Hvaða forsendurnar þarf til að skima eftir mögulegri hættu eða atburðarrás sem gæti leitt til ofbeldis á barni? Sigríður Björnsdóttir skrifar 18. maí 2021 15:01 Frétta - og vefmiðlar loga enn og aftur af mikilvægri og þarfri umræðu um kynferðisofbeldi og trúverðugleika þolenda við tilkynningar eða kærur sem lagðar eru fram í kjölfar ofbeldis. Sumir af þeim voru börn þegar þau urðu fyrir slíku ofbeldi. Það er ekki sársaukalaust að lesa þessar sögur en þær gefa von um að fólk sjái réttari mynd af þessari “ósamþykktu” umræðu í íslensku samfélagi eins og annars staðar í heiminum. Í ljósi aukinnar umræðu í samfélaginu um kynferðisofbeldi er ágætt að minna sig á staðreyndir málsins. Á Íslandi verða 17-36 % barna undir 18 ára aldri fyrir kynferðisáreitni eða ofbeldi. Þessir einstaklingar eru í meiri hættu á að verða fyrir því endurtekið seinna á lífsleiðinni. Því er mikilvægt að trúa þeim sem stíga fram og segja frá reynslu af slíku ofbeldi. Til þess að gera íslensku samfélagi kleift að sættast á og trúa að fólk sem við þekkjum, jafnvel mjög vel, er fært um að beita ofbeldi, brjóta gegn börnum eða nauðga, þá er nauðsynlegt að byrja á því að trúa einstaklingum sem stíga fram og segja frá ofbeldinu sem þau verða fyrir. Eins og dæmin sanna segir stétt og staða fólks ekki til um það hvort aðili geti beitt ofbeldi eða ekki. Barnaheill, Save the Children á Íslandi hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í sínu starfi og vinna meðal annars að því að fyrirbyggja allt ofbeldi á börnum. Eitt af verkefnum Barnaheilla, Verndarar barna, snýr að því mikilvæga hlutverki að fyrirbyggja kynferðisofbeldi á börnum. Fagfólk og sérfræðingar með áratuga reynslu af forvörnum gegn kynferðisofbeldi vinna að því að fræða starfsfólk sem starfar með og fyrir börn. Hluti af þeirri fræðslu er að þekkja einkenni og afleiðingar kynferðisofbeldis. Það er gert til að styrkja grunnþekkingu á hegðun og vanlíðan sem oft fylgir í kjölfar ofbeldisins og eykur líkur á tilkynningum til Barnarverndarnefnda. Starfsfólk Barnaheilla svara einnig kalli frá skólum landsins sem hafa í gegnum árin óskað eftir fræðslu til unglinga um kynferðisofbeldi. Rætt er við ungmennin um samskipti og að setja mörk, skilgreiningar á kynferðisofbeldi og að segja frá ef þörf er á því. Stuðst er við spjall, myndefni og valdeflandi leiki sem er mikið notað í félagsmiðstöðvum landsins. Mikilvægasti þátturinn er að fyrirbyggja ofbeldið. Við vitum að það er ekki hægt að koma í veg fyrir allt ofbeldi á börnum og ekki eru til neinar töfralausnir við því. Með forvörnum höfum við hins vegar áhrif á hugarfar fólks og viðmið og gerum það sem við getum til að fræða um og draga úr kynferðisofbeldi og auka tilkynningar. Staðreyndir málsins eru skýrar og við þurfum að átta okkur á að börn á Íslandi verða fyrir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur. Meðvitað og áfallamiðað samfélag fækkar áhættuþáttum og byggir upp fleiri verndandi þætti bæði hjá þeim sem mögulega brjóta gegn börnum (börnum, unglingum sem sýna óæskilega kynferðislega hegðun og fullorðnum) og hjá þeim sem mögulega er brotið gegn (börnum, unglingum og fullorðnum) og fjölskyldum þeirra. Þegar við horfum á forvarnir gegn kynferðisofbeldi þarf að skoða rót vandans áður en ofbeldið á sér stað. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er yfirleitt langur vegur frá því að ofbeldi hefst þar til barn segir frá. Á sama hátt er yfirleitt langur vegur frá því að einstaklingur sýnir óæskilega hegðun og er stoppaður af. Það er hægt að minnka skaðann og um það snúast forvarnir, fækka þeim sem lenda í slíku. Við fáum ekki sjálfkrafa þekkingu á því að verða gott foreldri við það að verða foreldri, nema að við sækjum okkur viðeigandi foreldrafræðslu. Við höfum ekki forsendurnar til að skima eftir mögulegri hættu eða atburðarrás sem gæti leitt til ofbeldis á barni nema að fá viðeigandi þjálfun. Forvarnaþjálfun gegn kynferðisofbeldi býður upp á ákveðnar leiðir sem eru framkvæmanlegar og við förum að sjá umhverfi barna í öðru ljósi. Við stígum fyrr inn í atburðarrás og setjum fólki mörk í kringum börnin okkar þangað til þau geta það sjálf og læra að þau hafa eitthvað um það að segja og vita að það er hægt að fá hjálp fyrr. Við hvetjum foreldra að setjast niður með börnum sínum og fræða þau um það sem þau eru nú að lesa í fjölmiðlum og sjá í sjónvarpinu. Þarna eru líka börn sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og líður illa að lesa um sögur annarra. Hvetjum til málefnalegrar umræðu og ræðum við börnin okkar svo þau óttist ekki umhverfi sitt sem á að vera nærandi og styðjandi á sem mestan hátt. Nánari upplýsingar og fræðsluefni má vinna á vef samtakanna á www.barnaheill.is Höfundur er sálfræðingur og