Stórir sigrar hjá Knicks og Warriors í kvöld | Umspil NBA-deildarinnar útskýrt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. maí 2021 22:45 Úr leik New York Knicks og Boston Celtics í kvöld. EPA-EFE/CJ GUNTHER Alls fóru sex leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. Það er nánast allt klárt varðandi úrslitakeppnina og umspilið sem klárast áður.Deildin klárast hins vegar í nótt þegar aðrir tíu leikir fara fram og þar eru tveir sem skera sig úr. New York Knicks vann fjögurra stiga sigur á Boston Celtics, 96-92, og tryggði sér 4. sætið í Austurdeildinni. RJ Barrett skoraði 22 stig í liði Knicks og Julius Randle skoraði 20 stig ásamt því að grípa sjö fráköst og gefa sjö stoðsendingar. Jabari Parker var stigahæstur hjá Boston með 18 stig. Four seed secured.Next stop: Playoffs. #NewYorkForever pic.twitter.com/LUsX0H9eSC— x - NEW YORK KNICKS (@nyknicks) May 16, 2021 Khris Middleton skoraði 21 stig í 122-108 sigri Milwaukee Bucks á Miami Heat. Jrue Holiday kom þar á eftir með 20 stig en hann gaf einnig 10 stoðsendingar. Kendrick Nunn skoraði 31 stig í liði Heat. Önnur úrslit voru þau að Indiana Pacers vann Toronto Raptors, 125-113, og Washington Wizards vann Charlotte Hornets, 115-110. Þá vann Phoenix Suns dramatískan tveggja stiga sigur á San Antonio Spurs, 123-121 og að lokum vann Golden State Warriors 12 stiga sigur á Memphis Grizzlies, 113-101. Warriors náðu þar með 8. sæti Vesturdeildarinnar. Að venju var það Stephen Curry sem fór gjörsamlega hamförum en hann skoraði 46 stig í kvöld. What a performance from Steph to give the Warriors the eighth seed in the Play-In Tournament pic.twitter.com/Q5Gp5754yf— ESPN (@espn) May 16, 2021 Umspil NBA-deildarinnar fer fram 18. til 21. maí og munu liðin í 7. til 10. sæti keppa um sæti í úrslitakeppninni. Vegna kórónufaraldursins var ákveðið að spila 72 leiki í deildarkeppninni frekar en 82 líkt og venjan er. Til að halda spennunni sem lengst var ákveðið að hafa umspil hjá þeim liðum sem eru í kringum síðustu sætin sem þýða þátttöku í úrslitakeppninni. Liðin í 7. og 8. sæti mætast innbyrðis, liðið sem vinnur þann leik tryggir sér 7. sæti í deildinni og sæti í úrslitakeppninni. Liðin í 9. og 10. sæti mætast einnig innbyrðis, sigurvegarinn í þeim leik mætir svo tapliðinu úr viðureign liðanna í 7. og 8. sæti. Sigurvegarinn úr þeirri viðureign fær þá 8. og síðasta sætið í úrslitakeppninni. The second half of the regular season will be followed by the 2021 NBA Play-In Tournament, May 18-21!Teams with the 7th-highest through the 10th-highest winning percentages in each conference will qualify to determine the 7th & 8th seeds.Learn More: https://t.co/nwhASm5pFE pic.twitter.com/ahNx326fOO— NBA (@NBA) March 10, 2021 Í Austurdeildinni er staðan þannig að Philadelphia 76ers eru búnir að tryggja sér efsta sætið. Þar á eftir koma Brooklyn Nets, Milwaukee Bucks, New York Knicks, Atlanta Hawks og Miami Heat. Í umspilið fara Boston Celtics, Charlotte Hornets, Washington Wizards og Indiana Pacers. Í Vesturdeildinni er staðan þannig að Utah Jazz tróna á toppnum. Þar á eftir koma Phoenix Suns, Denver Nuggets, Los Angeles Clippers og Dallas Mavericks. Í nótt kemur í ljós hvort Portland Trail Blazers eða Los Angeles Lakers tryggi sér sjötta sætið. Trail Blazers eru í 6. sætinu að svo stöddu og vinni þeir Nuggets í nótt er sætið þeirra. Golden State Warriors, Memphis Grizzlies og San Antonio Spurs fara svo í umspilið. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Sjá meira
