Kínverjar lentu vélmenni á Mars Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2021 08:00 Starfsmenn Geimvísindastofnunar Kína fögnuðu lendingunni ákaft. AP/ihnua Kínverjar hafa lent fyrsta lendingarfari sínu á Mars og urðu þeir þar með önnur þjóðin í heiminum sem tekst það. Vélmennið Zhurong er þegar byrjað að senda gögn til jarðarinnar eftir að hafa lent seint í gærkvöldi, að íslenskum tíma. Zhurong hafði verið á braut um Mars í nokkra mánuði í geimfarinu Tianwen 1 og var farinu svo lent á stað sem kallast Utopia Planitia. Vélmennið er enn inn í lendingarfarinu og mun vera þar í einhvern tíma á meðan tilraunir fara fram á virkni þess. Önnur ríki hafa lent geimförum á Mars, eins og Sovétríkin, en lendingar þeirra geimfara hafa misheppnast og þau ekki sent gögn til jarðarinnar. Geimvísindastofnun Evrópu hefur sent tvö lendingarför til Mars en bæði brotlentu. Bandaríkin hafa lent níu lendingarförum á Mars frá 1976. Kínverjar hafa á síðustu vikum og mánuðum náð þó nokkrum áföngum í geimnum. Skammt er síðan þeir skutu fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar á loft og hafa þeir einnig náð í jarðvegssýni frá tunglinu, svo eitthvað sé nefnt. Ríkismiðillinn Xinhua segir lendingarferlið hafa tekið um þrjár klukkustundir en hættulegasti hluti lendingarinnar einungis níu mínútur. Lendingarfarið hafi fyrst notað andrúmsloft Mars til að hægja ferðina úr 4,8 kílómetrum á sekúndu í um 460 metra á sekúndu. Þá hafi stórar fallhlífar hægt enn frekar á því. Svo hafi litlar eldflaugar verið notaðar til að lenda farinu. Hér má sjá myndband þar sem lendingarferlið er sýnt. Þegar vélmennið Zhurong yfirgefur lendingarfarið, stendur til að framkvæma rannsóknir yfir minnst níutíu mars-daga tímabil. Það samsvarar um 93 dögum á jörðinni. Markmið er að leita að vatni og skoða úr hverju Mars er. Samkvæmt frétt Space.com telja vísindamenn að mögulega megi finna ís undir yfirborði Utopia Planitia. Zhurong, sem er nefnt eftir fornum kínverskum eldguði, býr yfir sex tækjum. Þar á meðal eru tvær myndavélar, neðanjarðarratsjá, leysigeisli og tæki sem eiga að rannsaka andrúmsloft Mars. Kína Mars Tækni Vísindi Geimurinn Tengdar fréttir Stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar á loft á morgun Starfsmenn Geimvísindastofnunar Kína stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar þeirra á loft á morgun. Þetta verður fyrsta af ellefu geimskotum sem tengjast byggingu geimstöðvarinnar, sem taka á í gagnið undir lok næsta árs. 28. apríl 2021 11:38 Öngþveiti á sporbraut um Mars Ákveðið öngþveiti verður á sporbraut um Mars í næstu viku þegar þrjú ný geimför hafa náð sporbraut um plánetuna. Kínverskt geimfar náði á braut um Mars í gær en þar var fyrir geimfar frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. 11. febrúar 2021 21:02 Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði. 7. janúar 2021 08:31 Kínverskt könnunarfar á leið til Mars Kínverjar skutu í nótt á loft geimfari sem mun flytja könnunarfar til plánetunnar Mars. 23. júlí 2020 06:49 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Zhurong hafði verið á braut um Mars í nokkra mánuði í geimfarinu Tianwen 1 og var farinu svo lent á stað sem kallast Utopia Planitia. Vélmennið er enn inn í lendingarfarinu og mun vera þar í einhvern tíma á meðan tilraunir fara fram á virkni þess. Önnur ríki hafa lent geimförum á Mars, eins og Sovétríkin, en lendingar þeirra geimfara hafa misheppnast og þau ekki sent gögn til jarðarinnar. Geimvísindastofnun Evrópu hefur sent tvö lendingarför til Mars en bæði brotlentu. Bandaríkin hafa lent níu lendingarförum á Mars frá 1976. Kínverjar hafa á síðustu vikum og mánuðum náð þó nokkrum áföngum í geimnum. Skammt er síðan þeir skutu fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar á loft og hafa þeir einnig náð í jarðvegssýni frá tunglinu, svo eitthvað sé nefnt. Ríkismiðillinn Xinhua segir lendingarferlið hafa tekið um þrjár klukkustundir en hættulegasti hluti lendingarinnar einungis níu mínútur. Lendingarfarið hafi fyrst notað andrúmsloft Mars til að hægja ferðina úr 4,8 kílómetrum á sekúndu í um 460 metra á sekúndu. Þá hafi stórar fallhlífar hægt enn frekar á því. Svo hafi litlar eldflaugar verið notaðar til að lenda farinu. Hér má sjá myndband þar sem lendingarferlið er sýnt. Þegar vélmennið Zhurong yfirgefur lendingarfarið, stendur til að framkvæma rannsóknir yfir minnst níutíu mars-daga tímabil. Það samsvarar um 93 dögum á jörðinni. Markmið er að leita að vatni og skoða úr hverju Mars er. Samkvæmt frétt Space.com telja vísindamenn að mögulega megi finna ís undir yfirborði Utopia Planitia. Zhurong, sem er nefnt eftir fornum kínverskum eldguði, býr yfir sex tækjum. Þar á meðal eru tvær myndavélar, neðanjarðarratsjá, leysigeisli og tæki sem eiga að rannsaka andrúmsloft Mars.
Kína Mars Tækni Vísindi Geimurinn Tengdar fréttir Stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar á loft á morgun Starfsmenn Geimvísindastofnunar Kína stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar þeirra á loft á morgun. Þetta verður fyrsta af ellefu geimskotum sem tengjast byggingu geimstöðvarinnar, sem taka á í gagnið undir lok næsta árs. 28. apríl 2021 11:38 Öngþveiti á sporbraut um Mars Ákveðið öngþveiti verður á sporbraut um Mars í næstu viku þegar þrjú ný geimför hafa náð sporbraut um plánetuna. Kínverskt geimfar náði á braut um Mars í gær en þar var fyrir geimfar frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. 11. febrúar 2021 21:02 Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði. 7. janúar 2021 08:31 Kínverskt könnunarfar á leið til Mars Kínverjar skutu í nótt á loft geimfari sem mun flytja könnunarfar til plánetunnar Mars. 23. júlí 2020 06:49 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar á loft á morgun Starfsmenn Geimvísindastofnunar Kína stefna að því að skjóta fyrsta hluta nýrrar geimstöðvar þeirra á loft á morgun. Þetta verður fyrsta af ellefu geimskotum sem tengjast byggingu geimstöðvarinnar, sem taka á í gagnið undir lok næsta árs. 28. apríl 2021 11:38
Öngþveiti á sporbraut um Mars Ákveðið öngþveiti verður á sporbraut um Mars í næstu viku þegar þrjú ný geimför hafa náð sporbraut um plánetuna. Kínverskt geimfar náði á braut um Mars í gær en þar var fyrir geimfar frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. 11. febrúar 2021 21:02
Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði. 7. janúar 2021 08:31
Kínverskt könnunarfar á leið til Mars Kínverjar skutu í nótt á loft geimfari sem mun flytja könnunarfar til plánetunnar Mars. 23. júlí 2020 06:49