubeldia en nær komust þeir ekki.
YES YES YESSSSS!!! ➕3️⃣🔴⚪ pic.twitter.com/lmxg0UFGgr
— Atlético de Madrid (@atletienglish) May 12, 2021
Atletico er með 80 stig, Barcelona er með 76 stig, Real Madrid 75 og Sevilla 74. Real Madrid á þó leik til góða annað kvöld en eftir þann leik eru tvær umferðir eftir.
PSG er komið í úrslitaleik bikarsins eftir sigur á Montpellier eftir vítaspyrnukeppni. Staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma en Kylian Mbappe skoraði bæði mörk PSG í leiknum.
Montpellier jafnaði metin sjö mínútum fyrir leikslok og í vítaspyrnukeppninni höfðu PSG betur, 6-5, eftir að Junior Sambia klúðraði sjöttu vítaspyrnu Montpellier.
PSG er í harðri toppbaráttu í deildinni en í bikarúrslitunum mæta þeir annað hvort Rumilly Albanai eða Mónakó. Liðin eigast við annað kvöld.
Moise Kean.....SCORES!
— Paris Saint-Germain (@PSG_English) May 12, 2021
That's it, @PSG_English are into the final of the @coupedefrance! #MHSC ✅✅✅✅✅❌ #PSG ✅✅✅✅✅✅ #MHSCPSG