New York Knicks vann fjögurra stiga sigur á Boston Celtics, 96-92, og tryggði sér 4. sætið í Austurdeildinni. RJ Barrett skoraði 22 stig í liði Knicks og Julius Randle skoraði 20 stig ásamt því að grípa sjö fráköst og gefa sjö stoðsendingar. Jabari Parker var stigahæstur hjá Boston með 18 stig. Four seed secured.Next stop: Playoffs. #NewYorkForever pic.twitter.com/LUsX0H9eSC— x - NEW YORK KNICKS (@nyknicks) May 16, 2021 Khris Middleton skoraði 21 stig í 122-108 sigri Milwaukee Bucks á Miami Heat. Jrue Holiday kom þar á eftir með 20 stig en hann gaf einnig 10 stoðsendingar. Kendrick Nunn skoraði 31 stig í liði Heat. Önnur úrslit voru þau að Indiana Pacers vann Toronto Raptors, 125-113, og Washington Wizards vann Charlotte Hornets, 115-110. Þá vann Phoenix Suns dramatískan tveggja stiga sigur á San Antonio Spurs, 123-121 og að lokum vann Golden State Warriors 12 stiga sigur á Memphis Grizzlies, 113-101. Warriors náðu þar með 8. sæti Vesturdeildarinnar. Að venju var það Stephen Curry sem fór gjörsamlega hamförum en hann skoraði 46 stig í kvöld. What a performance from Steph to give the Warriors the eighth seed in the Play-In Tournament pic.twitter.com/Q5Gp5754yf— ESPN (@espn) May 16, 2021 Umspil NBA-deildarinnar fer fram 18. til 21. maí og munu liðin í 7. til 10. sæti keppa um sæti í úrslitakeppninni. Vegna kórónufaraldursins var ákveðið að spila 72 leiki í deildarkeppninni frekar en 82 líkt og venjan er. Til að halda spennunni sem lengst var ákveðið að hafa umspil hjá þeim liðum sem eru í kringum síðustu sætin sem þýða þátttöku í úrslitakeppninni. Liðin í 7. og 8. sæti mætast innbyrðis, liðið sem vinnur þann leik tryggir sér 7. sæti í deildinni og sæti í úrslitakeppninni. Liðin í 9. og 10. sæti mætast einnig innbyrðis, sigurvegarinn í þeim leik mætir svo tapliðinu úr viðureign liðanna í 7. og 8. sæti. Sigurvegarinn úr þeirri viðureign fær þá 8. og síðasta sætið í úrslitakeppninni. The second half of the regular season will be followed by the 2021 NBA Play-In Tournament, May 18-21!Teams with the 7th-highest through the 10th-highest winning percentages in each conference will qualify to determine the 7th & 8th seeds.Learn More: https://t.co/nwhASm5pFE pic.twitter.com/ahNx326fOO— NBA (@NBA) March 10, 2021 Í Austurdeildinni er staðan þannig að Philadelphia 76ers eru búnir að tryggja sér efsta sætið. Þar á eftir koma Brooklyn Nets, Milwaukee Bucks, New York Knicks, Atlanta Hawks og Miami Heat. Í umspilið fara Boston Celtics, Charlotte Hornets, Washington Wizards og Indiana Pacers. Í Vesturdeildinni er staðan þannig að Utah Jazz tróna á toppnum. Þar á eftir koma Phoenix Suns, Denver Nuggets, Los Angeles Clippers og Dallas Mavericks. Í nótt kemur í ljós hvort Portland Trail Blazers eða Los Angeles Lakers tryggi sér sjötta sætið. Trail Blazers eru í 6. sætinu að svo stöddu og vinni þeir Nuggets í nótt er sætið þeirra. Golden State Warriors, Memphis Grizzlies og San Antonio Spurs fara svo í umspilið. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn