Ræðir Palestínu og Ísrael við Blinken og Lavrov Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. maí 2021 13:32 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að ræða við Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs í vikunni. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun hvetja utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands til þess að beita sér fyrir friðsamlegri lausn á átökum Ísraels og Palestínu á fundi þeirra í vikunni. Afstaða og aðgerðir íslenskra stjórnvalda voru til umræðu í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra hvernig íslensk stjórnvöld ætli að bregðast við ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs. „Það kemur engum lengur á óvart að núverandi stjórnvöld í Ísrael nýti hvert tækifæri til ofsafenginna og ofbeldisfullra viðbragða gagnvart Palestínumönnum. Allt er það hluti af áætlun ísraelskra stjórnvalda um að sölsa undir sig landsvæði Palestínumanna,“ sagði Halldóra. „Aðeins samhæfður og hávær þrýstingur frá alþjóðasamfélaginu getur mögulega hnikað áformum ríkisstjórnar sem virða mannslíf að vettugi.“ Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.Vísir/Einar „Það liggur algjörlega klárt fyrir af hálfu íslenskra stjórnvalda að þessar aðgerðir eru ólögmætar, þær brjóta í bága við alþjóðalög,“ sagði Katrín og bætti við að ástandið væri skelfilegt. Hún sagði rétt að leysa mál sem þessi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. „Þess vegna höfum við verið að beita okkur fyrir því að þeir aðilar sem við erum í mestum samskiptum við þar innan borðs, sem eru auðvitað norsk stjórnvöld, að þau hafi okkar afstöðu á hreinu og það liggur algerlega fyrir hver hún er,“ sagði Katrín og vísaði til þess að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ræddi málið við norska utanríkisráðherrann í gær. „Það á að virða alþjóðalög og árásar óbreyttra borgara eru algerlega óásættanlegar. Við höfum líka minnt á það að Ísland hefur viðurkennt sjálfstæði Palestínu og lausn á þessum átökum verður að byggjast á tveggja ríkja lausn. Fyrir liggur að það er afstaða íslenskra stjórnvalda.“ Hún sagðist ætla að nýta tækifærið og taka málið upp á fundi með utanríkisráðherrum Bandaríkjanna og Rússlands í vikunni. „Þetta er eitt af þeim málum þar sem við höfum séð ýmsa reyna að leita lausna en ekki tekist. En ég mun í öllu falli nýta tækifærið nú þegar ég funda með utanríkisráðherra Bandaríkjanna á morgun og utanríkisráðherra Rússlands á fimmtudaginn og taka upp þessi mál og hvetja þessi ríki til að beita sér á alþjóðavettvangi til þess að ná fram friðsamlegri lausn á þessum málum,“ sagði Katrín. Alþingi Palestína Ísrael Utanríkismál Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Afstaða og aðgerðir íslenskra stjórnvalda voru til umræðu í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra hvernig íslensk stjórnvöld ætli að bregðast við ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs. „Það kemur engum lengur á óvart að núverandi stjórnvöld í Ísrael nýti hvert tækifæri til ofsafenginna og ofbeldisfullra viðbragða gagnvart Palestínumönnum. Allt er það hluti af áætlun ísraelskra stjórnvalda um að sölsa undir sig landsvæði Palestínumanna,“ sagði Halldóra. „Aðeins samhæfður og hávær þrýstingur frá alþjóðasamfélaginu getur mögulega hnikað áformum ríkisstjórnar sem virða mannslíf að vettugi.“ Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.Vísir/Einar „Það liggur algjörlega klárt fyrir af hálfu íslenskra stjórnvalda að þessar aðgerðir eru ólögmætar, þær brjóta í bága við alþjóðalög,“ sagði Katrín og bætti við að ástandið væri skelfilegt. Hún sagði rétt að leysa mál sem þessi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. „Þess vegna höfum við verið að beita okkur fyrir því að þeir aðilar sem við erum í mestum samskiptum við þar innan borðs, sem eru auðvitað norsk stjórnvöld, að þau hafi okkar afstöðu á hreinu og það liggur algerlega fyrir hver hún er,“ sagði Katrín og vísaði til þess að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ræddi málið við norska utanríkisráðherrann í gær. „Það á að virða alþjóðalög og árásar óbreyttra borgara eru algerlega óásættanlegar. Við höfum líka minnt á það að Ísland hefur viðurkennt sjálfstæði Palestínu og lausn á þessum átökum verður að byggjast á tveggja ríkja lausn. Fyrir liggur að það er afstaða íslenskra stjórnvalda.“ Hún sagðist ætla að nýta tækifærið og taka málið upp á fundi með utanríkisráðherrum Bandaríkjanna og Rússlands í vikunni. „Þetta er eitt af þeim málum þar sem við höfum séð ýmsa reyna að leita lausna en ekki tekist. En ég mun í öllu falli nýta tækifærið nú þegar ég funda með utanríkisráðherra Bandaríkjanna á morgun og utanríkisráðherra Rússlands á fimmtudaginn og taka upp þessi mál og hvetja þessi ríki til að beita sér á alþjóðavettvangi til þess að ná fram friðsamlegri lausn á þessum málum,“ sagði Katrín.
Alþingi Palestína Ísrael Utanríkismál Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira