27 dagar í EM: EM-bikarinn hefur ekki farið af Íberíuskaganum í þrettán ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2021 12:00 Cristiano Ronaldo kyssir hér EM-bikarinn eftir 1-0 sigur á Frakklandi í úrslitaleiknum á EM 2016. EPA/GEORGI LICOVSKI Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Nágrannaþjóðir hafa unnið þrjú síðustu Evrópumót. Það þarf ekki að fara langa leið á Evrópukortinu til að finna Evrópumeistara síðustu þrettán ára en nágrannarnir á Íberíuskaganum, Spánn og Portúgal, hafa einokað titilinn frá og með EM 2008. Spánverjar urðu fyrsta þjóðin til vinna tvö Evrópumót í röð þegar þeir unnu 2008 og 2012. Spánverjar urðu meira segja heimsmeistarar inn á milli. Portúgal vann síðan síðasta Evrópumót sem fór fram í Frakklandi sumarið 2016. Euro 2008 World Cup 2010 Euro 2012 Spain's golden generation won Euro 2008 on this day and kick-started a dynasty pic.twitter.com/bvfbcbdOTw— B/R Football (@brfootball) June 29, 2020 Spánn vann sinn fyrsta stóra titil í 44 ár þegar liðið vann EM 2008 eftir 1-0 sigur á Þýskalandi í úrslitaleiknum þar sem Fernando Torres skoraði sigurmarkið. David Villa, markakóngur keppninnar, missti af úrslitaleiknum vegna meiðsla. Spánn hafði slegið Ítalíu út í átta liða úrslitunum og unnið Rússland í undanúrslitunum. Fjórum árum síðar vann spænska landsliðið 4-0 sigur á Ítalíu í úrslitaleiknum þar sem Torres var aftur á skotskónum en hin mörkin skoruðu þeir David Silva, Jordi Alba og Juan Mata. Spánverjar höfðu unnið Portúgal í vítaspyrnukeppni í undanúrslitunum en unnu Frakkland í átta liða úrslitunum. #OnThisDay 12 years ago...@Torres won Euro 2008 for Spain with a delightful finish pic.twitter.com/FjLSU3ofg5— Goal (@goal) June 29, 2020 Sigurganga Spánverja á EM endaði með 2-0 tapi á móti Ítalíu í sextán liða úrslitunum en þeir höfðu þá líka tapað síðasta leiknum sínum í riðlinum. Portúgal vann Króatíu, Pólland og Wales á leið sinni í úrslitaleikinn þar sem Eder skoraði eina markið í framlengingu í 1-0 sigri á Frakklandi. Þetta var fyrsti sigur Portúgala á stórmóti en þeir höfðu tapað úrslitaleik EM á heimavelli árið 2004. EURO 2016 Portugal claimed a first-ever major tournament trophy thanks to Éder's 109th-minute strike!#OTD | @selecaoportugal pic.twitter.com/N0HO0MwzXY— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) July 10, 2020 Síðustu tvö Evrópumeistarar hafa þó ekki náð að vinna sinn fyrsta leik á EM. Spænska liðið sem vann 2012 gerði 1-1 jafntefli á móti Ítalíu í leik og Portúgalar hófu síðasta Evrópumót á því að gera 1-1 jafntefli við okkur Íslendinga. Síðasta þjóðin til að vinna EM sem er ekki frá Íberíuskaganum voru Grikkir en þeir unnu hins vegar titilinn á Íberíuskaganum með því að vinna úrslitaleikinn í Lissabon í Portúgal sumarið 2004. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 29 dagar í EM: „Sigurinn“ bara enn sætari fyrst Ronaldo var svona tapsár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Íslenska landsliðið náði stig af verðandi Evrópumeisturum Portúgals í fyrsta leik sínum á stórmóti. 13. maí 2021 12:15 30 dagar í EM: Þjóðir sem unnu fjóra af fyrstu sex EM-titlunum ekki til lengur Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Fyrsta Evrópukeppnin fór fram fyrir 61 ári síðan. 12. maí 2021 12:00 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Sjá meira