verkefnastjóri Barnaheill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Frétta - og vefmiðlar loga enn og aftur af mikilvægri og þarfri umræðu um kynferðisofbeldi og trúverðugleika þolenda við tilkynningar eða kærur sem lagðar eru fram í kjölfar ofbeldis. Sumir af þeim voru börn þegar þau urðu fyrir slíku ofbeldi. Það er ekki sársaukalaust að lesa þessar sögur en þær gefa von um að fólk sjái réttari mynd af þessari “ósamþykktu” umræðu í íslensku samfélagi eins og annars staðar í heiminum. Í ljósi aukinnar umræðu í samfélaginu um kynferðisofbeldi er ágætt að minna sig á staðreyndir málsins. Á Íslandi verða 17-36 % barna undir 18 ára aldri fyrir kynferðisáreitni eða ofbeldi. Þessir einstaklingar eru í meiri hættu á að verða fyrir því endurtekið seinna á lífsleiðinni. Því er mikilvægt að trúa þeim sem stíga fram og segja frá reynslu af slíku ofbeldi. Til þess að gera íslensku samfélagi kleift að sættast á og trúa að fólk sem við þekkjum, jafnvel mjög vel, er fært um að beita ofbeldi, brjóta gegn börnum eða nauðga, þá er nauðsynlegt að byrja á því að trúa einstaklingum sem stíga fram og segja frá ofbeldinu sem þau verða fyrir. Eins og dæmin sanna segir stétt og staða fólks ekki til um það hvort aðili geti beitt ofbeldi eða ekki. Barnaheill, Save the Children á Íslandi hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í sínu starfi og vinna meðal annars að því að fyrirbyggja allt ofbeldi á börnum. Eitt af verkefnum Barnaheilla, Verndarar barna, snýr að því mikilvæga hlutverki að fyrirbyggja kynferðisofbeldi á börnum. Fagfólk og sérfræðingar með áratuga reynslu af forvörnum gegn kynferðisofbeldi vinna að því að fræða starfsfólk sem starfar með og fyrir börn. Hluti af þeirri fræðslu er að þekkja einkenni og afleiðingar kynferðisofbeldis. Það er gert til að styrkja grunnþekkingu á hegðun og vanlíðan sem oft fylgir í kjölfar ofbeldisins og eykur líkur á tilkynningum til Barnarverndarnefnda. Starfsfólk Barnaheilla svara einnig kalli frá skólum landsins sem hafa í gegnum árin óskað eftir fræðslu til unglinga um kynferðisofbeldi. Rætt er við ungmennin um samskipti og að setja mörk, skilgreiningar á kynferðisofbeldi og að segja frá ef þörf er á því. Stuðst er við spjall, myndefni og valdeflandi leiki sem er mikið notað í félagsmiðstöðvum landsins. Mikilvægasti þátturinn er að fyrirbyggja ofbeldið. Við vitum að það er ekki hægt að koma í veg fyrir allt ofbeldi á börnum og ekki eru til neinar töfralausnir við því. Með forvörnum höfum við hins vegar áhrif á hugarfar fólks og viðmið og gerum það sem við getum til að fræða um og draga úr kynferðisofbeldi og auka tilkynningar. Staðreyndir málsins eru skýrar og við þurfum að átta okkur á að börn á Íslandi verða fyrir kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur. Meðvitað og áfallamiðað samfélag fækkar áhættuþáttum og byggir upp fleiri verndandi þætti bæði hjá þeim sem mögulega brjóta gegn börnum (börnum, unglingum sem sýna óæskilega kynferðislega hegðun og fullorðnum) og hjá þeim sem mögulega er brotið gegn (börnum, unglingum og fullorðnum) og fjölskyldum þeirra. Þegar við horfum á forvarnir gegn kynferðisofbeldi þarf að skoða rót vandans áður en ofbeldið á sér stað. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er yfirleitt langur vegur frá því að ofbeldi hefst þar til barn segir frá. Á sama hátt er yfirleitt langur vegur frá því að einstaklingur sýnir óæskilega hegðun og er stoppaður af. Það er hægt að minnka skaðann og um það snúast forvarnir, fækka þeim sem lenda í slíku. Við fáum ekki sjálfkrafa þekkingu á því að verða gott foreldri við það að verða foreldri, nema að við sækjum okkur viðeigandi foreldrafræðslu. Við höfum ekki forsendurnar til að skima eftir mögulegri hættu eða atburðarrás sem gæti leitt til ofbeldis á barni nema að fá viðeigandi þjálfun. Forvarnaþjálfun gegn kynferðisofbeldi býður upp á ákveðnar leiðir sem eru framkvæmanlegar og við förum að sjá umhverfi barna í öðru ljósi. Við stígum fyrr inn í atburðarrás og setjum fólki mörk í kringum börnin okkar þangað til þau geta það sjálf og læra að þau hafa eitthvað um það að segja og vita að það er hægt að fá hjálp fyrr. Við hvetjum foreldra að setjast niður með börnum sínum og fræða þau um það sem þau eru nú að lesa í fjölmiðlum og sjá í sjónvarpinu. Þarna eru líka börn sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og líður illa að lesa um sögur annarra. Hvetjum til málefnalegrar umræðu og ræðum við börnin okkar svo þau óttist ekki umhverfi sitt sem á að vera nærandi og styðjandi á sem mestan hátt. Nánari upplýsingar og fræðsluefni má vinna á vef samtakanna á www.barnaheill.is Höfundur er sálfræðingur og verkefnastjóri Barnaheill.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun