Meyr Alisson vonast til að faðir sinn hafi séð markið frá himnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. maí 2021 18:16 Alisson faðmar Jurgen Klopp, þjálfara sinn, í leikslok. EPA-EFE/Tim Keeton Brasilíski markvörðurinn Alisson var hetja Liverpool er liðið lagði West Bromwich Albion 2-1 í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann skoraði sigurmark leiksins á fjórðu mínútu uppbótartíma og gat ekki haldið aftur tárunum að leik loknum. „Ég er of tilfinningaríkur. Undanfarnir mánuðir og allt sem hefur komið fyrir fjölskyldu mína – en fótbolti er líf mitt, ég hef spilað með föður mínum síðan ég man eftir mér. Ég vona að hann hafi verið hér til að sjá þetta. Ég er viss um að hann sé að fagna með Guð sér við hlið,“ sagði Alisson í viðtali að leik loknum en líkt og margir samlandar hans er hann strangtrúaður. „Stundum ertu að berjast og leggja þig fram en hlutirnir eru ekki að ganga upp. Ég er mjög ánægður með að hjálpa liðinu því við erum í þessu saman og erum með það markmið að enda í Meistaradeildarsæti. Við höfum unnið hana einu sinni og viljum gera það aftur.“ „Í rauninni gæti ég ekki verið hamingjusamari en ég er núna,“ sagði Alisson eftir að hafa þurrkað burt tárin. Um markið „Ég horfði á bekkinn og á endanum sagði einhver mér að fara inn í teiginn. Ég reyndi að koma mér á góðan stað og hjálpa samherjum mínum með því að draga varnarmenn í burtu en enginn varnarmaður elti mig og ég var heppinn, stundum gerast hlutir sem þú getur ekki útskýrt.“ „Það er margt sem er ekki hægt að útskýra, eina ástæðan er guð og hann setti hendina á höfuðið á mér í dag. Ég er mjög heppinn.“ „Ég hef ekki mætt í viðtöl í nokkurn tíma núna því ég verð svo tilfinningaríkur þegar ég tala um föður minn og vil ég þakka fjölmiðlum fyrir að virða það. Vil einnig þakka öllum þeim liðum sem sendu mér bréf og sýndu mér stuðning. Ef það væri ekki fyrir ykkur öll hefði ég ekki komist í gegnum þetta,“ sagði hetja Liverpool að endingu. Leikmenn Liverpool fagna sigurmarki Alisson.EPA-EFE/Laurence Griffiths Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjá meira
„Ég er of tilfinningaríkur. Undanfarnir mánuðir og allt sem hefur komið fyrir fjölskyldu mína – en fótbolti er líf mitt, ég hef spilað með föður mínum síðan ég man eftir mér. Ég vona að hann hafi verið hér til að sjá þetta. Ég er viss um að hann sé að fagna með Guð sér við hlið,“ sagði Alisson í viðtali að leik loknum en líkt og margir samlandar hans er hann strangtrúaður. „Stundum ertu að berjast og leggja þig fram en hlutirnir eru ekki að ganga upp. Ég er mjög ánægður með að hjálpa liðinu því við erum í þessu saman og erum með það markmið að enda í Meistaradeildarsæti. Við höfum unnið hana einu sinni og viljum gera það aftur.“ „Í rauninni gæti ég ekki verið hamingjusamari en ég er núna,“ sagði Alisson eftir að hafa þurrkað burt tárin. Um markið „Ég horfði á bekkinn og á endanum sagði einhver mér að fara inn í teiginn. Ég reyndi að koma mér á góðan stað og hjálpa samherjum mínum með því að draga varnarmenn í burtu en enginn varnarmaður elti mig og ég var heppinn, stundum gerast hlutir sem þú getur ekki útskýrt.“ „Það er margt sem er ekki hægt að útskýra, eina ástæðan er guð og hann setti hendina á höfuðið á mér í dag. Ég er mjög heppinn.“ „Ég hef ekki mætt í viðtöl í nokkurn tíma núna því ég verð svo tilfinningaríkur þegar ég tala um föður minn og vil ég þakka fjölmiðlum fyrir að virða það. Vil einnig þakka öllum þeim liðum sem sendu mér bréf og sýndu mér stuðning. Ef það væri ekki fyrir ykkur öll hefði ég ekki komist í gegnum þetta,“ sagði hetja Liverpool að endingu. Leikmenn Liverpool fagna sigurmarki Alisson.EPA-EFE/Laurence Griffiths
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjá meira