Það þarf ekki að fara langa leið á Evrópukortinu til að finna Evrópumeistara síðustu þrettán ára en nágrannarnir á Íberíuskaganum, Spánn og Portúgal, hafa einokað titilinn frá og með EM 2008. Spánverjar urðu fyrsta þjóðin til vinna tvö Evrópumót í röð þegar þeir unnu 2008 og 2012. Spánverjar urðu meira segja heimsmeistarar inn á milli. Portúgal vann síðan síðasta Evrópumót sem fór fram í Frakklandi sumarið 2016. Euro 2008 World Cup 2010 Euro 2012 Spain's golden generation won Euro 2008 on this day and kick-started a dynasty pic.twitter.com/bvfbcbdOTw— B/R Football (@brfootball) June 29, 2020 Spánn vann sinn fyrsta stóra titil í 44 ár þegar liðið vann EM 2008 eftir 1-0 sigur á Þýskalandi í úrslitaleiknum þar sem Fernando Torres skoraði sigurmarkið. David Villa, markakóngur keppninnar, missti af úrslitaleiknum vegna meiðsla. Spánn hafði slegið Ítalíu út í átta liða úrslitunum og unnið Rússland í undanúrslitunum. Fjórum árum síðar vann spænska landsliðið 4-0 sigur á Ítalíu í úrslitaleiknum þar sem Torres var aftur á skotskónum en hin mörkin skoruðu þeir David Silva, Jordi Alba og Juan Mata. Spánverjar höfðu unnið Portúgal í vítaspyrnukeppni í undanúrslitunum en unnu Frakkland í átta liða úrslitunum. #OnThisDay 12 years ago...@Torres won Euro 2008 for Spain with a delightful finish pic.twitter.com/FjLSU3ofg5— Goal (@goal) June 29, 2020 Sigurganga Spánverja á EM endaði með 2-0 tapi á móti Ítalíu í sextán liða úrslitunum en þeir höfðu þá líka tapað síðasta leiknum sínum í riðlinum. Portúgal vann Króatíu, Pólland og Wales á leið sinni í úrslitaleikinn þar sem Eder skoraði eina markið í framlengingu í 1-0 sigri á Frakklandi. Þetta var fyrsti sigur Portúgala á stórmóti en þeir höfðu tapað úrslitaleik EM á heimavelli árið 2004. EURO 2016 Portugal claimed a first-ever major tournament trophy thanks to Éder's 109th-minute strike!#OTD | @selecaoportugal pic.twitter.com/N0HO0MwzXY— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) July 10, 2020 Síðustu tvö Evrópumeistarar hafa þó ekki náð að vinna sinn fyrsta leik á EM. Spænska liðið sem vann 2012 gerði 1-1 jafntefli á móti Ítalíu í leik og Portúgalar hófu síðasta Evrópumót á því að gera 1-1 jafntefli við okkur Íslendinga. Síðasta þjóðin til að vinna EM sem er ekki frá Íberíuskaganum voru Grikkir en þeir unnu hins vegar titilinn á Íberíuskaganum með því að vinna úrslitaleikinn í Lissabon í Portúgal sumarið 2004.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir 29 dagar í EM: „Sigurinn“ bara enn sætari fyrst Ronaldo var svona tapsár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Íslenska landsliðið náði stig af verðandi Evrópumeisturum Portúgals í fyrsta leik sínum á stórmóti. 13. maí 2021 12:15 30 dagar í EM: Þjóðir sem unnu fjóra af fyrstu sex EM-titlunum ekki til lengur Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Fyrsta Evrópukeppnin fór fram fyrir 61 ári síðan. 12. maí 2021 12:00 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Sjá meira
29 dagar í EM: „Sigurinn“ bara enn sætari fyrst Ronaldo var svona tapsár Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Íslenska landsliðið náði stig af verðandi Evrópumeisturum Portúgals í fyrsta leik sínum á stórmóti. 13. maí 2021 12:15
30 dagar í EM: Þjóðir sem unnu fjóra af fyrstu sex EM-titlunum ekki til lengur Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Fyrsta Evrópukeppnin fór fram fyrir 61 ári síðan. 12. maí 2021 12:00