Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar í beinni útsendingu

Samúel Karl Ólason skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Reiknað er með að nýtt sóttkvíarhótel verði tekið í notkun í dag þegar fimm flugvélar frá hááhættusvæðum koma til landsins.

Þá ræðum við umsjónarmann hótelanna í hádegisfréttum Bylgjunnar, sem segir að ýmislegt hafi gengið á undanfarna daga. Þá tökum við stöðuna í Skagafirði en þar hefur verið ákveðið að aflétta þeim hörðu sóttvarnaaðgerðum sem þar hafa verið í gildi að undanförnu vegna hópsýkingarinnar sem greindist þar um síðastliðna helgi. Að auki fjöllum við ítarlega um árásirnar í Gasa.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. Hlusta má á fréttirnar í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×