Biðst afsökunar á ljótum skilaboðasendingum til tánings Sylvía Hall skrifar 13. maí 2021 18:15 Chrissy Teigen hefur notið mikilla vinsælda á Twitter undanfarin ár. Gamlar færslur voru þó dregnar fram í sviðsljósið nýlega eftir viðtal við Courtney Stodden. Getty Samfélagsmiðlastjarnan og fyrirsætan Chrissy Teigen hefur beðist afsökunar á skilaboðum og færslum um fyrirsætuna Courtney Stodden fyrir áratug síðan. Stodden, sem notast við kynhlutlaus persónufornöfn, var sextán ára gamalt þegar Teigen birti færslurnar. Á þeim tíma er Teigen sendi skilaboðin hafði Stodden vakið heimsathygli fyrir þær sakir að hán giftist leikaranum Doug Hutchison, sem var á þeim tíma fimmtugur og 24 árum eldri en Stodden. Þau skildu á síðasta ári eftir níu ára hjónaband. Doug Hutchison og Courteny Stodden skildu í fyrra eftir níu ára hjónaband, en samband þeirra vakti mikla athygli á sínum tíma þar sem Stodden var sextán ára gamalt þegar þau gengu í hjónaband.Getty Í skilaboðunum sem um ræðir hvatti Teigen Stodden til að taka eigið líf. Eftir að Stodden ræddi neteineltið sem hán varð fyrir í viðtali nýlega baðst Teigen afsökunar og sagðist skammast sín fyrir hegðun sína. „Ég dauðskammast mín og er miður mín yfir hegðun minni, en það er ekkert samanborið við hvernig ég lét Courtney líða,“ sagði Teigen. „Ég var óöruggt, athyglissjúkt tröll.“ Not a lot of people are lucky enough to be held accountable for all their past bullshit in front of the entire world. I’m mortified and sad at who I used to be. I was an insecure, attention seeking troll. I am ashamed and completely embarrassed at my behavior but that...— chrissy teigen (@chrissyteigen) May 12, 2021 Teigen sagðist nú ætla vinna í því til frambúðar að verða betri manneskja. Hún vilji ekki bregðast fylgjendum sínum og það sé hræðileg tilfinning að vita til þess að þeir hafi orðið fyrir vonbrigðum með hana. Þá hafi hún reynt að setja sig í samband við Stodden til þess að biðjast afsökunar og vonar að hán taki afsökunarbeiðnina í sátt. I have tried to connect with Courtney privately but since I publicly fueled all this, I want to also publicly apologize. I’m so sorry, Courtney. I hope you can heal now knowing how deeply sorry I am.— chrissy teigen (@chrissyteigen) May 12, 2021 Stodden gerði það, en sagðist efast um einlægnina. „Ég tek afsökunarbeiðninni og fyrirgef henni, en sannleikurinn er sá að ég hef aldrei heyrt frá henni eða hennar fólki í einrúmi. Hún reyndar blokkaði mig á Twitter,“ sagði Stodden. „Mig langar að trúa að þetta sé einlæg afsökunarbeiðni, en mér líður frekar eins og þetta sé opinber tilraun til þess að bjarga samstarfi hennar við Target og önnur fyrirtæki sem eru að átta sig á því að réttlætiskennd hennar er biluð plata.“ Samfélagsmiðlar Hollywood Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
Á þeim tíma er Teigen sendi skilaboðin hafði Stodden vakið heimsathygli fyrir þær sakir að hán giftist leikaranum Doug Hutchison, sem var á þeim tíma fimmtugur og 24 árum eldri en Stodden. Þau skildu á síðasta ári eftir níu ára hjónaband. Doug Hutchison og Courteny Stodden skildu í fyrra eftir níu ára hjónaband, en samband þeirra vakti mikla athygli á sínum tíma þar sem Stodden var sextán ára gamalt þegar þau gengu í hjónaband.Getty Í skilaboðunum sem um ræðir hvatti Teigen Stodden til að taka eigið líf. Eftir að Stodden ræddi neteineltið sem hán varð fyrir í viðtali nýlega baðst Teigen afsökunar og sagðist skammast sín fyrir hegðun sína. „Ég dauðskammast mín og er miður mín yfir hegðun minni, en það er ekkert samanborið við hvernig ég lét Courtney líða,“ sagði Teigen. „Ég var óöruggt, athyglissjúkt tröll.“ Not a lot of people are lucky enough to be held accountable for all their past bullshit in front of the entire world. I’m mortified and sad at who I used to be. I was an insecure, attention seeking troll. I am ashamed and completely embarrassed at my behavior but that...— chrissy teigen (@chrissyteigen) May 12, 2021 Teigen sagðist nú ætla vinna í því til frambúðar að verða betri manneskja. Hún vilji ekki bregðast fylgjendum sínum og það sé hræðileg tilfinning að vita til þess að þeir hafi orðið fyrir vonbrigðum með hana. Þá hafi hún reynt að setja sig í samband við Stodden til þess að biðjast afsökunar og vonar að hán taki afsökunarbeiðnina í sátt. I have tried to connect with Courtney privately but since I publicly fueled all this, I want to also publicly apologize. I’m so sorry, Courtney. I hope you can heal now knowing how deeply sorry I am.— chrissy teigen (@chrissyteigen) May 12, 2021 Stodden gerði það, en sagðist efast um einlægnina. „Ég tek afsökunarbeiðninni og fyrirgef henni, en sannleikurinn er sá að ég hef aldrei heyrt frá henni eða hennar fólki í einrúmi. Hún reyndar blokkaði mig á Twitter,“ sagði Stodden. „Mig langar að trúa að þetta sé einlæg afsökunarbeiðni, en mér líður frekar eins og þetta sé opinber tilraun til þess að bjarga samstarfi hennar við Target og önnur fyrirtæki sem eru að átta sig á því að réttlætiskennd hennar er biluð plata.“
Samfélagsmiðlar Hollywood Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp