Sergei Lavrov mættur í Hörpu: Rússneski ráðherrann slær á létta strengi við fréttamenn Heimir Már Pétursson og Snorri Másson skrifa 19. maí 2021 18:48 Guðlaugur Þór Þórðarson og Sergei Lavrov klessa hann fyrir sögulegan fund Rússa og Bandaríkjamanna í Hörpu. Utanríkisráðuneytið Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands hittast á tvíhliða fundi í Hörpu núna innan stundar. Það verður fyrsti fundur háttsettra ráðamanna ríkjanna frá því Joe Biden tók við forsetaembættinu í Bandaríkjunum í janúar. Lavrov snæðir kvöldverð í Hörpu áður en fundurinn hefst, en rússneski ráðherrann mætti á staðinn núna fyrir stuttri stundu. „Horfirðu björtum augum til fundarins?“ spurði fréttamaður Stöðvar 2 ráðherrann, sem svaraði um hæl: „Ég er bara að horfa á þig“ - á ensku: „I am looking forward at you.“ Þar lék Lavrov á fréttamann, sem orðrétt hafði spurt í sakleysi sínu: „Are you looking forward to the meeting?“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra virtist ánægður með Lavrov þar sem þeir hittu fréttamenn áður en Lavrov gekk til kvöldverðar. Fyrr í kvöld sagði Guðlaugur Þór að það yrði stórkostlegt ef fundurinn bæri árangur. „En aðalatriðið, og ég lagði á það áherslu, er að menn hittist sérstaklega. Orð eru til alls fyrst. Almenna reglan er sú að þegar menn hittast augliti til auglitis þá hefur það góð áhrif. Við vitum að það er af mörgu að taka og vitum að það er spenna á milli og það er gott að Reykjavík sé vettvangur til að þeir ræði saman,“ sagði Guðlaugur Þór í viðtali við Stöð 2, þar sem hann beið spenntur ásamt fjölda fólks í Hörpu eftir að Lavrov renndi í hlað. Í dag hefur utanríkisráðherra átt tvíhliða fundi með utanríkisráðherrum einstakra ríkja. Hann fundaði meðal annars með með Anne Linde utanríkisráðherra Svíþjóðar og Pekka Haavisto utanríkisráðherra Finnlands. Haavisto segir í viðtali við Stöð 2 að fundir Norðurskautsráðsins mjög mikilvæga þar sem hefðbundnum átökum ríkja sé haldið utan við umræður um sjálfbæra þróun norðurskautsins. Ísland lætur nú af formennsku í Norðurskautsráði. „Þetta voru mjög erfiðar aðstæður bæði þegar við tókum við og núna, en það er gaman að í raun allir segi að við getum verið mjög stolt af okkar framgöngu,“ sagði Guðlaugur um þau tímamót. Utanríkismál Bandaríkin Rússland Harpa Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Tengdar fréttir Íslenskir ráðamenn þrýstu á Blinken um lausn fyrir botni Miðjarðarhafs Íslenskir ráðmenn þrýstu á Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna á fundum með honum í dag að gera allt sem í hans valdi stæði til að stöðva átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann er sammála stefnu íslenskra stjórnvalda um að tveggja ríkja lausn í samskiptum Ísraels og Palestínu sé besta skrefið varðandi framtíð ríkjanna. 18. maí 2021 20:01 Þjóðargersemar þurfi að skila sér heim Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafa haft gaman af því að fara yfir sameiginlega sögu Íslands og Bandaríkjanna á fundi þeirra í Hörpu í dag. Sagnfræðingurinn Guðni færði ráðherranum bókagjöf; bók eftir sjálfan sig. 18. maí 2021 15:53 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Lavrov snæðir kvöldverð í Hörpu áður en fundurinn hefst, en rússneski ráðherrann mætti á staðinn núna fyrir stuttri stundu. „Horfirðu björtum augum til fundarins?“ spurði fréttamaður Stöðvar 2 ráðherrann, sem svaraði um hæl: „Ég er bara að horfa á þig“ - á ensku: „I am looking forward at you.“ Þar lék Lavrov á fréttamann, sem orðrétt hafði spurt í sakleysi sínu: „Are you looking forward to the meeting?“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra virtist ánægður með Lavrov þar sem þeir hittu fréttamenn áður en Lavrov gekk til kvöldverðar. Fyrr í kvöld sagði Guðlaugur Þór að það yrði stórkostlegt ef fundurinn bæri árangur. „En aðalatriðið, og ég lagði á það áherslu, er að menn hittist sérstaklega. Orð eru til alls fyrst. Almenna reglan er sú að þegar menn hittast augliti til auglitis þá hefur það góð áhrif. Við vitum að það er af mörgu að taka og vitum að það er spenna á milli og það er gott að Reykjavík sé vettvangur til að þeir ræði saman,“ sagði Guðlaugur Þór í viðtali við Stöð 2, þar sem hann beið spenntur ásamt fjölda fólks í Hörpu eftir að Lavrov renndi í hlað. Í dag hefur utanríkisráðherra átt tvíhliða fundi með utanríkisráðherrum einstakra ríkja. Hann fundaði meðal annars með með Anne Linde utanríkisráðherra Svíþjóðar og Pekka Haavisto utanríkisráðherra Finnlands. Haavisto segir í viðtali við Stöð 2 að fundir Norðurskautsráðsins mjög mikilvæga þar sem hefðbundnum átökum ríkja sé haldið utan við umræður um sjálfbæra þróun norðurskautsins. Ísland lætur nú af formennsku í Norðurskautsráði. „Þetta voru mjög erfiðar aðstæður bæði þegar við tókum við og núna, en það er gaman að í raun allir segi að við getum verið mjög stolt af okkar framgöngu,“ sagði Guðlaugur um þau tímamót.
Utanríkismál Bandaríkin Rússland Harpa Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Tengdar fréttir Íslenskir ráðamenn þrýstu á Blinken um lausn fyrir botni Miðjarðarhafs Íslenskir ráðmenn þrýstu á Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna á fundum með honum í dag að gera allt sem í hans valdi stæði til að stöðva átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann er sammála stefnu íslenskra stjórnvalda um að tveggja ríkja lausn í samskiptum Ísraels og Palestínu sé besta skrefið varðandi framtíð ríkjanna. 18. maí 2021 20:01 Þjóðargersemar þurfi að skila sér heim Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafa haft gaman af því að fara yfir sameiginlega sögu Íslands og Bandaríkjanna á fundi þeirra í Hörpu í dag. Sagnfræðingurinn Guðni færði ráðherranum bókagjöf; bók eftir sjálfan sig. 18. maí 2021 15:53 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Íslenskir ráðamenn þrýstu á Blinken um lausn fyrir botni Miðjarðarhafs Íslenskir ráðmenn þrýstu á Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna á fundum með honum í dag að gera allt sem í hans valdi stæði til að stöðva átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann er sammála stefnu íslenskra stjórnvalda um að tveggja ríkja lausn í samskiptum Ísraels og Palestínu sé besta skrefið varðandi framtíð ríkjanna. 18. maí 2021 20:01
Þjóðargersemar þurfi að skila sér heim Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafa haft gaman af því að fara yfir sameiginlega sögu Íslands og Bandaríkjanna á fundi þeirra í Hörpu í dag. Sagnfræðingurinn Guðni færði ráðherranum bókagjöf; bók eftir sjálfan sig. 18. maí 2021 15:53